Læknablaðið - 15.03.1993, Side 9
LÆKNABLAÐIÐ
97
Pharmaceutical Stimulus
availability
V
1 V
Molecular dispersion Etfectuation
Solubilization response
Drug product
T
Dose
Effect
Fig. I. (I) The molecular dispersion of the drug applied, in its dosage fornt, which makes the compound available
for absorplion. Tliis phase has been called the pliarmaceutical pliase, determining the availability of the drug for
absorption by the biological system. (II) Tlie absorption of tlie drug molecules resulting in the biological availability.
(III) The distribution, the metabolic conversion (which comprehends possible bioactivalion as well as bioinactivation)
and tlie excretion of the drug. Pltases I, II and IU represent the pharmacokinetic aspects of the drug action and
determine tlie concentration of the active drug in tlie target lissue. (IV) Tlte induction of the stimulus often based on an
interaction of the drug molecules with specific sites of action or receptors in tlte target tissue. (V) The stimulus induced,
finally leading, via a sequence of biochemical processes, to the response. Reproduced witli pennission from reference 2.
fitusækni lyfjasameindarinnar, þar með
töldum hæfileikum hennar til að jónast.
2. Lyfhrif lyfs ákvarðast fyrst og fremst
af byggingu lyfjasameindarinnar, lögun
hennar og hæfni til að tengjast viðtækjum í
líkama manna og dýra.
3. Aukaverkanir lyfs eru oft tengdar myndun
virkra umbrotsefna lyfsins í líkamanum.
Hægt er að draga úr myndun þessara
umbrotsefna með staðbundinni lyfjagjöf
eða með því að stjórna á einhvern hátt
umbroti lyfsins í líkamanum.
RANNSÓKNIR Á NÝJUM LYFJUM
Forlyf: Forlyf (prodrug) kallast efnasambönd
sem eru líffræðilega óvirk en sem breytast í
líffræðilega virk efnasambönd, það er að segja
lyf, í líkamanum. Þau eru mynduð með því að
tengja óvirkar flutningseiningar á sameindir
þekktra lyfja. Þessar flutningseiningar klofna
frá lyfjasameindunum in vivo, oftast með
hjálp ensíma. Lyfhrif forlyfja eru þannig
háð umbroti þeirra í lyf í líkamanum. Eina
hlutverk flutningseininganna er að hafa áhrif
á frásog og dreifingu lyfjanna. Þannig er
oft reynt að hafa áhrif á lyfjagerðarfræðilegt
og/eða líffræðilegt aðgengi lyfja með myndun
forlyfja. Hugtakið forlyf var sennilega
fyrst skilgreint árið 1964 í bók sem nefnist
»Selective Toxicity« og er eftir Albert (3).
I reynd eru þó forlyf miklu eldri. Gömul
lyf eins og metenamín (Hiprex® töflur) og
acetýlsalicýlsýra (aspirín) eru forlyf. I stuttu
máli þá var acetýlsalicýlsýra uppgötvuð
þannig að faðir þýsks efnafræðings sem
nefndist Hoffman þjáðist af liðagigt. Faðirinn
tók því stóra skammta af náttúrulegu lyfi
sem þá hafði nýlega tekist að samtengja
og framleiða í miklu magni. Þetta lyf var
natríumsaltið af salicýlsýru. Faðirinn fann
fyrir miklum óþægindum í maga við töku
lyfsins og vildi sonurinn ráða bót á þessu.
Hoffman acetýleraði salicýlsýruna og fékk þá
afbrigði (forlyf) salicýlsýru sem var jafnvirkt