Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 55
LÆKNABLAÐIÐ 1988; 74: 165-7 165 Hildigunnur Ólafsdóttir, Tómas Helgason INNLANGIR Á MEÐFERÐARSTOFNANIR VEGNA MISNOTKUNAR ÁFENGIS OG ANNARRA VÍMUEFNA 1975-1985 ÚTDRÁTTUR Breytingar, sem komið hafa í kjölfar aukins framboðs á meðferð fyrir áfengismisnotendur á 11 ára tímabili eru rannsakaðar. Innlagnir hafa fjórfaldast og fyrstu komur hafa þrefaldast. f árslok árið 1985 höfðu 3.6% fullorðinna íslendinga verið lagðir inn á stofnun a. m. k. einu sinni á ævinni vegna misnotkunar áfengis eða annarra vímuefna. Konum, yngra fólki og þeim sem eru búsettir utan höfuðborgarsvæðisins hefur fjölgað hlutfallslega í hópi þeirra, sem hafa leitað sér meðferðar vegna misnotkunar áfengis eða annarra vímuefna á rannsóknartímabiliunu. INNGANGUR Á vegum geðdeildar Landspítalans hafa á undanförnum árum verið unnar langtímarannsóknir á nýgengi drykkjusýki og áfengismisnotkunar og auknum innlögnum á sjúkrahús vegna áfengis og annarrar vímuefnamisnotkunar. Árið 1983 voru birtar tvær greinar í Læknablaðinu um þessar rannsóknir (1, 2). í þeim var fjallað annars vegar um nýgengið á tímabilinu 1950 til 1981 og hins vegar um aukningu innlagna frá 1974 til 1981. Sú aukning sem þá hafði orðið á innlögnum hefur ekki stöðvast, heldur hefur innlögnum fjölgað enda meðferðarrými aukist enn frekar. Hér verða stuttlega kynntar helstu niðurstöður á rannsókn á innlögnum vegna áfengis- og annarrar vímuefnamisnotkunar frá 1975 til 1985. AÐFERÐ OG EFNIVIÐUR Safnað hefur verið upplýsingum um alla, sem hafa verið innlagðir vegna áfengis- eða annarrar vímuefnamisnotkunar á tímabilinu frá 1974 til 1985. Rannsóknin nær til eftirtalinna stofnana: Geðdeildar Landspítalans, Gunnarsholts, Víðiness, og stofnana SÁÁ: Vogs, Sogns og Frá Geðdeild Landspítalans. Barst 16/09/1987. Samþykkt 04/01/1988. Staðarfells. Þá var einnig safnað upplýsingum um þá sem fóru í meðferð til Freeport, New York og Hazelden, Minnesota frá 1974 til 1981. Miðað er við árið 1974 sem grunnár, og allir sem eru innlagðir það ár eða síðar taldir vera að koma í sina fyrstu meðferð, þó að einhverjir þeirra hafi komið í meðferð fyrir þann tima. Frá 1974 til 1985 hafa innlagnir verið um 25000, og alls hafa um 6400 manns verið lagðir inn á meðferðarstofnun vegna áfengis- eða annarrar vímuefnamisnotkunar. Þetta samsvarar því, að hver maður hafi að meðaltali verið lagður inn fjórum sinnum á tólf árum. NIÐURSTÖÐUR Yfirlit yfir innlagnir má sjá á mynd 1. Með auknu framboði á meðferð hafa innlagnir vegna áfengis- og annarrar vímuefnamisnotkunar fjórfaldast frá 1974 til 1985. Fyrstu innlagnir hafa meira en þrefaldast frá 1975 til 1985. Hlutfall fyrstu innlagna fer lækkandi. Aðeins einn af fjórum sem leggjast inn árið 1985 er að koma í fyrsta sinn í meðferð. Stöðugt fleiri innlagnir eru afleiðing af því að sama fókið fer aftur og aftur í meðferð. Fjöldi midad vid 100.000 ibúa 15 ára og eldri Mynd 1. Innlagnir vegna misnolkunar áfengis- og annarra vimuefna 1974-1985.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.