Læknablaðið - 15.03.1993, Side 24
1 12
LÆKNABLAÐIÐ
athugavert við hjarta fóstursins við skimun
og vísar konunni til frekari greiningar.
Þannig fundust tvö fóstur með hjartagalla
á árinu 1989. í þeim tilvikum var um að
ræða 18 og 19 vikna meðgöngu, annað var
með vanþroskað vinstra hjarta en hitt með
einhólfa hjarta. í þeim tilvikum var afráðið
að framkalla fósturlát og staðfesti krufning
greininguna í báðum tilvikum. Þessi tilfelli eru
ekki tekin með í okkar yfirliti að öðru leyti og
koma ekki fram í tölum um nýgengi.
UMRÆÐA
I. Öll börn meö lijartagalla: Nýgengi
hjartagalla í þessari rannsókn fyrir árin
1985-1989 var 1,1%. Nýgengi síðustu tvö
árin var þó hærri eða 1,3% sem er heldur
hærra en hefur áður verið kynnt í erlendum
rannsóknum, þó hefur nýlegt uppgjör frá
Washington, USA, bent til þess sama og
hjá okkur (22). Fjölgun greindra meðfæddra
galla á þessu tímabili má fyrst og fremst
rekja til þess að fleiri börn greinast með
litla VSD. Við teljum þó að þessi aukning
sé ekki raunveruleg heldur að greining sé
betri og áreiðanlegri en áður rneð tilkomu
ómunar og litómunar auk þess sem skráning
er markvissari.
II. Börn itieð alvarlega hjartagalla: Nýgengi
alvarlegra hjartagalla í þessari rannsókn
reyndist vera 0,47% sem er mjög líkt því
sem sýnt hefur verið fram á í erlendum
rannsóknum (2-10). Skipting einstakra galla
hjá okkur er í aðalatriðum í samræmi við það
sem sést hefur erlendis. Rétt er að benda á, að
í okkar hópi eru mun fleiri börn með ASD og
opna fósturæð en í sambærilegum erlendum
rannsóknum. Það er líklegt að ómskoðanir á
börnum með hjartaóhljóð leiði til þess að börn
með þessa tvo galla finnist fyrr en ella. Við
metum nú flest börn með hjartaóhljóð fyrr en
áður með ómun. Má benda á að í uppgjöri frá
Nýja Englandi þar sem hjartasjúkdómar hjá
börnum greindust á fyrsta ári, var ASD fátíður
galli (mynd 4) (12). Líklegt er að nokkur börn
sem fædd eru á árunum 1985 og 1986 séu
enn með ógreindan ASD (sjá mynd 2). Þannig
finnast þessi börn fyrr og ef að líkum lætur
ættu öll börn með meðfædda hjartagalla að
finnast á fyrstu árunum.
Meðgöngulengd barna með alvarlegan
hjartagalla er sú sama og hjá lifandi fæddum
íslenskum börnum. Fæðingarþyngd er hins
vegar nokkru lægri en meðalfæðingarþyngd
íslenskra barna (tafla I). Mætti ætla að
hjartasjúkdómurinn geti haft árif á vöxt
fóstursins í móðurkviði. Þó er það ekki eini
þátturinn í þessu sambandi þar sem mun
stærri hluti bama með hjartagalla hafa aðra
fæðingargalla og litningagalla en gerist hjá
heilbrigðum bömum.
Stór hópur sjúklinga með hjartagalla greinist
ekki meðan á sængurlegu móður stendur.
Það er venja á fæðingarstofnunum hérlendis
að börnin séu skoðuð af barnalækni á fyrsta
sólarhringi eftir fæðingu og síðan við brottför
er börnin eru fjögurra til sex daga gömul. Þess
á milli eru börnin skoðuð eftir því sem tilefni
er til. Þannig greinist um helmingur barna
með hjartagalla eftir að sængurlegu móður
lýkur. A mynd 6 kemur fram að tæplega
helmingur barnanna sem greinst hafa með
hjartagalla greinast í fyrstu viku. Síðan kemur
aftur toppur við fjögurra til sex mánaða aldur
en eftir það greinast færri börn. Það er líklegt
að sex vikna skoðun sem víða hefur verið
komið á í ungbarnaeftirliti geti flýtt því að
hjartagalli greinist hjá þeim börnum sem
greinast eftir heimferð af fæðingarstofnun. Það
er vel þekkt að sjúklingar með stóran VSD
hafa lítið flæði um opið fyrst eftir fæðingu þar
sem mótstaða við lungnablóðflæði er mikil.
Þannig eru ekki komin fram nein einkenni
og ekkert óhljóð heyrist í mörgurn tilvikum
við heimferð. Koma þá önnur einkenni en
hjartaóhljóð oft ekki fram fyrr en á þriggja
til sex vikna aldri. Þannig greindust 13 af
börnunum 24 sem höfðu stóran VSD eftir
útskrift af fæðingarstofnun. Hins vegar
fundust um 70% barna með lítinn VSD fyrir
heimferð (óbirtar eigin niðurstöður). Eftir
sex mánaða aldur eru það einkum sjúklingar
með ASD og opna fósturæð sem finnast.
Rétt er þó að benda á í þessu sambandi að
verulegur hluti barna sem fædd eru á þessum
árum eru ekki orðin tjögurra ára þannig að
enn kunna að vera nokkur börn úr þessum
árgöngum sem hafa ógreindan hjartagalla. Það
er því full ástæða til að undirstrika mikilvægi
ungbarnaeftirlits þegar kemur að greiningu
hjartagalla hjá ungbörnum.
Fjörutíu og fjögur barnanna í þessari rannsókn
hafa ekki gengist undir aðgerð. Astæður þess
eru: