Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 239 Samferð skjaldkirtilsbilunar með tíðatapi og mjólkurýringi úr brjóstum hafði verið lýst 13 sinnum frá 1960, þegar Edwards o.fl. lýstu enn einu slíku tilviki 1971 og sönnuðu ofgnótt mjólkurhormóns að baki nefndra einkenna, sem síðan hurfu á thýroxín meðferð í 14 vikur (6). Eitt tilvikanna sem hér er lýst var af þessum toga. Magn mjólkurhormóns, sem veldur bælingu á starfsemi eggjastokka með viðeigandi einkennum, getur verið frá tæplega tvöföldun efri viðmiðunargilda að tug- eða tugaföldun þeirra, en spárgildi m.t.t. orsakar fyrirbærisins er vægast sagt óvíst nema um sé að ræða gildi í þúsundum mtkrógramma í lítra, en þá má telja nær fullvíst, að um stóræxli sé að ræða. Sú skoðun á þó fylgi, að stóræxli sé til staðar, ef mjólkurhormón mælist hærra en 200 mcg/L (4). Staðfest stóræxli í heiladingli með lágreistri gnótt mjólkurhormóns, sem auk heldur svara ekki brómergókriptín-meðferð með minnkun æxlis, kynnu að vera samsett úr óvirkum heiladingulsfrumum, eins og lýst er af Boulanger (24). í þessum efniviði voru hæstu prólaktíngildin tengd langstaðinni sjúkdómsmynd samfara stóræxli (>10 mm) eða 580 mcg/L. Hin stóræxlin höfðu annarsvegar 46 mcg/L, en hinsvegar 100 mcg/L af prólaktíni í blóði. Smáæxlin sjö höfðu að meðaltali 122 mcg/L í prólaktíni. Meðaltalsgildi tilvika, sem tengdust notkun getnaðarvamalyfja og hormóna, voru töluvert lægri en þau, sem fundust í æxlishópnum, þ.e. 79 og 72 mcg/L. TRF- örvunarpróf bættu ekki um betur, þar sem viðbragðið við örvun var ýmist flatt, eða sýndi tvö- til margfalda hækkun grunngilda utan í eitt skipti, að lækkun fékkst þótt stóræxli væri til staðar. Árangur meðferðar með brómergókriptíni var lækkun mjólkurhormómagns í öllum tilvikum, og í 19 af 20 tilvikum náðist eðlileg þéttni. Tvisvar varð að hætta meðferð vegna óþols. í annað skiptið hefur prólaktín haldist eðlilegt en í hitt skiptið hefur magn mjólkurhormóns farið hækkandi, án þess að viðkomandi hafi annan baga af en brjóstaþyngsli og stöðugan mjólkurýring. I önnur tvö skipti var meðferð árangursrík með farsælum þungunum eftir langvarandi óbyrjuástand og hvarfi mjólkurhormónofgnóttar eftir fæðingamar og síðari fimm þungunum án meðferðar, þó ekki eins happasælum, þar sem lifandi böm urðu aðeins tvö. Mjólkurhormónofgnótt sem fylgifiskur skjaldkirtilsbilunar læknaðist gersamlega með thýroxínuppbót eftir undangengna, árangurslausa brómergókriptínmeðferð. Þunganir urðu alls 25 og lifandi böm í kjölfarið 19. Allar blæðingartruflanir löguðust. Mjólkurýringur úr brjóstum hvarf eða minnkaði, en staðfesting á famaði þessa einkennis er ekki vel til haga haldið með því, að markviss skoðun þess er látin undir höfuð leggjast (12). Oþægindi af völdum parlódels eru afar tíð og margbreytileg, stundum svo óþolandi að uppgjöf er óhjákvæmileg, samanber framansagt, niður í það að vera svo óveruleg að markvissa eftirgrennslan þarf til að fá þau fram. Kveneðlið er slíkt, að það lætur sig hafa alls kyns hremmingar sé það kvenímyndinni til framdráttar. Aðeins þrjár konur af 19 töldu sig engin óþægindi finna, en af hinum 16 höfðu 14 svo veruleg vandkvæði, að einungis vonin um bót kvenímyndarinnar gerði þeim kleift að »halda sjó« í upphafi ferðarinnar, en strax og örlaði á feng í því efni, tóku þær að »sjóast« og hafa lifað amalausri tilveru, þrátt fyrir parlódel meðferð um árabil. í lok tímabilsins em 14 konur á parlódel meðferð um ófyrirsjánalega framtíð og ein á thýroxíni ævilangt. SUMMARY The presentation and fate of 20 women, aged 22 to 50 years, diagnosed with hyperprolactinemia from April 1977 to March 1986 are described. Their follow-up spans 4 to 14 years to March 1990. Original complaints were 2° (7) or 1° (1) amenorrhea, 2° (5) or 1° (1) infertility, and two each with galactorrhea or acute headaches. Galactorrhea was demonstrable, however, in 14 of the 20 women at initial examination. Fifteen women were or had been on contraceptive therapy (10) alone or connected with other hormonal therapy (5). One woman had 1° hypothyroidism and another presented with galactorrhea of seven years after removal of suprasellar meningeoma in 1970. Subsequently CT-scans of the sella turcica 15 and 19 years after surgery revealed prolactinoma-like lesion. Eleven other women had prolactinoma on CT- scans, seven of which were microadenomas and four macroadenomas, according to the grading of Hardy. Hyperprolactinemia was corrected with bromocriptine therapy in 19 instances

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.