Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1988, Side 39

Læknablaðið - 15.04.1988, Side 39
LÆKNABLAÐIÐ 149 fram, að það eru helst Svíar sem aðhyllast drykkjuvenjur Mið- og Suður-Evrópu að drekka áfengi hóflega við ýmsar ólíkar aðstæður en að íslendingar halda sig við hefðbundnar norrænar drykkjuvenjur að leyfa ölvun við sérstakar aðstæður en eru mótfallnir daglegri áfengisneyslu þótt í hófi sé. Til að fá fram viðhorf til áfengis annars vegar og ölvunar hins vegar var fólk beðið að raða hugtökunum áfengi og áfengisáhrif á sjöskiptum mælikvarða (2). Raða átti eftirtöldum andheitum: óþægilegt - þægilegt, gott - vont, leiðinlegt - spennandi, einskis virði - mikils virði, óvirkt - virkt, fjörugt - dauft, veikt - sterkt. Á grundvelli fjögurra fyrstu andstæðu orðanna var búin til mælitala þannig að jákvæðari orðin (þægilegt, gott, spennandi, mikils virði) fengu gildið sjö en neikvæðari orðin fengu hvert um sig gildið einn. Mælitalan gat því hæst orðið 28 og lægst 4, en talan 16 táknar að fólki fannst áfengi hvorki þægilegt, gott, spennandi eða mikils virði né óþægilegt, vont, leiðinlegt eða einskis virði. Svarhlutfallið við þessum spurningum var tiltölulega lágt, en svörin gefa samt ákveðnar vísbendingar. Mynd 2 sýnir dreifingu svaranna eftir löndum. Eins og sést á myndinni mátu íslendingar bæði áfengi og áfengisáhrif jákvæðast, en Norðmenn og Finnar fylgja á eftir í afstöðu sinni. Svíar eru neikvæðastir í viðhorfum sínum. íslendingar skera sig líka úr hópi hinna þjóðanna að því leyti að í Svíþjóð, Finnlandi og Noregi voru áfengisáhrifin talin neikvæðari en áfengið. Þessu var öfugt farið á íslandi. Bæði hugtökin eru talin jákvæð en áfengisáhriFin eru metin jákvæðar en áfengið. Þetta staðfestir enn frekar þá sérstöðu sem ölvun - við vissar aðstæður - virðist hafa meðal íslendinga. Önnur hlið viðhorfa til áfengis var könnuð með því að spyrja hvað fólk telji að unglingar þurFi að vera gamlir til að mega drekka áfengi við tilteknar ástæður. Talið var víst að fólki þætti leyfilegt að neyta léttari tegunda fyrst og því var aðeins spurt um áfengan bjór og létt vín. Tafla VII sýnir þann meðalaldur sem fólk taldi unglinga þurfa að hafa náð til þess að mega byrja áfengisneyslu. í aðalatriðum er mjög lítill munur á svörum eftir löndum á því hvenær talið er eðlilegt að unglingar byrji áfengisneyslu. Athygli vekur að nánast enginn greinarmunur er gerður á þvi hvort um er að ræða pilta eða stúlkur. Medaltal 18 i Svíþjód Finnland Noregur island -o- Áfengi Ölvun Mynd 2. Mat á áfengi og ölvun. Fólk virðist yfirleitt telja að unglingar eigi að vera hálfu til einu og hálfu ári eldri þegar þeir drekka áfengi með jafnöldrunum en þegar þeir neyta þess með fjölskyldu sinni. Þá er athyglisvert að fólk telur að á aldursbilinu 18 til 19 ára megi áfengisneysla hefjast. Þetta er í samræmi við gildandi lög í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, þar sem heimilt er að selja fólki áfengan bjór og létt vín við 18 ára aldur, en sterkt áfengi við 20 ára aldur. Samkvæmt islensku áfengislögunum er ekki heimilt að selja fólki yngra en 20 ára áfengi og gildir það sama um létt vín og sterkt áfengi. Þarna virðist því vera misræmi á milli viðhorfa fólks og löggjafarinnar. Rannsóknir á því hvenær íslenskir unglingar hefja áfengisneyslu sýna hins vegar að byrjunaraldurinn er miklu lægri. Meiri hluti unglinga hefur neytt áfengis við 15 ára aldur (3). Nokkrum spurningum var ætlað að varpa ljósi á viðhorf til þess, hvort fólk sé ábyrgt gerða sinna þegar það er undir áhrifum áfengis eða ekki. Spurningar voru um það hvort gera ætti sömu kröfur til fólks, sem er undir áhrifum áfengis og annarra. Ennfremur hvort líta ætti afbrot, sem framin eru undir áhrifum áfengis mildari augum. Einnig var fólk beðið að taka afstöðu til þess hvort það væri verra að verða sér til skammar algáður en undir áhrifum áfengis, og hvort ætti að taka minna mark á orðum fólks, þegar það er undir áhrifum áfengis en annars. Síðasta staðhæfingin sem fólk var beðið að taka afstöðu til var um það hvort væri auðveldara að sætta sig við, að fólk lenti í rifrildi eða handalögmálum, undir áhrifum áfengis heldur en þegar það væri ódrukkið. Svörin í öllum löndunum gáfu ótvírætt til kynna að fólk eigi að vera ábyrgt gerða sinna þrátt fyrir ölvun, en gerður er greinarmunur á því

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.