Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 135 rannsóknirnar sem vikið var að voru endurteknar með viðtölum við sama fólkið ári síðar, minnkaði algengi ákveðinna einkenna meira en talið var raunverulegt (22). Var þetta talið geta stafað af því að við endurtekningu gætu þátttakendur lært að eitt jákvætt svar kallaði á frekari spurningar eða að þátttakendurnir svöruðu ekki játandi nema einkennin væru mjög mikil. Þessar tilgátur gætu átt við til að skýra muninn á algenginu sem fram kemur hér. Einnig er rétt að hafa í huga að fleiri hafa farið í meðferð 1984, e.t.v. með nægjanlegum árangri til að skýra eitthvað af lækkun algengisins. Loks má gera ráð fyrir einhverri fækkun einkenna um misnotkun vegna heldur minni meðalneyslu karla 1984 (2). Þrátt fyrir þá annmarka, sem eru á samanburði þessara tveggja rannsókna vegna mun lægra svarhlutfalls 1984 en 1974 er unnt að draga af honum nokkrar ályktanir. Breytingar hafa orðið á áfengisneyslu þannig að bindindi hefur minnkað, sérstaklega meðal kvenna. Konur drekka að meðaltali svipað magn í hvert skipti nú og fyrir tíu árum, en karlar aftur á móti heldur minna. Hópur þeirra sem drekka fjórum sinnum eða oftar í mánuði hefur vaxið, en mest áberandi er breytingin að því leyti, að neysla léttari vína hefur aukist mjög verulega á kostnað sterkari drykkja. Gætir hér vafalaust áhrifa verðbreytinga sem urðu 1979. Einnig koma til áhrif sem fólk hefur orðið fyrir erlendis, tíska og mikið umtal um ákveðnar tegundir. Þrátt fyrir að neyslan hafi færst yfir á léttari tegundir, er áfengisneysla, sem leiðir til verulegrar ölvunar, áfram sérkenni áfengisneyslu íslendinga, þó að 1984 sé drukkið oftar og karlar drekki heldur minna í hvert skipti en 1974. SUMMARY Drinking habits and symptoms of alcohol abuse in Iceland in 1974 and 1984. Surveys among the population aged 20 to 49 years in 1974 and 20 to 59 years in 1984 showed an increase in the proportion of the population consuming alcohol, especially among women and in the younger age groups. The average amount consumed on each occasion by men decreased slightly while the frequency of drinking occasions increased slightly. The average amount consumed by women remained unchanged. The proportion of respondents consuming wine and strong beer on their last drinking occasion increased although the sale of beer stronger than 2.25 volVo is not permitted. In spite of these changes in drinking habits consumption of intoxicating amounts prevails. The prevalence of symptoms indicating alcohol abuse decreased slightly and so did the prevalence of heavy drinking. It is doubtful if this indicates a real decrease in the prevalence of alcohol abuse as the response rate was considerably lower in 1984 than in 1974 and as it is known that alcoholics are overrepresented among the non-respondents. The prevalence of alcohol dependence defined by the respondent considering his alcohol use a personal problem, having impaired control of drinking and taking a drink the morning after a heavy drinking session remained practically unchanged while more respondents in 1984 than in 1974 said they had sought help for their drinking problems. Þakkir: Rannsóknirnar voru framkvæmdar samkvæmt samkomulagi við Áfengisvarnaráð ríkisins. Helgi Tómasson, fil. dr., veitti tölfræðilega ráðgjöf. HEIMILDIR 1. Helgason T. Breytingar á neyslu áfengis og annarra fíkniefna á íslandi. Læknablaðið 1988; 74: 121-7. 2. Helgason T. Aðferðafræðilegur vandi við kannanir á áfengisneyslu. Samanburður á niðurstöðum póstkönnunar 1984 og símakönnunar 1985. Læknablaðið 1988; 74: 137-43. 3. Helgason T, Ásmundsson G. Félagslegar aðstæður og uppvöxtur ungra ofdrykkjumanna. Læknaneminn 1972; 25: 5-21. 4. Bergsveinsson J. Brug og misbrug af alkohol i Reykjavík. Nordisk Psykiatrisk Tidsskrift 1974; 28: 513-21. 5. Ásmundsson G, Helgason T, Bergsveinsson J. Alkoholvaner i Island. Nordisk Psykiatrisk Tidsskrift 1979; 33: 225-34. 6. Helgason T. Alkoholvaner i Island. Beskrivelse og sammenligning med det övrige Norden. Alkohol och narkotica 1978; 72: 17-27. 7. Brodman K, Erdman AJ, Wolff HG. Cornell Medical Index Health Questionnaire Manual. New York 1956. 8. Ásmundsson G. Forandringer af alkoholvaner i löbet af en 5 árs periode. Fyrirlestur á fundi NAD í Reykjavík 31.08.1981. 9. Helgason T. Rannsóknir á áfengisneyslu. Geðvernd 1982; 17: 57-62. 10. Goldberg D. The detection of psychiatric illness by Questionnaire. London. Oxford University Press 1972. 11. Ólafsdóttir H. How to achieve comparability of surveys in different settings? Sent til birtingar í Plant M, Keup W, Goos C (eds.) WHO Consultation on Problems Related to Alcohol and Psychoactive Drugs 1987. 12. Jellinek EM. The Disease Concept of Alcoholism. New Haven 1960. 13. Helgason T. Alkoholmisbrugets epidemiologi. Nord Med 1984; 99: 290-3. 14. Helgason T, Ásmundsson G. Prevalence of mental disorders. A 5-year follow-up study with questionnaires. Acta Psychiat Scand 1980; Suppl. 285: 60-7. 15. Helgason T. Epidemiological studies in Alcoholism. Adv Biol Psychiatr 1979; 3: 97-112. 16. Ólafsdóttir H. Heildarneysla áfengis og neysluvenjur íslendinga. Geðvernd 1982; 17: 51-6.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.