Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1989, Síða 30

Læknablaðið - 15.11.1989, Síða 30
354 LÆKNABLAÐIÐ fékk slíkar ávísanir og hve stór hluti það var af þeim sem læknamir greindu geðkvilla hjá. Hér eins og annars staðar (1-4) kemur í Ijós, að ekki var nema litlum hluta geðlyfja ávísað af geðlæknum. Aðeins 17% ávísananna voru frá geðlæknum og ekki fékk nema einn af hverjum átta sjúklingum lyf frá geðlækni. Um 10% svefnlyfjaávísananna og um 20% annarra geðlyfjaávísana vom frá geðlæknum. Þetta eru svipaðar niðurstöður og í sænskri rannsókn þar sem ástæður ávísana voru greindar á lyfseðlunum (2). I hve mörgum tilvikum aðrir læknar ávísuðu geðlyfjum samkvæmt ráðleggingum geðlækna er ekki vitað. Sennilega er það of sjaldan, því að oftast hafa aðrir læknar byrjað að reyna að gefa sjúklingum sínum geðlyf, áður en þeim er vísað til geðlæknis. Eins og áður (16) er komið fram er hlutur geðlækna í geðlyfjagjöf utan sjúkrahúsa vanáætlaður ef aðeins eru skoðaðir lyfseðlar. Lyf, sem afhent eru í göngudeildum geðdeildanna fá sjúklingamir samkvæmt ávísun geðlækna. Þetta eru í rúmum helmingi tilvika sefandi lyf, svo að hlutur geðlækna í ávísun á þau er mun meiri en fram kemur í þessari rannsókn. Hins vegar er mjög lítið af róandi lyfjum og svefnlyfjum afhent í göngudeildunum, svo að hlutur geðlækna í ávísunum á slík lyf er e.t.v. rúm 13% í stað 12% eins og reikna má út frá töflu II. Vegna aukaverkana og þeirrar hættu, sem fylgir notkun geðlyfja, er nauðsynlegt að ítarleg geðrannsókn sé framkvæmd áður en geðlyfjameðferð er ákveðin. Það, sem flestir hafa í huga, er ávana- og fíknihætta (19-21) ásamt hættu á truflun á minni og dómgreind (22,23) sem fylgja notkun benzodiazepínlyfja, jafnvel í þeim skömmtum sem notaðir eru til lækninga. Síðkomnar vöðvatruflanir (tardive dyskinesia) er alvarleg aukaverkun samfara langtímanotkun sefandi lyfja, sem betra er að koma í veg fyrir en bæta (24). Andkólínergar verkanir algengustu geðdeyfðarlyfja ásamt blóðþrýstingslækkun geta verið til óþæginda í venjulegri meðferð, en leiðslutruflanir í hjarta, sem fylgja of stórum skömmtum slíkra lyfja, eru hættulegar (25). Til þess að koma í veg fyrir þessar aukaverkanir, eru nákvæmt geðlæknisfræðilegt mat á persónuleika og einkennum þeirra, sem eiga að fá benzódíazepín lyf, nauðsynlegt. Hugsanlegur ávani eða fíkn eru meira tengd sjúklingnum sjálfum en lyfjunum (26). Avani og fíkn í þessi lyf er annars konar en í önnur fíknilyf sem notuð eru sem vímugjafar. Þörf fyrir sífellt stærri skammta er ekki eins áberandi. Flestir nota lyfin aðeins í stuttan tíma, hætta sjálfkrafa, og taka minna en læknir ráðleggur. Þeir, sem verða langtímanotendur af illri nauðsyn eða ávana, taka svipaðan skammt af lyfjunum árum saman (27). Þunglyndi þarf að meta með tilliti til hvaða meðferð sé líklegust til að skila árangri og til þeirrar hættu sem er á því að sjúklingar taki of stóra skammta af lyfjunum til að skaða sjálfa sig. Loks þarf að meta sturlunareinkenni og óróa með tilliti til þarfar fyrir sefandi lyf. Heimilislæknar gáfu út rúman helming allra geðlyfjaávísananna, en tæp 60% ávísana á svefnlyf og róandi lyf. Þeir ávísuðu lyfjunum oftar í síma en nokkrir aðrir hópar, eflaust að nokkru leyti vegna þess að þeir þekkja fólkið vel. Aðrir, og þá sérstaklega geðlæknar, ávísuðu sjaldnar lyfjum í síma, meðal annars vegna þess að þeir beita öðrum lækningaaðferðum jafnframt. Ennfremur eru sjúklingar, sem til þeirra leita, líklega veikari og þurfa nánara eftirlit, svo að góður árangur náist. Geðlæknar gáfu tiltölulega sjaldan önnur lyf með geðlyfjum, en það gerðu aðrir læknar í nærri helmingi tilvika. Bendir það til þess, að sjúklingar þeirra síðamefndu séu jafnframt haldnir öðrum kvillum. í öðrum rannsóknum hefur komið í ljós að verulegur hluti sjúklinga, sem fær geðlyf hjá heimilislækni, er með alvarlega líkamlega sjúkdóma (12, 28). Mismunurinn á aldursdreifingu sjúklinga geðlækna og annarra lækna og dreifingu ávísana á lyfjategundir eftir sérgreinum lækna er í nokkru samræmi við faraldsfræðilega dreifingu geðsjúkdóma (29, 30). Alvarlegir geðsjúkdómar, sem fyrst og fremst eru á hendi geðlækna, eru algengari meðal yngra fólks, enda gefa þeir hlutfallslega mest af sefandi lyfjum og geðdeyfðarlyfjum. Hins vegar eru ýmsir geðkvillar, sem fylgja líkamlegum sjúkdómum, þar sem aðallega þarf að draga úr einkennum eða veita umönnun og svefntruflanir, algengari meðal eldra fólks. Hugsanlegt er að mismunandi aldursdreifing sjúklinga hjá heimilislæknum, með og án sérfræðiviðurkenningar, geti skýrt muninn á fjölda geðlyfjaávísana hjá þessum hópum að

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.