Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 28
116 LÆKNABLADID Tafla II. Núverandi ábendingar fyrir litningarannsókn á fósturfrumum á Islandi. Módir 35 ára eda eldri vid vaentanlega fædingu. Fadir 55 ára eda eldri vid væntanlega fædingu. Annad foreldri arfberi litningagalla. Fyrra barn med litningagalla. Módir arfberi kynbundins erfdagalla. Tafla III. S-AFP gildi (MAM), sem svara til medaláhœttu 35 ára gamallar konu fyrir P-2I samkvœmt nidurstödum Cuckle et al (14). Aldur konu vid fædingu. MAM samsvarar áhættu um pad bil 1/350 28 ára og yngri 0,40 29 0,42 30 0,45 31 0,49 32 0,54 33 0,61 34 0,69 35 0,79 36 0,92 37 1,08 38 1,28 39 1,54 40 1,85 41 2,26 allmörgum rannsóknum (8-11). Á grundvelli pessa er lágt s-AFP gildi nú vída notad sem ábending fyrir legástungu til rannsóknar á litningagerd fósturs. Hafa birst töflur, par sem líkur á ad finna litningagalla eru metnar á grundvelli mismunandi AFP gilda og aldurs módur (12-14). Tilgangur pessarar rannsóknar var ad kanna péttni AFP í sernti pungadra íslenskra kvenna í 15.-19. viku medgöngu og reikna midgildi vid mismunandi medgöngulengdir fyrir rannsóknaradferd Rannsóknadeildar Landspítalans. Ennfremur voru könnud tengsl AFP gilda og prístædu 21 hjá fóstri og reynt ad meta hver yrdu áhrif pess hér á landi, ef mælingar á s-AFP yrdu notadar sem ábendingar fyrir legástungum til vidbótar núverandi ábendingum (tafla II). EFNIVIDUR OG ADFERDIR AFP hefur verid mælt í sermi nær allra kvenna, sem hafa gengist undir legástungu á Kvennadeild Landspítalans frá árinu 1982. Farid var yfir nidurstödur pessara mælinga fram til ársloka 1986. Alls voru 1309 konur í rannsóknarhópnum eftir ad pær konur höfdu verid undanskildar, par sem ófullnægjandi upplýsingar voru um medgöngulengd. Af peim komu 1096 til ástungu vegna aldurs, pad er voru 35 ára eda eldri vid væntanlega fædingu, en 213 kvennanna voru á aldrinum 28-34 ára vid væntanlega fædingu og komu til ástungu af ödrum ástædum. Medgöngulengd var á bilinu 15-19 vikur og hafdi verid stadfest med ómskodun í öllum tilfellum. Hjá nokkrum konum hafdi s-AFP verid mælt tvisvar med einnar viku millibili og voru s-AFP mælingarnar pví samtals 1392. Blódtaka fór fram um leid og konurnar komu til legástungu. Um 10 ml af blódi voru teknir úr bláæd á framhandlegg sitjandi módur. Blódsýnid var látid standa vid stofuhita í 40-50 mínútur til ad kekkjast. Pad var sídan skilid og sermi tekid frá. Sermid var fryst, uns mælingar voru gerdar tveimur til fimm dögum sídar. Mælingar á AFP í sermi voru gerdar med mótefnageislamælingu (radioimmunoassay). Öll sýnin voru mæld tvisvar og medaltal mælinganna notad. Prófefni (reagents) voru fengin frá Amersham í Bretlandi. Samkvæmt upplýsingum framleidanda er markvísi (precision) mæliadferdarinnar rnilli mælinga 5% (coefficient of variation) og lágmarksmæligeta (detection limits) adferdarinnar um 2 ng/ml. Medgöngulengd, aldur vid væntanlega fædingu og s-AFP gildi voru skrád fyrir hverja konu úr rannsóknarhópnum. Midgildi (median) AFP mælinganna fyrir hverja medgöngulengd voru fundin, en pad er vidtekid í flestum erlendum rannsóknum ad nota midgildi, par sem pad dregur úr misræmi á milli inismunandi rannsóknastofa (2-14). Jafnframt voru reiknadar adfallslínur út frá fundnum gildum og gildum frá tveimur sambærilegum erlendum rannsóknum (15- 17). Pá var reiknad »margfeldi af midgildi« (multiple of medians, MAM) fyrir hverja konu, en pad er fundid med pví ad deila í mælt gildi med midgildi fyrir vidkomandi medgöngulengd. Fundin voru hlutföll kvenna med mismunandi MAM gildi og pau hlutföll voru sídan notud til ad spá fyrir um fjölda og aukningu ástungna hjá mismunandi aldurshópum, midad vid ábendingar vegna

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.