Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 139 Tatla I. Samanburður á þátttöku (a) ípóstkönnunum 1974 og 1984 við símakönnun 1985 og samanburður á innra brottfalli (b), þ.e. fjölda svara sem vantar hjá þátttakendum við einstökum spurningum um neyslu og einkenni sem benda til misnotkunar. Póstkönnun Simakönnun 1974 1984 1985 20-49 20-59 18 og eldri Aldur Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi °7o a. Þátttaka Úrtak ... 3.016 4.320 1.000 Svör alls ... 2.417 80,1 2.593 60,0 . 770 77,0 Neyta áfengis ... 1.977 81,8 2.253 86,9 628 81,6 b. Innra brottfall Upplýsingar vantar um tíðni áfengisneyslu.... 30 1,5 193 9,0 6 1,0 - venjulegt magn ... 126 6,4 216 9,6 57 9,1 - eigið vandamál 27 1,4 68 3,0 4 0,6 - stjórnleysi 35 1,8 74 3,3 3 0,5 - afréttari ... 133 6,7 159 7,1 3 0,5 - leitað aðstoðar vegna neyslu ... - 52 2,3 2 0,3 samkvæmt rannsókninni, sem verið er að fjalla um. Ef hlutfallið í einhverjum hópnum væri þekkt fyrirfram væru vikmörkin minni en fram kemur með þessari aðferð. EFNIVIÐUR Póstkönnunum 1974 og 1984 er áður lýst (5, 9). Úrtakið 1974 var valið með leyfi Hagstofu íslands og aðstoð Reiknistofu Háskólans og viðbótarúrtakið 1984 á sama hátt, en áður var fengið leyfi tölvunefndar sem sett hafði verið á stofn með lögum frá 1981 (13). í úrtakinu 1984 voru 4320 manns á aldrinum 20-59 ára, en svör fengust frá 2593. Látnir voru 2%, en 5% voru erlendis eða með óþekkt heimilisfang og 13% neituðu að svara. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að fá svör eða skýringar frá 20%. Úrtakið í spurningavagni Hagvangs var þúsund manns, 18 ára og eldri, sem teknir voru samkvæmt tilviljun úr þjóðskrá. Aðeins 10 spurningar um áfengisneyslu voru í spurningavagninum. Spurningarnar voru samdar af höfundi þessarar greinar, en lagðar fyrir fólk í úrtakinu af spyrlum Hagvangs með símtali. í úrtaki Hagvangs reyndust 5 látnir, 14 sjúkir eða vangefnir og 57 fjarverandi. Svör fengust frá 770 þeirra, sem spurningunum var beint til, og svarprósentan af heildarúrtakinu þannig 77%, þar af 637 á aldrinum 20-59 ára. Þessi hópur er notaður við samanburð á niðurstöðum kannananna. NIÐURSTÖÐUR Svarhlutfallið í könnuninni 1984 var mun lægra Tafla II. Áfengisneysla 20-59 árafólks i hundraðs- hlutum árin 1984 og 1985. Póstkönnun Símakönnun 1984 1985 Neyta áfengis ... 86,9 84,6 Neyta ekki áfengis ... 13,1 15,4 Samtals 100% 100% Fjöldi svara samtals 2.593 637 X2 = 2,253 df = 1 0,l<p<0,2 en 1974. Jafnframt voru fleiri svör ófullkomin, þ.e. ýmsir svarenda svöruðu ekki öllum spurningunum sem lagðar voru fyrir. I rannsókninni 1974 var svarhlutfall þeirra, sem neyta áfengis, við einstökum spurningum um áfengisneysluna eða vandamál, sem af henni leiðir, 93,3% til 98,6%, en 1984 var þetta svarhlutfall 90,4% til 97,7%. Innra brottfall hafði þannig aukist vegna þess að spurningalistarnir, sem sendir voru til baka voru ekki nægjanlega ítarlega útfylltir. í símakönnun Hagvangs var innra brottfallið hins vegar mjög lítið, þ.e.a.s. 1% eða minna við allar spurningar nema um magn, sem neytt er venjulega. Þar var innra brottfallið svipað og í póstkönnuninni, um 9% (sjá töflu I). í póstkönnununum vantar áberandi flest svör við spurningum þar sem reynir á minni til að telja fram magn og tíðni. Innra brottfallið var meira 1984, sérstaklega hvað varðar tíðni neyslu. í töflu II er borinn saman fjöldi áfengisneytenda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.