Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1989, Side 19

Læknablaðið - 15.11.1989, Side 19
LÆKNABLAÐIÐ 1989; 75: 343-6 343 Ólafur Þór Ævarsson, Lárus Helgason VIÐBRÖGÐ SJÚKLINGA OG AÐSTANDENDA ÞEIRRA VIÐ ÁLAGI VEGNA VEIKINDA II. Meöferö á geödeildum og öðrum deildum ÚTDRÁTTUR Áriö 1988 voru könnuö ýmis viöbrögð sjúklinga og aöstandenda þeirra viö veikindum.Áöur hefur veriö gerö grein fyrir viöbrögöum viö innlögnum (1) en hér er gerö grein fyrir viöbrögöum viö meðferð. Niöurstööur sýna m.a. að almenn viöhorf til meðferöarinnar voru jákvæð. Fram kemur beiöni, bæöi frá sjúklingum og aöstandendum, um aukna fræöslu og leiöbeiningar. Auka má þátttöku þeirra í meðferö og þannig ná betri samstarfsgrunni, ekki síst varðandi fyrirbyggjandi aögeröir. INNGANGUR Á síðustu árum hafa komið fram ný viðhorf varðandi mat á árangri læknismeðferðar. Meiri áhersla er nú lögð á að fá upplýsingar um hvort sjúklingamir sjálfir em sáttir við árangurinn (2, 3). Jafnframt hefur verið sýnt fram á að oft hafa sjúklingar aðra skoðun á meðferð en læknar. Munurinn kemur ekki síst fram þegar um er að ræða þátt sjúklinga í meðferð og framkomu meðferðaraðila (4). Sjúklingar gera nú auknar kröfur um að óskir þeirra og viðhorf séu virt (5). Oljóst er hverjar skoðanir og hversu mikil áhrif aðstandendur hafa á meðferð, reyndar hefur það lítið verið kannað. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Könnuð voru viðhorf 80 sjúklinga á sjúkrahúsum og aðstandenda þeirra. Helmingur sjúklinga var lagður inn á geðdeildir en hinir á skurð- og lyfjadeildir (5). Rætt var við alla sjúklinga sem lágu á fjórum legudeildum á ákveðnum degi. Sjúklingar höfðu verið mismunandi lengi í meðferð þegar viðtölin voru tekin. Þess var þó gætt Frá geðdeild Landspítalans. Barst 03/03/1989. Samþykkt 17/05/1989. að ekki var rætt við sjúklinga fyrr en a.m.k. þrír dagar voru liðnir frá innlögn. Þrír sjúklingar á geðdeildum og fjórir sjúklingar á öðrum deildum gátu ekki gefið fullnægjandi upplýsingar. Þeirra er því ekki frekar getið í þessum niðurstöðum, en upplýsingar fengust hins vegar frá aðstandendum þeirra. Ekki fengust upplýsingar frá aðstandendum fjögurra sjúklinga á geðdeildum. í viðtölum voru eftirfarandi 18 spumingar lagðar fyrir sjúklinga og aðstandendur um meðferð. Spurningar fyrir sjúklinga: Hvaða meðferð finnst þér gefa bestan árangur? Hvaða skoðun hefur þú á þeirri meðferð sem þú færð núna? Finnst þér að eitthvað annað en gert er myndi hjálpa? Hvemig finnst þér lyfin verka á þig? Líður þér betur? Telur þú þig hafa haft gagn af innlögninni? Hvað finnst þér um þinn þátt í meðferðinni? Hvað finnst þér um samskipti við lækna? Ertu upplýstur um sjúkdóm þinn? Spurningar fyrir aðstandendur: Hvaða meðferð finnst þér gefa bestan árangur? Hvaða skoðun hefur þú á þeirri meðferð sem sjúklingur fær nú? Finnst þér að eitthvað annað en gert er myndi hjálpa? Telur þú sjúkling hafa fengið bót á spítalanum? Finnst þér þú geta hjálpað? Finnst þér þú skyldugur til að hjálpa? Finnst þér sjúklingur taka virkan þátt í meðferðinni? Hvað finnst þér um samskipti þín við lækna? Telur þú að aðstandendur hafi verið upplýstir nægilega um sjúkdóminn

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.