Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1989, Side 44

Læknablaðið - 15.11.1989, Side 44
364 LÆKNABLAÐIÐ stjómvöldum sem um hann þurfa að vita. - 9. gr. Nú telur sá, sem lögræðissviptingar krafðist, að ástæður til sviptingar séu ekki lengur fyrir hendi og getur hann þá borið fram tilmæli til héraðsdómara, þar sem hinn lögræðissvipti maður dvelst, um að lögræðissvipting verði úr gildi felld. Slík tilmæli getur hinn lögræðissvipti einnig borið fram, en óskylt er að sinna þeim nema sex mánuðir hið skemmsta séu liðnir frá sviptingu. - Tilmæli skulu vera skrifleg og studd gögnum um breyttar aðstæður hins lögræðissvipta. Ef lögræðissvipting hefur verið reist á ástæðum er greinir í a-lið 1. mgr. 3. gr. skal tilmælunum að jafnaði ekki sinnt nema þeim fylgi meðmæli læknis. - Dómari gefur þeim, er málið varðar, kost á að tjá sig um tilmæli um niðurfellingu lögræðissviptingar og að afla gagna er málið varða, og er einnig heimilt að afla gagna af sjálfsdáðum. Að gagnaöflun lokinni kveður dómari upp úrskurð um það hvort lögræðissvipting skuli úr gildi felld eða ekki. - Þegar lögræðissvipting er felld úr gildi annast dómari um að afskráning og aflýsing lögræðissviptingar fari fram. - 10. gr. - Dómsathöfnum þeim, sem um ræðir í þessum kafla, má skjóta til æðra dóms með kæru, og fer um hana eftir reglum II. kafla laga nr. 75/1973, um Hæstarétt Islands, eftir því sem við á. - Eigi frestar kæra framkvæmd úrskurðar. - Eftirrit af dómi Hæstaréttar skal senda dómsmálaráðuneytinu og héraðsdómara málsins. Nú er úrskurði héraðsdóms breytt í Hæstarétti og gerir héraðsdómari þá þegar þær ráðstafanir sem við eiga, sbr. 4. mgr. 9. gr. - 11. gr. III. kafli 12. gr. Sjálfráða maður ræður einn öðru en fé sínu, nema lög mæli sérstaklega fyrir á annan veg. - 13. gr. Sjálfráða maður verður ekki vistaður í sjúkrahúsi gegn vilja sínum. - Þó má hefta frelsi manns ef hann er haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða ofnautn áfengis eða ávana- og fíkniefna. Slík frelsisskerðing má eigi standa lengur en tvo sólarhringa nema til komi samþykki dómsmálaráðuneytisins. - Með samþykki dómsmálaráðuneytisins má vista mann gegn vilja sínum til meðferðar í sjúkrahúsi ef fyrir hendi eru ástæður þær sem greinir í 2. mgr. og vistun þykir óhjákvæmileg að mati læknis. Um slíka vistun fer skv. 14.-17. gr. hér á eftir. - 14. gr. - Beiðni um sjúkrahúsvistun manns gegn samþykki hans geta þeir aðilar lagt fram sem taldir eru í a-, b- og e-liðum 1. mgr. 5. gr. hér að framan. - 15. gr. Beiðni um vistun skal beina til dómsmálaráðuneytis. - Beiðni skal vera skrifleg. Henni skulu fylgja gögn um aðild beiðanda, sbr. 5. gr., um ástæður fyrir kröfugerð og annað er máli skiptir. Með beiðni skal fylgja læknisvottorð þar sem gerð er grein fyrir sjúkdómnum og nauðsyn vistunar. Læknisvottorð skal að jafnaði eigi vera eldra en þriggja daga þegar það berst ráðuneytinu. - 16. gr. Dómsmálaráðuneytið skal þegar í stað taka beiðni um vistun til afgreiðslu. Það skal kanna málavexti, og getur eftir því sem ástæða er til aflað skýrslna þeirra manna sem málinu eru kunnugir. - Dómsmálaráðuneytið skal án óþarfs dráttar ákveða hvort vistun skuli heimiluð eða ekki. Akvörðun skal vera skrifleg og skal tilkynnt þeim er beiðni ber fram, en þar að auki yfirlækni á hlutaðeigandi stofnun ef beiðni er samþykkt. - 17. gr. Á vegum dómsmálaráðuneytisins skal starfa trúnaðarlæknir sem ráðuneytið getur leitað umsagnar hjá ef þörf krefur áður en heimild er veitt til vistunar. Trúnaðarlæknir ráðuneytisins hefur jafnan heimild til að kanna ástand sjúklings sem dvelst í sjúkrahúsi gegn vilja sínum. - 18. gr. Heimilt er þeim, sem vistaður hefur verið í sjúkrahúsi án samþykkis síns skv. 14.-17. gr. hér að framan, að leita úrlausnar dómstóla um ákvörðun ráðuneytisins um vistunina og skal trúnaðarlæknir ráðuneytisins sjá um að sjúklingnum sé gerð grein fyrir þeim rétti. - Krafa skal vera skrifleg og borin upp við héraðsdómara sem greinir í 1. mgr. 6. gr. hér að framan. - Dómari skal taka málið fyrir án tafar. Hann kynnir beiðnina dómsmálaráðuneytinu sem skal láta dómaranum í té gögn þau sem vistunin er reist á ásamt athugasemdum sínum ef því er að skipta. Dómari skal gefa sóknaraðila kost á að skýra mál sitt. - Dómari kveður síðan upp úrskurð um hvort vistun skuli haldast eða hún falli niður. - Að öðru leyti fer um mál þessi samkvæmt II. kafla laga þessara eftir því sem við á. - 19. gr. Vistun manns í sjúkrahúsi má eigi gegn vilja hans haldast lengur en nauðsyn krefur. - Vistun lýkur þegar yfirlæknir telur hennar ekki lengur þörf, og eigi síðar en 15 sólarhringum frá því hún hófst, nema áður hafi

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.