Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1991, Qupperneq 30

Læknablaðið - 15.08.1991, Qupperneq 30
236 LÆKNABLAÐIÐ 1971 (8) og hormóninn hreinframleiddur úr heiladinglum manna 1972 (9). Hérlendis hafa prólaktínmælingar verið tiltækar frá 1974, fyrst með hjálp Medicinsk Laboratorium í Kaupmannahöfn, en 1979 voru geislamótefnamælingar þróaðar á rannsóknastofu Landspítalans (10) og síðar á öðrum stofnunum. Rannsóknir á verkun dópamínagónista leiddu til uppgötvunar brómergókriptíns 1968 og áhrifa þess á myndun mjólkurhormóns (11), enda þótt þekking á samsetningu og verkun hans væri hvergi nærri fullkomin. Gjörvirk áhrif brómergókriptíns á ofgnótt mjólkurhormóns af öllu tagi hafa síðan verið staðfest og umfjölluð í urmul greina. Kveikjan að söfnun sjúklinga með ofgnótt mjólkurhormóns voru erindi ýmissa frumherja í klínískum rannsóknum á þessu sviði, flutt á fjögurra vikna námskeiði í innkirtlafræðum í London 1972 (12) og aðgengi íslenskra lækna að áreiðanlegum mjólkurhórmóomælingum 1974. Á þingi Félags íslenskra lyflækna 1986 voru kynnt fyrstu 20 tilfellin, greind af höfundi fram til 1985 (13). Þessum sjúklingahópi eru hér gerð ítarlegri skil. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Sjúklingarnir 20, allt konur, voru greindar frá apríl 1977 til mars 1985. Þær voru á aldrinum 22 til 50 ára. Konumar hafa verið í eftirliti hjá öðrum höfunda (SÞG) og famaður þeirra gerkannaður í mars 1986 og frá síðari misseri 1989 til febrúar 1990. Ferill þeirra er því þekktur í fjögur til fjórtán ár. Sjúkdómsgreiningin byggði á sögu um einkenni ofgnóttar mjólkurhormóns og endurteknum mælingum hækkaðs prólaktíns í sermi. Viðmiðunargildi fyrir eðlilegt prólaktín á tímabilinu voru 3.9-21.4 míkrógrömm í lítra (mcg/L) hjá Medicinsk Laboratorium og frá 8-26 fyrst og síðar frá 1.3-20.8 mcg/L á Landspítala. Orsök ofgnóttar mjókurhormóns var ráðin af sjúkrasögu fyrst og fremst, en hefðbundinni röntgentækni var beitt með tilliti til möguleika eða útilokunar á æxli í heiladingli fram til 1981, að tölvusneiðmyndun (TS) varð tiltæk hérlendis. Annar höfunda (ÓK) hefur endurmetið allar TS-skoðanir samkvæmt stigun Hardy (14) á eftirfarandi hátt: Flokkur 0 = eðlilegur söðull (sella turcica). Flokkur I = smáæxli í söðli <10 mm í þvermál (microadenoma). Flokkur II = stóræxli í söðli >10 mm í þvermál (macroadenoma). Flokkar III og IV = ífarandi smá- eða stóræxli með rofi í söðulveggi fram, aftur eða niður úr, og hver flokkur síðan stigaður eftir stærð æxlisins í 1, 2 eða 3, og sé um uppvöxt úr söðlinum að ræða, er enn undirflokkað í A, B og C. Einn sjúklinganna fékk thýroxín, en allir hinir dópamínvirk lyf, þ.e. brómergókriptín (Parlodel, Sandoz) í 5-15 mg dagskammti og þess gætt að byrja smátt og auka hægt. Einn sjúklingur fékk um skeið annað dópamínvirkt lyf náskylt, metergólín. NIÐURSTÖÐUR Töflur IV-X sýna það sem athyglisverðast þótti. Frumeinkenni sem fram koma í töflu IV voru valdurinn að ferð á læknisfund, en þau ásamt ýmsum öðrum (sjá töflu V) höfðu verið fyrir hendi í mjög mislangan tíma, eða frá einni viku til rúmlega 30 ára. Serum prólaktín kvennanna mældist 44-580 mcg/L. Að staðfestri mjólkurhormónofgnótt var leitast við að greina orsök með skoðun sjúkrasögu með tilliti til fæðinga, notkunar getnaðarvamalyfja, hormóna og annarra lyfja með áhrif á mjólkurhormónframleiðslu, auk þess sem sértækum röntgenrannsóknum var beitt. Þessi atriði eru tíunduð í töflu VI. Tafla IV. Frumeinkenni. Einkenni Fjöldi (%) Amenorrhea secundaria (tíöatap).......... 7 (35) Sterilitas secundarium (frjósemisbrestur) 5 (25) Sterilitas primarium (ófrjósemi).......... 3 (15) Galactorrhea (mjólkurýringur) ............ 2 (10) Cephalgia (höfuöverkur)................... 2 (10) Amenorrhea primaria (tíöaleysi).......... 1 (5) Tafla V. Einkenni um mjólkurhormónofgnótt. Einkenni Fjöldi (%) Tíöaleysi ............................. 1 (5) Tíöatap............................... 11 (55) Tíöaóregla (Oligomenorrhea)............ 5 (25) Mjólkurýringur........................ 14 (70) Höfuöverkur............................ 5 (25) Sjónsviðsskerðing ..................... 2 (10)

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.