Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1989, Qupperneq 46

Læknablaðið - 15.11.1989, Qupperneq 46
366 LÆKNABLAÐIÐ NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafclag íslands og Læknafclag Rcykjavikur 75. ÁRG. - NÓVEMBER 1989 SKIPULAG HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU OG NAUÐUNGARINNLAGNIR Læknum er vandi á höndum er alvarlega veikt fólk vill ekki þiggja meðferð og fortölum verður ekki við komið. Þvingunaaraðgerðir á sjúklingum eru andstæðar siðferðisvitund lækna og virðingu þeirra fyrir sjálfsákvörðunarrétti sjúklinganna. Þær aðstæður geta þó skapast við ákveðna sjúkdóma, að hugsun brenglist svo að fólk verði ófært um að taka raunhæfar ákvarðanir og því orðið nauðsynlegt að taka fram fyrir hendur þess svo að það skaði ekki eigin hagsmuni og heilsu. Til þess að þetta sé hægt án þess að ógna persónufrelsi og réttaröryggi einstaklinganna hafa verið sett sérstök ákvæði í lög um lögræði. Núgildandi lög frá 1984 (1) leystu af hólmi eldri lög frá 1947 (2). Lögin gilda almennt um hvers kyns aðstæður sem geta valdið því að fólk verði ófært um að ráða sér sjálft. Aðalregla laganna er að enginn verði sviptur sjálfsforræði nema með dómsúrskurði. Þó má hefta frelsi manns ef hann er haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða ofnautn vímuefna. Slík frelsisskerðing má ekki standa nema tvo sólarhringa. Þó getur dómsmálaráðuneytið veitt tímabundna undanþágu frá aðalreglu laganna til að vista menn á sjúkrahúsi allt að fimmtán sólarhringum. Þessi undanþága er sú breyting frá eldri lögum sem skiptir mestu máli að því er varðar geðsjúka, en er þó raunar aðeins staðfesting á vinnureglu sem hafði skapast við framkvæmd fyrri laga. Tímatakmörkunin og ýmislegt sem varðar framkvæmd undanþáguákvæðisins er til bóta og ætti að auka réttaröryggi. Hins vegar er miður að geðsjúkdómar eru teknir sem sér hópur en ekki með ýmsum öðrum sjúkdómum, eins og gert var í eldri lögunum. Meðan lögin um lögræði frá 1947 voru í gildi, voru sjúklingar aldrei lagðir inn á geðdeild gegn vilja sínum nema lögð hefði verið fram beiðni um sjálfræðissviptingu og dómsmálaráðuneytið hefði veitt heimild til innlagnarinnar. Sjúklingamir voru útskrifaðir strax og sjúkrahúslæknir taldi fært og oftast áður en dómari tók sjálfræðissviptingarbeiðnina til úrskurðar sem þá var jafnan afturkölluð. í núgildandi lögum segir: »Vistun manns í sjúkrahúsi má eigi gegn vilja hans haldast lengur en nauðsyn krefur. Vistun lýkur þegar yfirlæknir telur hennar ekki lengur þörf... « (1). Hér kemur skýrt fram, að það er eingöngu háð læknisfræðilegu mati hvenær sjúklingur útskrifast. Enginn annar getur ákveðið að sjúkrahúsvist skuli haldið áfram ef yfirlæknir telur ekki þörf fyrir hana lengur. Þetta er grundvallaratriði til þess að skapa og viðhalda góðri og frjálslegri meðferðaraðstöðu á hverju sjúkrahúsi. Sé þetta ekki haft í heiðri og aðrir, t.d. dómstólar, fari að ákveða hve lengi vistunin skuli vara, breytist sjúkrahúsið í fangelsi og þangað leitar fólk ekki meðferðar af frjálsum vilja. Þó að ekki hafi allt verið sem skyldi að því er varðar aðstöðu fyrir geðsjúka hér á landi, hefur ísland skarað fram úr mörgum öðmm löndum um góða og mannúðlega meðferð geðsjúkra. Reynt hefur verið að spoma gegn »stimplun« þeirra. Sést það meðal annars af því, að hér hafa ekki verið sett nein sérlög um þá, eins og víðast annars staðar. Lögð hefur verið áhersla á að skapa gott og frjálslegt umhverfi á geðdeildunum. Alla tíð hefur verið reynt að láta innlagnir á deildimar ganga fyrir sig á sama hátt og á aðrar sjúkradeildir, og aðeins í neyðartilvikum að grípa til þess að vista fólk eða halda því gegn vilja þess á sjúkradeild og þá með heimild í lögræðislögum, í versta falli samkvæmt dómsúrskurði. Á síðasta aldarfjórðungi hefur verið lögð síaukin áhersla á tengslin við aðra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.