Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1989, Side 9

Læknablaðið - 15.11.1989, Side 9
LÆKNABLAÐIÐ 333 með eftirfarandi reiknireglu: Reiknuð notkun = (sýklalyfjanotkun í hópar hópnumxíbúahlutfall í hópnum) Niðurstaðan er þá reiknuð sýklalyfjanotkun í DDD/1000 íbúa/dag miðað við sænska aldursdreifingu, en ávísanavenjur á Suðumesjum og í Hafnarfirði. Með kí-kvaðrat prófi má síðan gera samanburð á núverandi sýklalyfjanotkun í Svíþjóð og reiknaðri notkun á Suðumesjum og í Hafnarfirði (10). NIÐURSTÖÐUR Avísanatíðni. A tímabilinu voru alls gefnar út 1180 ávísanir á sýklalyf eða 85,5 ávísanir/1000 ibúa/mánuði (96,9/1000 konur/mánuði og 74,7/1000 karla/mánuði, p<0,001 og hlutfall milli kynja = 1,30). Tíðni ávísana eftir aldri var í stómm dráttum í réttu hlutfalli við fjölda ibúa í hverjum aldurshóp (mynd 2), þar sem mest var ávísað af sýklalyfjum til bama á aldrinum 0-4 ára, einkum drengja. Mynd 3 sýnir tíðni ávísana sem hlutfall af íbúafjölda í hverjum aldurshóp. Ávísanir eru flestar til 0-4 ára bama eða sex ávísanir til stúlkna og sjö til drengja/1000 íbúa í þessum aldursflokki/dag. Ávísanatíðni er mun lægri til bama og unglinga á aldrinum 5-14 ára (1,9 ávísanir/1000 íbúa í þessum aldursflokki/dag), en eykst síðan til 74 ára aldurs og er meiri hjá konum. Magntölur. Ávísað magn sýklalyfja reyndist vera 23,46 DDD/1000 ibúa/dag. Meira magni var ávísað til kvenna en karla, eða 26,67 DDD/1000 konur/dag og 20,03 DDD/1000 30 25 20 15 10 5 6 5 10 15 20 25 30 Percentage Fig 2. Proportional distribution of antimicrobial pres- criptions by age and sex in Sudurnes and Hafnarfjördur districts during April 1 st-15th 1986. karla/dag. Munurinn er marktækur, p<0,001 með kynjahlutfalli 1,33. Á mynd 4 má sjá hlutfallslega skiptingu á skilgreindum dagsskömmtum á 1000 íbúa hvers aldurshóps á dag eftir aldri og kyni. Eins og sjá má eykst notkun sýklalyfja eftir aldri hjá konum frá 5 ára til 75 ára. Hjá körlum er dreifingin nokkuð jöfn eftir aldri, en er þó áberandi minnst í aldurshópnum 5-14 ára. Samanburður. Ef aldursdreifing Suðurnesjabúa og Hafnfirðinga væri sú sama og í Svíþjóð reiknaðist væntanleg sýklalyfjanotkun 26,47 DDD/1000 íbúa/dag, sem er meira en núverandi notkun (23,46 DDD/1000/dag) á svæðinu miðað við óbreyttar ávísanavenjur. Sýklalyfjanotkunin í Svíþjóð árið 1986 var 15,1 DDD/1000 íbúa/dag (11). Staðlað hlutfall skilgreindra dagsskammta verður þá 15,1/26,5= 0,57. Munurinn á sýklalyfjanotkun á Suðumesjum og í Hafnarfirði annars vegar og í Svíþjóð hins vegar er tölfræðilega marktækur á 5% stigi. UMRÆÐA Samkvæmt niðurstöðum Péturs Péturssonar í Bolungarvík, var tíðni sýklalyfjaávísana þar á þessum sama tíma 27,5 ávísanir/lOOOíbúa/mánuði (12), sem er mun lægri en í þessari athugun (hlutfall, 1: 3,1). Okkar niðurstöður sýna einnig hærri ávísanatíðni á sýklalyf en í Svíþjóð (1, 13). I öðrum innlendum (14, 15) og sænskum rannsóknum (13) kemur einnig fram að meira er ávísað af sýklalyfjum til kvenna en karla. Lfkt og í Svíþjóð (3) sýnir þessi rannsókn að tíðni sýklalyfjaávísana er mest í yngri aldurshópunum. Okkar niðurstöður benda þó til þess að hér á landi sé bæði raunveruleg og hlutfallsleg tíðni ávísana á sýklalyf lang mest hjá yngstu bömunum á aldrinum 0-4 ára, en mun minni hjá eldri bömum. Athygli vekur að í yngsta aldursflokknum er meira ávísað af sýklalyfjum til drengja en stúlkna. Þegar athugað er samband á milli aldurs og notkunar sýklalyfja, hefur í fyrri rannsóknum verið miðað við tíðni ávísana í vissum aldurshópum líkt og sýnt er á mynd 3. í þessari rannsókn er einnig athugað ávísað magn lyfja miðað við 1000 íbúa hvers aldurshóps. Þessum reikniaðferðum hefur ekki verið beitt áður í öðrum sambærilegum rannsóknum. Nokkuð góð samsvörun er þó á

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.