Læknablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 36
242
LÆKNABLAÐIÐ
sigðfrumusýki (sickle cell disease) (13).
Löngu áður hafði verið tekið eftir því, að
blóðfrumukreppa í sigðfrumusýkisjúklingum
hagaði sér að ýmsu leyti svipað og
smitsjúkdómur, þ.e. gekk í fjölskyldum og á
vissum árstíma og einnig höfðu sjúklingamir
oft flensuleg einkenni nokkrum dögum áður
(14,15).
Komið hefur í ljós, að dvergveiran B19
sýkir og fjölgar sér best í forstigsfrumum
rauðra blóðkoma og drepur þær (16,17).
Þegar lífslengd rauðu blóðkomanna er
miklu styttri en eðlilegt er vegna sjúkdóma,
svo sem sigðfrumusýki, er sjúklingurinn
mun viðkvæmari fyrir árásum, til dæmis af
dvergveiru, og afleiðingin er blóðfrumukreppa.
Sýnt hefur verið fram á, að sjúklingar með
ýmsa sjúkdóma í rauðum blóðkomum geta
fengið blóðfrumukreppu í dvergveirusýkingu.
Má nefna arfgengt hnattrauðkomager
(spherocytosis) (18), /3-thalassemia intermedia
(19), pyruvate kinase skort (20), autoimmune
hemolytic anemia (21) og að síðustu sjaldgæft
meðfætt blóðleysi, »hereditary erythrocytic
multinuclearity associated with a positive
acidified (Hams) test«, (HEMPAS) (22).
Dvergveiran B19 og faraldsroði
(erythema infectiosum, fifth disease).
Bamaútbrotasjúkdómnum faraldsroða var
fyrst lýst 1905 (23), en öld áður birtist mynd
í bók um húðsjúkdóma af sjúklingi, sem
vafalítið var haldinn faraldsroða og var þá
nefnt »rubeola sine catarrho« (24).
Á árunum 1983-1984 kom í ljós, að
dvergveiran B19 olli faraldsroða. Var sýnt
fram á mótefnahækkanir gegn dvergveirunni
í sjúklingum og einnig voru gerðar
sýkingartilraunir á mönnum, þar sem
fómarlömbin fengu faraldsroða (25-27).
Gangi sýkingarinnar var lýst með tilliti
til einkenna, veiruvaxtar, blóðmyndar og
mótefnasvörunar og sjást helstu niðurstöður
á meðfylgjandi mynd. Smitleið er einkum
gegnum öndunarfæri og jafnframt fær
sjúklingurinn almenn pestareinkenni, svo sem
hita, höfuð- og vöðvaverki, slappleika og kvef.
Á þessum tíma er sjúklingurinn smitandi.
Eftir um það bil tveggja til fimm daga tímabil
koma nokkrir einkennalausir dagar. Tveimur
til þremur vikum eftir smitun koma útbrotin,
sem sjúkdómurinn er kenndur við. Þeim
Mótefnatíter
mil
Veirur i blóöi
Flensuleg einkenni
Útbrot og liöeinkenni
má skipta í þrjú stig. Það fyrsta eru hárauð
útbrot á kinnum (slapped cheek), en svo
koma roðaútbrot á bol og útlimi. Þegar þau
útbrot minnka eru þau með mjög einkennandi
»netmynstri« (reticular). Að lokum er mislangt
útbrotatímabil, sem stendur eina til tvær
vikur eða jafnvel lengur. Þá minnka og vaxa
útbrotin eftir utanaðkomandi áhrifum, svo sem
þrýstingi, sólskini, hitastigi o.s.frv.
Þar sem útbrotatímabilið gerist allnokkru
eftir að veiran er til staðar í blóði, er talið að
útbrotin séu einkum af ónæmisfræðilegum
toga, hugsanlega vegna ónæmisflétta
(immune-complex). Það ber að árétta, að
smithætta er liðin hjá, þegar útbrotin byrja
og sjúkdómurinn fyrst greinist.
í faraldsroða eru liðverkir og liðbólgur
allalgeng sjúkdómseinkenni (28). Eru
þau fremur sjaldgæf í bömum (10%), en
algeng í fullorðnum (80%). í bömum er
kynjaskipting jöfn, en mun fleiri fullorðnar
konur fá einkenni frá liðum en fullorðnir
karlar. í bömum em liðbólgur oft svæsnari
en í fullorðnum. Flest liðeinkenni jafna sig
á tveimur til fjómm vikum. Örfá dæmi eru
þess, að iktsýki (arthritis rheumatoides) hafi
fylgt í kjölfarið á dvergveirusýkingu. Gætu
dvergveirur hugsanlega komið af stað iktsýki
hjá þeim, sem em erfðalega veikir fyrir. Hins
vegar virðast dvergveirur ekki valda iktsýki
í öllum tilfellum, þar sem iktsýkisjúklingar
bera ekki allir merki fyrri dvergveimsýkingar
•samkvæmt mótefnamælingum (29).