Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1993, Síða 36

Læknablaðið - 15.03.1993, Síða 36
124 LÆKNABLAÐIÐ Stungustaður var valinn á miðhandkrikadýpi (mid axillary) og miðað við lifrarportæð. PTC nál (Percutan Transhepatic Cholangiography, COOK Cat no. DPLTH- 5.0-27-P) var noluð til ástungu á portagrein. Slanga var síðan þrædd út í miltisbláæð og sýni tekin þaðan. Niðurstaða mælinganna benti til æxlisvaxtar í brisskottinu. Um miðjan febrúar var brisskott og milta fjarlægt með skurðaðgerð. I brisskottinu fannst 1,3 cm insúh'næxli og mátti grilla í það með berum augum við aðgerðina. Sjúklingi heilsaðist vel eftir aðgerð og útskrifaðist á 10. degi og hefur blóðsykur verið eðlilegur síðan. Þrátt fyrir að PTP sé tímafrek rannsókn, er okkar ályktun sú, að hún á rétt á sér eftir að aðrar algengari og auðveldari aðferðir fyrir sjúklinginn hafa reynst árangurslausar til þess að staðsetja æxlið. LIFRARHÖGG Á BORGARSPÍTALANUM, SKURÐAÐGERÐIR MEÐ HL.JÓÐBYLGJUHNÍF (CUSA) Höfimdur: Jónas Magnússon, Borgarspílala. Inngangur: Lifrarhögg er tæknilega fremur erfið. Helstu ástæðurnar eru að tvöfalt blóðflæði er til lifrarinnar, lítill stoðvefur, venjulega grannir gallgangar, blóðflæði er gegnum stuttar lifrarbláæðar, sem ganga beint inn í v. cava. Blæðing verður því alltaf meiri eða minni þegar skipta þarf lifrinni. Lifrinni má skipta með eftirtöldum aðferðum: I. Lifrin er klipin sundur með fingurgómum. 2. Laser. 3. Hljóðbylgjuhníf (CUSA). Hann veldur því að lifrarvefurinn sundrasl en æðar og gangar standast hljóðbylgjumar og er hægt að brenna fyrir þær fyrir skiptingu. Blæðingu er þannig haldið í skefjum á meðan lifrinni er skipt. CUSA tæki er til á Borgarspítalanum og hefur verið notað við lifraraðgerðir. Tilgangur þessarar rannsóknar var að gera grein fyrir árangri og reynslu af notkun hljóðbylgjuhnífs (CUSA) við lifrarhögg og einnig að gera grein fyrir árangri við meðferð á meinvörpum í lifur með skurðaðgerð. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturvirk yfir árin 1986-1991. Athugaðar sjúkraskrár sjúklinga, sem á þessu árabili gengust undir lifrarhögg. Greining var klínísk ásamt ómskoðun af kviðarholi, tölvusneiðmyndarannsókn eða æðarannsókn (angiography). Skráð var greining, aðgerðartegund, aðgerðartími, blæðing í aðgerð, blóðgjöf, fylgikvillar, legutími. Frá 1986-1991 voru 12 sjúklingar skornir með lifrarhöggi á skurðdeild Borgarspítala. Sex karlar og sex konur, en ein kvennanna var skorin tvisvar, miðtala aldurs var 60,5 ár (28-77). Lifun var metin með líftöflu að hætti Kaplan-Meyer. Niðurstöður: Þrettán aðgerðir vora gerðar. Átta sjúklingar höfðu 2° æxli, þrír 1° og einn intrahep. abscess. Fylgikvillar reyndust fimm og fjórar enduraðgerðir þurfti að framkvæma. Sex hægri- og sex vinstri-lifrarhögg voru framkvæmd og einn fleygskurður. Miðtala blæðinga var 1715 ml (350 til 5000). Miðtala legudaga eftir aðgerð var 18,5 (8 til 103). Lifun fyrir sjúklinga, sem höfðu meinvörp, virðist verða 50%. Umrœða: Þrátt fyrir fáa sjúklinga er mögulegt að framkvæma lifrarhögg með allgóðu öryggi. Eg tel að notkun CUSA sé mjög hjálpleg við að skipta lifrinni, en blæðing var undir tveim lítrum (miðtala). Lifrarhögg við 2° lifraræxlum er vel hugsanleg meðferð í vel völdum tilfellum sérlega