Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1989, Síða 7

Læknablaðið - 15.11.1989, Síða 7
LÆKNABLAÐIÐ 1989; 75: 331-5 331 Jóhann Ág. Sigurðsson 1,2), Ágúst Oddsson 2), Guðjón Magnússon 1,3), Halldór Jónsson 2), Þorsteinn Blöndal 4) SAMBAND ALDURSOG SÝKLALYFJANOTKUNAR Sýklalyfjanotkun á Suöurnesjum og í Hafnarfirði 1986 borin saman viö Svíþjóö INNGANGUR Eins og fram hefur komið hjá Norrænu lyfjanefndinni nota Islendingar mun meira af sýklalyfjum en hinar Norðurlandaþjóðimar (1). Skýringanna virðist hvorki að leita í mismun á algengi sýkinga né vinnuálagi lækna vegna smitsjúkdóma (2), sem þó getur verið nokkuð mismunandi milli landsvæða. Sýklalyfjum er oft beitt við vissar tegundir öndunarfærasýkinga, en samkvæmt erlendum rannsóknum eru þessir smitsjúkdómar algengastir á aldrinum 0-14 ára (3, 4). Ef athuguð er hlutfallsleg aldursdreifing íbúa á Norðurlöndum, kemur í ljós verulegur munur á milli þjóðanna (5, 6). Hlutfall bama og unglinga hér á landi af heildaríbúafjölda er mun hærra en á hinum Norðurlöndunum. Þessi munur er einkum áberandi á milli íslands og Svíþjóðar þar sem 28,6% íslendinga og 18,2% Svía eru yngri en 15 ára (mynd 1). Því hefur sú tilgáta verið nefnd (7), að mikil sýklalyfjaneysla Islendinga skýrist að nokkm leyti af aldursdreifingu þjóðarinnar, þar eð sýkingar, svo sem eymabólga og öndunarfærasýkingar em mjög algengar í yngri aldursflokkunum, sem fyrr segir. Til þess að mismunur komi fram í magntölum þarf tíðni ávísana á sýklalyf til bama og unglinga að vera töluvert meiri en til fullorðinna, vegna þess að þau fá að jafnaði minni skammta. Tilgangur þessarar greinar var að athuga ofannefnda tilgátu með því að rannsaka: tíðni ávísana á sýklalyf eftir aldri og kyni sjúklinga, skiptingu skilgreindra dagsskammta (DDD) Frá 1) Læknadeild Háskóla íslands, heimilis- og félagslækningar, 2) Heilsugæslustööinni Sólvangi, Hafnarfiröi, 3) Landlæknisembættiöinu, 4) Lyflækningadeild Landspítalans. Barst ritstjórn 07/02/1989. Samþykkt 31/05/1989. eftir aldri og kyni, hvemig notkun sýklalyfja hefði orðið ef aldursdreifing Suðumesjabúa og Hafnfirðinga væri sú sama og í Svíþjóð. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin er hluti af umfangsmeiri könnun á öllum lyfjaávísunum á Suðumesjum og í Hafnarfirði dagana 1.-15. apnl 1986. Efnivið, aðferðum og tölfræðilepri úrvinnslu hefur áður verið lýst (8, 9). A rannsóknarsvæðinu bjuggu samtals 27576 íbúar. Safnað var saman öllum ávísunum á íbúa svæðisins á sýklalyf (Antibiotics J 01 and chemotherapeutics J 03 for systemic use) (1). Allar upplýsingar á lyfseðlinum voru tölvuskráðar, þ.e. fæðingardagur sjúklings, kyn, lyfjaheiti, númer lyfsins samkvæmt sérlyfjaskrá, styrkleiki og ávísað heildarmagn. Einnig voru skráðar skammtastærðir og fjöldi þeirra á dag, útgáfudagur lyfseðils og númer þess læknis sem ávísaði lyfinu. Miðað var við skilgreinda dagsskammta hvers lyfs (1). Reiknaður var út heildarfjöldi ávísaðra dagsskammta á tímabilinu í hverjum lyfjaflokki. Skilgreindir dagsskammtar (DDD) vom síðan reiknaðir út fyrir hvem aldurshóp. Við samanburð Norrænu lyfjanefndarinnar á sýklalyfjanotkun milli landa er miðað við /teíVí/arlyfjamagn (skilgreinda dagsskammta) sem hlutfall af /te/Wanbúafjölda viðkomandi lands (DDD /1000 íbúa/dag). En þar sem aldursdreifingin er mismunandi mundi hún verka sem trufiandi þáttur (confounding factor) ef ekki væri tekið sérstakt tillit til þessa. Því er í þessari rannsókn beitt svokallaðri óbeinni stöðlun (10), á svipaðan hátt og þegar reiknað er staðlað dánarhlutfall (standardized mortality ratio, SMR). Reiknað er út hver sýklalyfjanotkunin hefði orðið í Svíþjóð ef notkunin í fimm ára aldursflokkum

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.