Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 141 Aðeins 2,8% þeirra, sem neyttu áfengis 1985, töldu fram neyslu á áfengu öli, þegar spurt var hversu mikið þeir drykkju venjulega í einu, en aðeins 0,6% drukku eingöngu áfengt öl. í póstkönnuninni 1984 sögðust 2,2% neytendanna venjulega eingöngu drekka áfengt öl. Marktækur munur er á dreifingu neytenda í þessum tveim könnunum eftir því hvaða tegund áfengis þeir drekka venjulega (tafla VII). Kemur hann aðallega fram þannig að tveir þriðju hlutar neytenda drekka venjulega eingöngu sterkt áfengi samkvæmt símakönnuninni, en ekki nema rúmur helmingur samkvæmt póstkönnuninni. í henni sögðust fleiri venjulega drekka ýmsar tegundir áfengis í sama skipti. Á töflu VIII er sýnt hlutfall neytenda, sem svara játandi spurningum um hugsanlega misnotkun. Um 10% í báðum rannsóknunum segjast missa stjórn á drykkjunni eftir tiltekinn glasafjölda, 3-4% telja drykkjuna vera persónulegt vandamál fyrir sig og um 3% hafa leitað meðferðar vegna drykkjuvandamála sinna. í símakönnuninni segjast aðeins tæp 3% fá sér afréttara eða drekka áfram daginn eftir mikla drykkju á móti tæpum 5% í póstkönnuninni 1984 og er því marktækur munur hér á. Nokkuð ósamræmi er á milli svaranna við þessari spurningu og hve margir drekka heila flösku af sterku áfengi eða meira í hvert skipti. Marktækur munur er á hve miklu fleiri segjast drekka heila flösku af sterku áfengi í hvert skipt í símakönnuninni 1985 en í póstkönnuninni 1984. En svör við öðrum spurningum um misnotkunareinkenni benda í sömu átt og svörin um afréttara, svo og tíðni áfengisfíknar, þ.e.a.s. tíðni þeirra sem hafa öll þrjú einkennin, fá sér afréttara, hafa ekki stjórn á drykkju sinni og telja drykkjuna vandamál fyrir sig. Á töflu IX sést, að mjög mikil fylgni er á milli jákvæðra svara við þessum spurningum innbyrðis, enda bendir hvert um sig til misnotkunar. Hæst er fylgnin í póstkönnuninni 1984 á milli þess að telja drykkjuna eigið vandamál og að hafa leitað aðstoðar eða hafa önnur einkenni og á milli afréttara og aðstoðar og loks á milli eigin vandamáls og stjórnleysis á drykkjunni og að fá sér afréttara daginn eftir mikla drykkju. Fylgni annarra einkenna um misnotkun við að drekka heila flösku eða meira í hvert skipti er aftur minni, en samt greinileg. í símakönnuninni er fylgnin milli einkenna yfirleitt svipuð og í póstkönnuninni, þó er fylgni einkenna í henni heldur lægri við það að hafa leitað sér aðstoðar vegna misnotkunar. Af báðum könnununum sést, að miklu máli skiptir að spyrja fólk hvort það telji sig eiga við áfengisvandamál að stríða. Tafla VII. Hlutfallsdreifing neytenda 20-59 ára eftir tegund sem neytt er venjulega og 95 % vikmörk. 1984 1985 Bjór............... 2,2(1,4-3,0) 0,6 (0,0-1,5) Létt vín........... 23,3 (21-25,5) 21,5 (16,9-26,2) Sterkt áfengi...... 53,7 (51,0-56,4) 65,4 (60,1-70,8) Fleiri tegundir.... 20,8(18,6-23,0) 12,4(8,7-16,1) Samtals 100,0 99,9 Fjöldi svara 2.061 492 X2 = 20,19 df = 2 p<0,001 Tafla VIII. Hundraðshluti áfengisneytenda 20-59 ára árin 1984 og 1985, sem svara játandi spurningum, sem benda til misnotkunar. Póst- könnun 1984 Síma- könnun 1985 k2 P a. Stjórnleysi drykkju 10,3 9,8 0,094 e.m.*) b. Fá sér »afréttara« daginn eftir 4,9 2,8 4,568 <0,05 c. Drykkjan vandamál að eigin mati 4,0 3,2 0,877 e.m. d. Hafa leitað aðstoðar 3,2 2,9 0,17 e.m. e. Drekka venjulega heila flösku af sterku áfengi eða meira ... 3,8 7,3 11,615 <0,001 »Fíkn« (= a + b + c). 1,7 1,3 0,502 e.m. *) e.m. = ekki marktækt. Tafla IX. Fylgni milli einkenna, sem benda til misnotkunar á aldrinum 20-59 ára I póstkönnun 1984 (og I símakönnun 1985). Drckkur > heila flösku í hvcrt skipti Eigiö vandamál Stjórn- leysi Afréttari Eigið vandamál ... 0,233 (0,377) Stjórnleysi drykkju 0,217 0,437 (0,265) (0,480) Afréttari 0,215 0,460 0,335 (0,452) (0,421) (0,288) Leitað aðstoðar ... 0,208 0,544 0,332 0,453 (0,090) (0,292) (0,136) (0,177)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.