ef um er að ræða meinvörp frá ristil- eða endaþarmskrabba. ER SAMBAND MILLI HLUTFALLS SÁRI.ENGDAR/SAUMLENGDAR OG GRÓNINGAR Á MIÐLÍNU MAGÁLSSKURÐUM SAUMUÐUM MEÐ SAMFELLUSAUMI? Höfundar: Þorvaidur Jónsson, Leif Israelsson, Borgarspítala og Sundsvall, Svíþjóð. Miðlínu magálsskurðir eru oft saumaðir með samfellusaumi. Tilraunir hafa gefið til kynna að hlutfallið milli lengdar á sári og lengdar á saumi sem notaður er til þess að loka sárinu (wound length/suture length ratio) geti haft áhrif á gróningu sára sem saumuð eru með samfellusaumi. Gerð var framskyggn rannsókn til að kanna hugsanlegt samband þessa hlutfalls við gróningu á miðlínu magálsskurðum. Allir sjúklingar, sem skomir voru upp gegnum miðlínuskurð voru tækir í rannsóknina nema fyrir Iægi örkviðslit eftir fyrri miðínuaðgerð. Magáll var saumaður með einföldum samfellusaumi úr 0 PDS eða 0 nylon. Skráðar voru breytumar aldur, kyn, fyrri miðlínuaðgerðir, lengd sárs, bráð/valin aðgerð, og mengunarstig aðgerðar. Sársýkingar og sárrof voru skráð, og allir sjúklingar sem voru á lífi 12 mánuðum eflir aðgerð voru skoðaðir sérstaklega með tilliti til kviðslits í örinu. Á tímabilinu ágúst 1989 til aprfl 1991 voru alls 400 sjúklingar teknir inn í rannsóknina. Skurðsárið sýktist hjá 8,4%, og þrír sjúklingar (0,8%) fengu sárrof, sem krafðist aðgerðar. Tólf mánuðum eftir aðgerð voru 315 sjúklingar á lífi og náðust allir til endurskoðunar. Örkviðslit fannst hjá 19% sjúklinga. Marktæk fylgni var milli hlutfalls sárlengd/saumlengd og tíðni kviðslits, sem var 9% ef hlutfallið var lægra en 0,26, en 23% (p<0,01) ef hlutfall var hærra eða sama sem 0,26. Allar aðrar breylur voru sambærilegar milli þessara tveggja sjúklingahópa. Þannig virðist sem hlutfall sárlengdar/saumlengdar við samfellusaum á miðlínu magálsskurðum hafi áhrif á gróningu þessara sára, að minnsta kosti hvað varðar líkur á örkviðsliti. BLÖÐRUVÍKKUN Á ÞRENGSLUM í NEÐRA MAGAOPI EFTIR ÆTISÁR Höfundar: Þorvaldur Jónsson, Hans Högström, Borgarspítala og Málmey, Svíþjóð. Fjallað er um 29 sjúklinga, sem lögðust inn á skurðlækningadeild Malmösjúkrahúss á sex ára tímabilinu 1984-1989 vegna tæmingarhindrunar á maga eftir ætisár (ulcus pepticum). Sjúklingamir voru 33-86 ára, miðaldur 65 ár, karlar voru 15 og konur 14. Allir höfðu langa sögu um ætisár, og fjórir höfðu verið skomir upp vegna sprungins skeifugamarsárs. Megineinkenni við innlögn vom uppköst hjá 24 sjúklingum, en fimm höfðu ósértæk einkcnni frá meltingarfæmm. Við magaspeglun var afrás maga minni en 9 mm í þvermál hjá öllum sjúklingum, meðalþvermál 4,8 mm. Þrengslin vom staðselt í neðra magaopi hjá 15, neðan við það hjá 13, og ofan við hjá einum. Blöðmvíkkun var beitt sem fyrslu meðferð hjá öllum sjúklingum. Leiðari var þræddur um magaspeglunartæki og gegnum þrengslin í röntgenskyggningu, og yfir leiðarann þræddur blöðmvi'kkari með þvermál 15-20 mm. Víkkun var framkvæmd í skyggningu og árangur staðfestur með speglun. Fjórtán sjúklingar þurftu aðeins eina meðferð til þess að verða einkennalausir, og haldast einkennalausir á rannsóknartímabilinu (fylgitími 8-68 mán, miðgildi 27 mán), 10 sjúklingar þurftu aðra víkkun þremur- sex vikum eftir fyrstu meðferð, en fimm sjúklingar

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.