Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1989, Side 25

Læknablaðið - 15.11.1989, Side 25
LÆKNABLAÐIÐ 1989; 75: 349-57 349 Tómas Helgason, Júlíus Björnsson HVERJIR ÁVÍSA GEÐLYFJUM UTAN SJÚKRAHÚSA? Lyfseölakönnun í Reykjavík í mars 1984 ÚTDRÁTTUR í greininni er fjallaö um hvernig þeir læknar, sem ávísuðu geölyfjum á einum mánuöi 1984, skiptust eftir sérgreinum og aldri, hvaöa lyfjum þeir ávísuöu, hverjum, hvernig og í hve stórum skömmtum. Aðeins 17% ávísananna voru frá geðlæknum handa 12,3% sjúklinganna, en 55% ávísananna voru frá heimilislæknum handa 62,5% sjúklinganna. Rúm 85% ávísananna voru á róandi lyf eöa svefnlyf, en ekki nema tæp 60% ávísana geðlækna. Tæpur helmingur lyfseölanna var meö öörum lyfjum jafnframt. Heimilislæknar símsendu yfir helming ávísana sinna, en geðlæknar um 15%. Geölæknar höföu hlutfallslega fleiri yngri sjúklinga en aðrir læknar. Þeir ráölögöu sjúklingum aö taka stærri skammta af lyfjum. Allir aörir læknar ráölögðu sjúklingum aö taka aö meðaltali minna en einn skilgreindan dagsskammt á hverjum degi. Elstu læknarnir gáfu aö meöaltali út flestar ávísanir hver og meö ívið meira magni hverri, en skammtar sem læknar ráölögöu fólki aö taka voru óháöir aldri þeirra. Sennilega mundi draga úr ávísun á róandi lyf, ef læknar almennt símsendu ekki meira af geðlyfjum en geölæknar gera. INNGANGUR Að óathuguðu máli mætti ætla að hlutur geðlækna í geðlyfjagjöf væri mjög mikill. En þeir sjá ekki nema þá sem hafa alvarlegastar geðtruflanir og aðeins lítið af þeim fjölda sem leitar lækna með ýmsar algengar truflanir eða kvartanir, svo sem svefntruflanir og kvíða. Þessar algengu kvartanir fylgja líka oft öðrum kvillum en geðsjúkdómum og eru geðlyf oft gefin til að draga úr þeim. Það er því ekki að undra þótt í ljós hafi komið, að það eru aðrir en geðlæknar sem ávísa stærstum Frá geðdeild Landspítalans. Barst 08/05/1989. Samþykkt 07/07/1989. hluta geðlyfja (1-3), sérstaklega kvíðastillandi lyfjum og svefnlyfjum (4). Heilsugæslulæknar hér á landi ljúka yfir 80% samskipta vegna geðsjúkdóma með því að ávísa lyfjum (5). Ávísun á geðlyf er algengasta aðferðin sem heimilislæknar beita við meðferð geðkvilla (6). Ymsum þykir nóg um lyfjagjöfina og finnst læknum vera óþarflega laus penninn til lyfseðlaskrifta, ekki sé endilega víst að alltaf séu brýnar læknisfræðilegar ástæður til lyfjaávísana. Þessu til stuðnings er bent á mismunandi geðlyfjasölu á Norðurlöndum og breytileika þróunar hennar frá 1960 (7). Ennfremur hafa ávísanavenjur lækna og lyfjasala verið mismunandi eftir landsvæðum og aldri lækna (3, 8). Þó að einhverjir sem fá lyfin í venjulegum skömmtum geri það að þarflausu eða litlu, eru flestir sem fá þau, jafnvel í stórum skömmtum, af góðum og gildum ástæðum (8). Á hinn bóginn eru margir sem fá enga meðferð, jafnvel þótt þeir þurfi hennar með (9). Yfirleitt er notkun geðlyfja nátengd heilsufari sjúklinganna þannig að þeir sem fá geðlyf hafa alvarlegri eða meiri einkenni (10) og verulega líkamlega kvilla og/eða geðkvilla (11-13). Algengi geðlyfjanotkunar vex með auknum heilsufarsvanda (14) og notkunin fylgir sjúkdómsatferli fólks, en er ekki til sjálfsþægingar (15). En það er ekki bara geðlyfjanotkun í heild sem fylgir heilsufarsvanda og sjúkdómsatferli. Eðli vandans og atferlisins kemur m.a. fram í því til hvaða lækna fólk leitar. Mat læknanna endurspeglast í því hvaða lyfjum þeir ávísa, hvemig og í hve miklu magni. Tilgangur þessarar rannsóknar er að athuga nokkar tilgátur um ávísanavenjur mismunandi læknahópa með þvi að rannsaka ávísanir, sem læknar gáfu Reykvíkingum, og framvísað var í lyfjaverslunum í Reykjavík f einn mánuð.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.