Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1989, Side 55

Læknablaðið - 15.11.1989, Side 55
LÆKNABLAÐIÐ 375 frá upphafi ástands þar til heiladauði er endanlega staðfestur með endurteknum athugunum. Sé um heilaskaða vegna súrefnisskorts (anoxic encephalopathy) að ræða er gerð krafa um að minnsta kosti 24 klukkustunda biðtíma. d) Heiladauða er ekki unnt að greina hjá sjúklingum í losti vegna trufiunar á blóðflæði til heila í því ástandi. 2. Starf hjama hefur stöðvast. a) Engin viðbrögð við sársaukaáreiti á svæði heilatauga (mænuviðbrögð kunna að sjást). b) Útiloka verður vöðvaspennu eða stjarfa (posturing) og krampa. 3. Starf heilastofns er hætt. a) Ljósop svara ekki ljósáreiti (þurfa ekki að vera þanin með öllu). b) Sjálfkrafa öndun er hætt. Mikilvægt er að kanna þetta til hlítar og er það best gert með hreinu súrefni til innöndunar í öndunarvél í um það bil 10 mínútur. Súrefni er síðan gefið með flæði í öndunarveg eftir að öndunarvél er tekin frá. A þennan hátt er unnt að láta hlutþrýsting koldíoxíðs (PaC02) hækka án þess að súrefnisþurrð verði hættuleg. Þegar hlutþrýstingur koldíoxíðs er orðinn hærri en 60 mmHg hvetur það venjulega öndun innan 30 sekúndna og nægja venjulega 10 mínútur án öndunarvélar til að þeim hlutþrýstingi koldíoxíðs sé náð. c) Önnur heilastofnsviðbrögð finnast ekki (comeal, oculocephalic, oculovestibular (50 ml ísvatns í hlust) og tracheobronchial reflexes). d) Mænuviðbrögð er leyfilegt að finna. 4. Skilmerki til stuðnings (ekki nauðsynleg til greiningar heiladauða). a) Heilalínurit flatt (isoelectric) í 30 mínútur. b) Taugagreinispróf neikvæð (brain stem evoked responses). c) Blóðflæði til heila er hætt (æðamynd, flæðismyndataka með ísótópum). Beita þarf ofangreindum skilmerkjum, sérstaklega þeim klínísku, með mikilli varúð hjá bömum undir 5 ára aldri. Heili þeirra hefur mun meira viðnám gegn skaða en heili fullorðinna, auk þess sem klínískt mat er mun erfiðara, einkum hjá nýburum. Birtar hafa verið leiðbeiningar um greiningu heiladauða meðal bama (10). Em þær í flestu svipaðar þeim sem fjallað hefur verið um hér að framan. Gert er þó ráð fyrir mun lengri biðtíma, allt að 48 klukkustundum, hjá bömum undir tveggja mánaða aldri. Eindregið er mælt með heilariti hjá bömum undir 12 mánaða aldri. Sérstakar rannsóknir til staðfestingar heiladauða, svo sem mælingar á blóðflæði, munu því líklega gegna stærra hlutverki meðal bama en fullorðinna (11). Um skilgreiningu heiladauða hjá bömum ríkir þó mun minni eining en hjá fullorðnum (12). Enda þótt leiðbeiningar um greiningu heiladauða í þeim anda sem hér hefur verið rakinn séu nauðsynlegar er sá sem þetta ritar á þeirri skoðun að þær megi ekki binda í lög eða reglugerðir. Tilgangur þeirra er fyrst og fremst stöðlun aðferða miðað við þekkingu á hverjum tíma sem hlýtur að breytast og þróast eins og aðrir þættir læknavísinda. Lagasetning um almenna viðurkenningu heiladauða er þó að öllum líkindum nauðsynleg og líklegast er að hún byggi á hugtaki algjörs heiladauða (whole brain concept). í slíkum lögum þarf því að koma fram að hafi starf a) blóðrásar og öndunarfæra eða b) hjama og heilastofns stöðvast þannig að óafturkræft sé, úrskurðist einstaklingur látinn. Ennfremur er nauðsynlegt að geta þess að sá úrskurður þurfi að byggjast á viðurkenndum aðferðum læknisfræðinnar. Aður en endanleg afstaða er tekin til málefnis sem þessa hér á landi þarf að sjálfsögðu víðtæka umræðu og kynningu meðal allra þeirra sem hlut eiga að máli. A það hefur nokkuð skort, jafnvel þar sem skilmerki hliðstæð ofangreindum eru notuð í mun ríkara mæli en hérlendis. Nýleg rannsókn á fjómm sjúkrahúsum í Cleveland, Ohio, þar sem líffæraflutningar eru stundaðir varpa nokkm ljósi á þetta vandamál. Þekking og viðhorf tæplega tvöhundruð lækna og hjúkrunarfræðinga sem beinan þátt tóku í ákvörðun um brottnám líffæra til flutnings vom könnuð og þekkti einungis rúmlega þriðjungur þau lagalegu og læknisfræðilegu skilmerki sem beita þurfti til skilgreiningar dauða (6). Þegar litið var til þeirra lækna sem bám endanlega ákvörðun á greiningu heiladauða notuðu tæplega 2/3 ofangreind skilmerki réttilega.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.