Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1989, Page 47

Læknablaðið - 15.11.1989, Page 47
LÆKNABLAÐIÐ 367 heilbrigðisþjónustu og gert allt sem unnt er til að draga úr einangrun geðsjúklinga. Geðdeildimar eru nú orðnar eðlilegur og sjálfsagður hluti af öðrum sjúkrahúsum, en ekki sér sjúkrahús eins og áður var. Jafnframt hefur verið lögð mikil áhersla á göngudeildarþjónustu til að afstýra innlögnum eða stytta þær, og dagdeildir, meðferðarheimili, áfangastaði og sambýli. Með þessu móti hefur þjónustan verið gerð opin og aðgengileg. Einnig er mjög mikilvægt að tekist hefur að halda áðumefndri grundvallarreglu, að læknar einir ákveði í samráði við sjúklinga og aðstandendur hvort og hve lengi sjúkrahúsvistar sé þörf. Lögræðislögin tryggja persónufrelsi einstaklinganna þannig, að telji þeir sér haldið að óþörfu á sjúkrahúsi geta þeir leitað réttar síns fyrir dómi. Arangur þessarar stefnu sést meðal annars á því, að nauðungarinnlagnir hafa alla tíð verið mjög fáar hér á landi og hlutfallslega miklu færri en á hinum Norðurlöndunum að Danmörku undantekinni, þar sem hlutfallslegur fjöldi þeirra hefur verið svipaður og hér (3, 4). Fjöldi nauðungarvistana á geðdeildum er mjög breytilegur milli landa (3) og jafnvel innan sama lands (5). Það er því sennilegt að fleira en sjúkdómstíðni og einkenni eða löggjöf skipti máli, eins og t.d. viðhorf fólks og vinnuvenjur lækna. Reynsla erlendis sýnir, að þar sem öll bráðaþjónusta við geðsjúka er á sömu stöðum og önnur sjúkrahúsþjónusta, em nauðungarinnlagnir miklu færri en ella (5). Fyrir nokkrum árum þótti ástæða til að endurskoða löggjöf hér á landi, annars vegar vegna þess að sumum þótti ákvæði laganna um lögræði frá 1947 (2) of þung í vöfum þegar vista þurfti fólk á geðdeild gegn vilja þess og hins vegar vegna þess, að öðrum þótti þau ekki tryggja réttaröryggi nógu vel. Árangur þessarar endurskoðunar varð til þess, að lögum um lögræði var breytt á Alþingi 1984 (1) og er áður vikið að meginbreytingunni sem varðar innlagnir þeirra sem haldnir eru alvarlegum geðsjúkdómum eða ofnotkun áfengis eða annarra ávana- og fíkniefna. í þessu tölublaði Læknablaðsins (6) kemur fram, að fjöldi þeirra sem eru lagðir inn gegn vilja sínum er svipaður því sem var fyrir gildistöku laganna (7). Enn fremur kemur nú fram, að ákvæðið um 15 daga hámarksvistun gegn vilja sjúklings er nægjanlegt í flestum tilvikum. Engan þurfti að svipta sjálfræði, jafnvel þótt meiri hluti sjúklinganna dveldi lengur en 15 daga á geðdeild. Rúmur helmingur sjúklinga sem voru lagðir inn á geðdeild Landspítalans voru strax sáttir við innlögnina. I fyrri rannsókn (7) voru 4 af 114 einstaklingum, sem voru vistaðir gegn vilja sínum, sviptir sjálfræði með dómi, enda ætlast til að dómur væri kveðinn upp sem fyrst eftir að óskað var sjálfræðissviptingar. Það er áhugamál hvers geðlæknis og vonandi hvers borgara, að sem allra sjaldnast þurfi að þröngva fólki í læknismeðferð. Niðurstaða þeirra félaga Einars Guðmundssonar og Jóns G. Stefánssonar (6), að rúmur helmingur sjúklinganna séu sáttir við innlögnina strax og þeir koma á deildina, bendir til að hugsanlega mætti fækka nauðungarinnlögnum eitthvað. Annað sem bendir í sömu átt er, að af 49 einstaklingum með aðrar geðtruflanir en drykkjusýki, voru 39 lagðir inn á geðdeild Landspítalans, en aðeins 9 á geðdeild Borgarspítalans og einn á geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Ef þjónustusvæði og mannfjöldi sem deildimar eiga að þjóna væri skilgreint í samræmi við stærð þeirra, ættu þessi hlutföll að vera önnur. Skipting landsins í sjúkrahúsumdæmi sem hvert um sig sæi ákveðnum fjölda landsmanna fyrir sjúkrahúsþjónustu og sérfræðilegri læknismeðferð er eðlilegt framhald af skiptingu landsins í heilsugæsluumdæmi. Þannig mætti tryggja fólki sambærilegan aðgang að sérfræðiþjónustu og almennri læknisþjónustu og betri samfella yrði í allri meðferð. 1 svæðisskiptingunni felst ekki að fólki sé skylt að leita ákveðinna lækna, heldur að innan þess svæðis sem það býr á skuli það hafa forgang að ákveðnum sjúkrahúsum og geti reiknað með því að fá nauðsynlega sérfræðilega meðferð og eftirlit þar. Með þessu móti mætti oft koma í veg fyrir að þær aðstæður skapist sem gera bráða vistun sjúklinga á sjúkrahúsi nauðsynlega, jafnvel gegn vilja þeirra. Meðferðin yrði sjúklingum og læknum geðfelldari og mannafli og mannvirki nýttust betur. Tómas Helgason

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.