Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1991, Page 18

Læknablaðið - 15.08.1991, Page 18
224 LÆKNABLAÐIÐ við um þá sem hafa stíflugallgangabólgu (cholangitis obstructiva), og hafa áður farið í gallblöðruaðgerð (11,12,14). Á þessu tímabili byggðist greining iðulega á gallskuggaefnisrannsókn með töflum eða inndælingu sem er óáreiðanleg fyrstu vikur eftir bólgukast og greinir illa smásteina, sem eru líklegastir til að ferðast niður ^allgöngin og kveikja bráða brisbólgu (15). Á þessum tíma var ómun ekki komin til skjalanna. Spumingunni um hvemig gallsteinar valda brisbólgu hefur ekki verið svarað að fullu enn sem komið er. Flestar kenningar eru sammála því, að gallsteinn, sem ferðast í gegnum papilla Vateri með stuttri eða langri viðkomu þar, valdi stíflu bæði í bris- og gallgöngum með eða án gallbakflæðis í brisganga (6). Fjórðungur þeirra, sem leggjast inn endurtekið eru með gallsteina. Þetta kemur ekki á óvart þar sem venjan var sú á þessu tímabili að framkvæma gallblöðruaðgerð sex til átta vikum eða síðar eftir bólgukastið (8), en 25% til allt að 75% sjúklinga fá endurtekið bólgukast á þessu tímabili (16). Af þessum ástæðum hefur á síðustu tveimur áratugum verið deilt um hvenær best væri að framkvæma gallaðgerð hjá sjúklingum með bráða galltengda brisbólgu. Sumir hafa ráðlagt gallaðgerð innan 48 klukkustunda frá innlögn, þar sem þá megi finna gallsteina fasta í ampulla Vateri í allt að 63% tilfella (17). Aðrir halda því fram, að svo bráð aðgerð auki dánartíðni og ráðleggja gallaðgerð í sömu sjúkrahúslegu eftir að brisbólgan hefur hjaðnað, nema sjúklingi versni á lyflæknismeðferð (6,16,18,19). Þannig megi forða sjúklingi bæði frá skeifugamarskurði (duodenotomiu) og skeifugamartotuskurði (papillotomiu) því fastir steinar í ampulla Vateri finnast einungis í 5% sjúklinga með þessu móti (18). Flestir ráðleggja því nú gallaðgerð í sömu legu (6,16,18,19). Hefur sú stefna verið ríkjandi á Borgarspítalanum síðustu árin. Aðferð þessi er talin stytta legutíma um 50% (20). Athygli er vakin á því, hve fáir greinast með brisbólgu af völdum áverka eða aðgerðar þrátt fyrir að Borgarspítalinn sé eitt aðalslysasjúkrahús landsins. Skýring á því gæti þó verið sú, að skráning brisbólgu kunni að vera ábótavant við fjöláverka. Sjö sjúklingar dóu, flestir úr gallsteinatengdri brisbólgu, er það tæplega 5% dánartíðni. Þessi dánartala er fremur lág og endurspeglar ef til vill að nokkm, að greining byggðist ekki eingöngu á lágmarks amýlasagildum og eru því kannski mildari tilfelli tekin með. Dánartíðni getur farið allt upp í um 15% (1-4). I nýlegri, ítarlegri rannsókn frá Skotlandi á dauða allra þeirra sem létust úr bráðri brisbólgu á 10 ára tímabili, 1974-1984, kom fram að af 126 sjúklingum greindust 47% ekki fyrr en við krufningu (3). Hjá þessum sjúklingum voru gallsteinar ástæða í 30% tilfella, áfengi í 15%, aðrar orsakir í 15% og loks óþekktar orsakir í 38% (3). Dánartíðni féll frá 14.9% fyrri fimm árin niður í 10.8% seinni helming tímabilsins. Þó var dánartalan óbreytt hjá þeim 73 sjúklingum, þar sem bráð brisbólga greindist í lifanda lífi (3). Lækkun á dánartíðni þeirra sem höfðu gallsteinabrisbólgu, var rakin til bráðrar gallaðgerðar (3). Vissir forspárþættir hafa verið kannaðir tölfræðilega í fram- og afturvirkum rannsóknum í því skyni að finna sem fyrst þá sjúklinga, sem fá eða hafa alvarlega bráða brisbólgu, sem kemur fyrir í allt að 20% tilfella og hefur í för með sér háa dánartíðni (80%) (21-23). Tvær þeirra byggja á blóðrannsóknaþáttum (21,22) en ein á klínískum einkennum (23) við innlögn (21) eða innan tveggja sólarhringa (21-23) (sjá töflu IV). Hinir marktæku forspárþættir Table IV. Objective prognostic factors comprising the Ranson (21) and Glasgow (22) multiple factor scoring systems. Ranson* Glasgow On admissiun: Within 48 hours: Age > 55 years WCC > 16000/mm3 LDH > 600 units/l AST > 120 units/l Glucose > 10 mmol/l Albumin < 32 g/l WCC > 15000/mm3 LDH > 600 units/l AST/ALT > 200 units/l Glucose > 10 mmol/l Calcium < 2 mmol/l Urea > 16 mmol/l PO; < 60 mm Hg Within 48 hours: Haematocrit fall > 10% Urea rise > 0.9 mmol/l Calcium < 2 mmol/l PCO; < 60 mmHg Base deficit > 4 m Eq/I Fluid sequestration > 6000 ml Either scoring system three or more factors positive=severe disease. Ranson* factors modified to equivalent Sl or local units.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.