Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1989, Page 61

Læknablaðið - 15.11.1989, Page 61
LÆKNABLAÐIÐ 1989; 75: 377-82 377 Amór Hannibalsson UM RÉTTTIL HEILSUÞJÓNUSTU Hér verður rætt um þrennt: Um réttindi, um heilsu og rétt manna til hennar, og um rétt manna til að fá aðstoð til að halda sér við góða heilsu. UM RÉTTINDI Það hefur löngum verið eitt höfuðverkefni þeirra, sem fást við siðfræði og félagsheimspeki að finna þann grunn, sem réttindi geta hvflt á. Sá grunnur verður að vera þannig, að á honum megi byggja fullyrðingar um afleidd réttindi, svo að byggja megi upp rökfast kerfi fullyrðinga um hin margvíslegu réttindi manna. Það hefur og verið ágreiningsefni hversu leggja skuli drög að því að ákveða frumforsendu slíks siðfræðikerfis. Þeir sem aðhyllast raunhyggju, telja að færasta leiðin sé að kanna mál á vettvangi og leiða í ljós, á hvers konar forsendum menn byggja í daglegu lífi, þegar menn ákveða athafnir. Oftast reikna menn út, hvað muni þeim henta eða hvað er gróðavænlegast. Er þá ekki einfaldast, að gera þetta að höfuðreglu: Ger þú það sem bezt hentar og þú græðir á! En ef farið er eftir þessu, hvað kemur þá út? Þá verður þetta þannig, að meginhluti þeirra, sem verða fyrir svörum í skoðanakönnun, segja að þeir velji það helzt, sem gróðavænlegt er. Þá er þar með komin höfuðregla. En nú er ekki víst, að höfuðregla henti vel sem frumforsenda. Með því að segja sem svo, að flestir menn gera það sem þeir græða á, er einungis verið að kasta fram leiðbeiningu, sem hægt er að fara eftir, ef mönnum þóknast svo. En það er líka hægt að fara ekki eftir henni. Hvorttveggja athæfið getur verið jafn gott. Þessvegna leita menn að reglu sem er þannig, að menn geti ekki brotið gegn henni án þess að fella yfir sér áfellisdóm. Hvernig gæti slík regla litið út? Leitin að henni hefur verið löng, og ekki víst að henni sé lokið. En athyglin hefur beinzt að því, að finna eitthvert slíkt grunngildi, að ekki verði gegn því gengið án þess að mannlegt samlíf sundrist og verði að engu. Það gildi, sem flestir hugsuðir hafa komizt að raun um, að gegni þessu hlutverki er lífið, líftóran, það að við erum lifandi og ekki dauð. Grunnur allrar siðfræði hlýtur því að vera það, að menn hafi rétt til lífsins, til að lifa. Sé brotið gegn þessari grunnreglu er ekkert mannfélag mögulegt. Vissulega er hugsanlegt, að einhverjir menn aðhyllist boðorðið: Þú skalt myrða, þú skalt drepa! í hámenningu Vesturlanda hafa verið uppi menn, sem hafa hrópað hástöfum þennan boðskap - og sumir farið eftir honum. Jafnvel eru þeir til sem hafa haldið að með þessum boðskap yrði hámenningin endursköpuð í æðra veldi. En þeim varð ekki að þeirri trú sinni. Hvarvetna þar sem farið er með morðum og drápskap siglir sorg og örvænting í kjölfarið. Það er furðulegt en samt satt að til hafa verið voldugar stjómmálahreyfingar á Vesturlöndum, sem hafa barizt fyrir hamingju, velferð og glæsilegri framtíð mannkyns með mannhatursáróðri. En nú á dögum ætti mönnum um það bil að verða ljóst, að með þeim aðferðum verður engum árangri náð, sem sæmandi er mönnum. Það er því full ástæða til að gá að, hvort ekki næst betri árangur með annarri höfuðreglu. Hún gæti verið andstæða þeirrar reglu sem nefnd var: Þú skalt ekki mann deyða. Þú skalt vernda líf. Þetta er eitt af þeim boðorðum, sem Móse kunngjörði mannkyni. En það er ekki nauðsyn að líta á það sem trúarlegt boðorð. Það er beinlínis nauðsynleg frumforsenda mannlegs samlífs. Sérhver sá sem er á lífi hefur, vegna þess eins að hann er lifandi, rétt til að lifa. Það að menn eru gæddir þessum eiginleika, að vera á

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.