Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1989, Síða 5

Læknablaðið - 15.11.1989, Síða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1989; 75: 329 329 NÝR DOKTOR í LÆKNISFRÆÐI - SIGURÐUR GUNNARSSON Sigurður Gunnarsson lauk á liðnu sumri doktorspróíi frá Háskólanum í Tiibingen. Sigurður lauk stúdentsprófi frá MR árið 1972, BS prófi í stærðfræði árið 1974 frá Háskóla Islands og cand. med. prófi frá Háskólanum í Kaupmannahöfn árið 1980. Ritgerð Sigurðar fjallar um faraldsfræðilegt efni og nefnist á frummálinu: Jugend als Zielgruppe der Massnahmen zur Einschrankung des Rauchens og fjallar um forvamarstörf gegn reykingum á Norðurlöndum, jafnframt því sem reykingavenjur meðal 3000 nemenda í efstu bekkjum gmnnskóla í tveim borgum í Vestur Þýskalandi eru kannaðar. Einnig voru nemendur spurðir spuminga sem tengjast foreldrum og umhverfi og um skoðanir á ýmsu er tengist reykingum. Öll Norðurlönd að Danmörku undanskilinni hafa náð langt á sviði tóbaksvama. I Danmörku og Þýskalandi eru hagsmunir tóbaksframleiðenda allmiklir, enda tóbaksvamir þar skammt á veg komnar. Tilgangur ritgerðarinnar var að miðla reynslu íslendinga af árangursríku forvamarstarfi jafnframt því sem grunnrannsóknir á þessu sviði voru stundaðar. I ljós kom að áhrif foreldra eru meiri en oft er talið, einkum reyndist afstaða foreldra til reykinga þýðingarmikil. Jafnvel þótt foreldrum hafi ekki tekist að hætta reykingum virðist andstaða þeirra gegn þeim skipta miklu máli. Einnig kom fram að óbeinar reykingar og sameiginleg ábyrgð nemenda voru efni sem höfðuðu mun sterkar til nemendanna en áhyggjur af eigin heilsufari.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.