Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1989, Síða 53

Læknablaðið - 15.11.1989, Síða 53
L/tKNABLAÐIÐ 1989: 75: 573-76 373 Sigurður Guðmundsson UM SKILMERKI DAUÐA Það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð. Steinn Steinarr (Imperium Britannicum). Fram á miðja þessa öld hafa skilmerki dauða verið einföld í hugum flestra og dauði talinn verða þegar öndun og hjartsláttur hætta. Ýmsir hafa þó skriplað á skötu þegar úrskurða skyldi menn látna og vitna sagnir ýmissa þjóða glögglega um það. Nægir að nefna Lasarus í Nýja testamentinu og frásagnir af kviksetningum og upprisu af líkbörum í íslenskum þjóðsögum. Þó málið hafi stundum verið leyst með því að stinga nálum í iljar þess sem upp reyndi að rísa fyrr á tímum dugar slíkt ekki á tækniöld. Aukin tækni í læknisfræði undanfarinna áratuga, einkum til viðhalds öndunar og blóðrásar, hefur hins vegar sett hina viðurkenndu skilgreiningu dauða undir mæliker. Flutningur líffæra úr látnu fólki í lifandi, sem hefur farið mjög vaxandi á undanfömum árum, gerir umræðu af þessu tagi brýnni en ella og kallar á samræmda og nýja skilgreiningu. Að sjálfsögðu hefur slík skilgreining þegar verið notuð í klínísku starfi á Vesturlöndum undanfama áratugi og byggst á heiladauðaskilmerkjum af ýmsu tagi. Enn ríkir þó ekki einhugur um nákvæmlega hvemig skilgreina beri heiladauða og jafnvel er enn deilt um hvort heiladauði eigi að teljast með skilmerkjum dauða yfirleitt. Skilmerkjum um heiladauða hefur lengi verið beitt á íslenskum sjúkrahúsum við ýmsar aðstæður. Hins vegar hefur engin umræða farið fram hérlendis um þetta vandamál og engin ákvæði eru í íslenskum lögum um skilmerki dauða. A Islandi eru nú nokkrir tugir nýmaþega en önnur líffæri hafa ekki verið grædd í Islendinga enn ef frá eru taldir tveir hjarta- og lungnaþegar. Ljóst er þó að þörf á ígræðslu líffæra úr látnum einstaklingum mun fara vaxandi hér á landi eins og annars staðar. Enn hafa Islendingar ekki gefið líffæri til líffæraflutninga ef frá eru taldar homhimnur. Skortur er á líffærum til flutnings í heiminum og mun þess því ekki langt að bíða að íslendingar verði bæði veitendur og þiggjendur í þessu efni. Þó í fyrstu mætti ætla að framboð af líffæmm ætti að vera nóg, nýtast einungis 15-20% mögulegra líffæragjafa til slíks (1). Liggja þar til ýmsar ástæður enda er að mörgu að hyggja er líffæri er valið til flutnings, svo sem val gjafa, viðhald hjarta og öndunar, ýmsir stjómunar- og samskiptaþættir, auk læknisfræðilegra þátta (1, 2). Þau vandamál eru þó leysanleg tæknilega, en ljóst er að brottnám líffæra úr látnum einstaklingum verður ekki hafið á íslandi nema ljós skilmerki séu til um dauða. Þessi skilmerki þurfa að vera skýr og eins afdráttarlaus og unnt er, þau þurfa einnig að njóta almenns stuðnings og skilnings. Hér þarf vitaskuld að líta til margra þátta, læknisfræðilegra, siðfræðilegra, lagalegra, félagslegra og fleiri. Einnig verður að hafa í huga að þótt vaxandi þörf á líffæraflutningum geri skilgreiningu af þessu tagi brýna má skilgreiningin aldrei mótast eða taka mið af þessari þörf. Hér verður reynt að fjalla um nokkrar af hinum læknisfræðilegu staðreyndum þessa máls. Skilmerki dauða þurfa að uppfylla viss skilyrði eins og áður er um rætt (3). a) Þau þurfa að taka af allan vafa um að lifandi sé látinn og að látinn einstaklingur sé talinn lífs. b) Úrskurð um dauða þarf að vera unnt að kveða upp án verulegrar tafar og má hafa í huga að hjartadauði verður yfirleitt innan 48-72 klukkustunda eftir heiladauða þó mun lengri tími geti liðið hjá bömum, eða allt að 10 dögum (2). c) Skilmerkin verður að vera unnt að fella að sem flestum klínískum tilvikum.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.