Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1988, Qupperneq 56

Læknablaðið - 15.04.1988, Qupperneq 56
166 LÆKNABLAÐIÐ Fjöldi midad vid 100.000 ibúa 15 ára og eldri Mynd 2. Fyrstu innlagnir, skipting eftir kynferöi. % 1974 76 78 '80 '82 '84 '86 Ár ■ < 19 ára □ 30-49 ára 0 20-29 ára □ 50> ára Mynd 3. Fyrstu innlagnir, hlutfallsleg aldursskipting. Fjöldi midad vid 100.000 ibúa 15 ára og eldri Á mynd 2 sést að karlar eru í meirihluta þeirra, sem eru að leggjast inn í fyrsta sinn vegna áfengis- og annarrar vímuefnamisnotkunar. Fyrstu innlögnum karia fjölgaði frá 1975 til 1981, þá fór þeim fækkandi á næstu tveimur árum, en fjölgaði aftur 1984. Fyrstu innlögnum kvenna fjölgar allt tímabilið. í upphafi tímabilsins voru 6 karlar í meðferð á móti hverri konu en eru í lok þess 2,8 á móti hverri konu. Miklar breytingar hafa orðið á hlutfallslegri aldursskiptingu þeirra, sem eru að leggjast inn í fyrsta skipti vegna áfengis- og annarrar vímuefnamisnotkunar eins og sést á mynd 3. Meðalaldur karla sem eru að koma í fyrstu innlögn hefur lækkað úr 44,0 árum í 35,9 ár og hjá konum úr 44,1 ári í 36,3 ár á rannsóknartímabilinu. Ungu fólki í meðferð, 30 ára eða yngra fjölgaði stöðugt frá 1975 til 1983, en eftir það hefur aldursskipting ekki breyst. Hlutfall fólks, yngra en 20 ára var mjög lágt í upphafi rannsóknartímabilsins, en hækkaði eftir 1979 allt til ársins 1984. Tafla I sýnir að miðað við árslok 1985 höfðu 3,6% þjóðarinnar, 15 ára og eldri verið innlögð vegna áfengis- eða annarrar vímuefnamisnotkunar. Mun fleiri karlar en konur hafa verið innlagðir. Það verður að teljast hátt hlutfall, að tæplega 10% karla á aldrinum 40 til 49 ára skuli einhvern tíma á ævinni hafa verið lagðir inn á meðferðarstofnun vegna áfengis- eða annarrar vímuefnamisnotkunar. Á mynd 4 má sjá yfirlit yfir fyrstu innlagnir og búsetu. Flestir, sem eru að leggjast inn í fyrsta sinn vegna áfengis- og annarrar vímuefnamisnotkunar, eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallið á milli innlagna höfuðborgarbúa og þeirra, sem búsettir eru annars staðar á landinu, minnkaði úr 80% í 63% frá 1975 til 1980, en er óbreytt eftir það. Tafla I. Hundraðshluti fólks í hverjum aldursflokki, sem hefur verið innlagður á meðferðarstofnun einhvern tima á cevinni vegna áfengis- og vímuefnamisnotkunar. Aidur Karlar Konur AIls 15-19 ára ............. 0,4 0,4 0,4 20-29 ára ............. 3,9 1,2 2,6 30-39 ára ............. 7,0 1,2 4,5 40-49 ára.............. 9,8 3,1 6,5 50> ára................ 6,1 1,6 3,7 15 ára og eldri 5,6 1,6 3,6 Mynd 4. Fyrstu innlagnir, skipting eftir búsetu.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.