Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1993, Page 37

Læknablaðið - 15.03.1993, Page 37
LÆKNABLAÐIÐ 125 þurftu fleiri en tvær meðferðir. Tveir sjúklingar fengu markverða fylgikvilla eftir meðferð, en hvorugur þurfti skurðaðgerð vegna þessa. Annar fékk magablæðingu og þurfti tvær einingar af pökkuðum frumum til að halda Hb í 100g/l, en hinn fékk ígerð aðlægt skeifugörn. Hann var meðhöndlaður með sýklalyfjum, og ígerðin tæmdist síðan inn í maga. Aðeins tveir sjúklingar fóru í valda aðgerð (hlutabrottnám maga) vegna endurtekinna einkenna frá þrengslunum. Hinir 27 hafa ekki þurft aðgerð, utan einn sem skorinn var upp vegna sprungins skeifugamarsárs. Blöðruvíkkanir virðast þannig hafa hlutverki að gegna í meðferð á afrásarhindrun frá maga vegna ætisára. KVIÐSLITSMYNDATAKA (HERNIOGRAPHIA) Höfundar: Sigurður Bjömsson, Halldór Jóhannsson, Einar Jónmundsson, Landspítala. Ofl á tíðum er erfitt að greina með skoðun byrjandi lítið kviðslit, og þess vegna hefur þróast greiningaraðferð, sem kölluð er kviðslitsmyndataka. Þessi rannsókn fer þannig fram, að gerð er ástunga gegnum kviðvegg, neðan við nafla, venjulega vinstra megin við magálsvöðvann. Sprautað er inn 60 ml af skuggaefni, venjulega 30 ml af 65% Angiografin@ blandað til helminga með saltvatni 0,9% og síðan eru teknar myndir frá stöðluðum sjónarhomum, þar sem sjúklingurinn Iiggur á maganum, borðið reist um 60 gráður og rörið vinklað haus-dauslægt (caudio-cranelt) um 25 gráður og þannig teknar framanfrá myndir og skámyndir af nára, með og án rembings. Fyrsta kviðslitsmyndatakan var gerð hér á Landspítala 1983. A síðastliðnu níu ára tímabili, það er að segja frá 1983-1991, em gerðar hér á röntgendeildinni hemiographiur á 54 sjúklingum alls. Astæða rannsóknar var í öllum tilfellum gmnur um kviðslit og oftast verkir á umræddum stað. Arangur var sá, að það tókst að sýna fram á kviðslit hjá 15 af þessum 54 sjúklingum. Ekki getur um neina fylgikvilla samfara þessari rannsókn, utan hjá einum sjúklingi, sem fékk kviðverki og mjög þaninn kvið. Röntgenyfirlit síðar sýndi þó ekkert athugavert og einkenni löguðust fljótlega. GALLBLÖÐRUTÖKUR UM KVIÐSJÁ Á LANDAKOTSSPÍTALA. NÍUTÍU OG FIMM TILFELLI Höfundar: Sigurgeir Kjartansson, Þórarinn Amórsson, Þorvaldur Ingvarsson, Landakoli. Á sjö mánaða tímabili frá 12. sept. 1991 fóm á Landakotsspítala fram 95 kviðsjáraðgerðir vegna gallsteina. Aldursmörk 18-87 ára. Meðalaldur 52 ár. Konur vom í miklum meirihluta, 69/26. Bráðabólga var hjá fimm sjúklingum. Steinar sáust við ómskoðun hjá 92. Þrír sjúklingar án steina sýndu hæga tæmingu á HIDA skanni. Víkkaðir gallgangar sáust ekki við ómskoðun. Aðgerðartími var frá 40-255 mín., meðaltími 73 mín., en aðgerðartími hjá 10/95 var yfir 100 mín. á aðgerð, þannig féllu 90% innan 100 mín. marka, án gallvegamyndatöku. Meðallegutími var 1,3 dagar, tveir útskrifuðust samdægurs, en 68 lágu yfir nótt. Fjórtán í tvo daga, þrír í þrjá daga og einn í 10 daga (djúpvenusegi). Blæðingar hjá tveimur stöðvaðar í kviðsjá og blóðgjafa var ekki þörf. Síðari innlögn hjá þremur sjúklingum vegna kviðverkja/gamastíflu, sem gekk yfir án aðgerðar, en einn sjúklingur þarfnaðist aðgerðar þremur vikum síðar vegna samvaxta. Gallleki hjá einum tæmdist um sogkera án aðgerðar. Af þremur sjúklingum sem gerð var opin aðgerð á vom tveir með bráðabólgu, þar af annar með steina í gallgangi, en einn með þétt pakkaða blöðru af steinum, sem ekki náðist með kviðsjáraðgerð. Reynsla okkar stenst fyllilega samanburð við erlend uppgjör hvað varðar aðgerðartíma, legutíma og skakkaföll. GARNABLÓÐÞURRÐ MEÐ HELTI Höfundar: Sigurgeir Kjartansson, Þórarinn Arnórsson, Andri Gaukur Olafsson, Landakoti. Fimmtíu og fimm ára rússneskur borgari með kviðverki eftir máltíðir og þyngdartap um 14 kg á fjómm mánuðum. Blóðþurrðarhelti (claudicatio intermittens) á göngu innanhúss. Æðamyndataka sýndi lokun á efri og neðri hengisslagæð, þrengsli í ósæð neðan iðraholsstofnæðar, útbreidda kölkun í ósæð neðan nýmaslagæða. Doppler rannsókn sýndi engan æðaslátt í fótum. Aðgerð án lífhimnurofs: 1. Miltisslagæð flutt á efri hengisslagæð. 2. Gerviæð frá ósæð til beggja lærslagæða (aorto- bifemoral). 3. Mynni neðri hengisslagæðar lagt á gerviæðarbol. Ófullnægjandi flæði til ganglima! 4. Lögð 20 mm Dacron gerviæð frá brjóstholsósæð niður á kviðósæðargerviæð. Við útskrift á 11. degi: Góður æðasláttur í fótum, nærist eðlilega. GRINDARBOTNSSAFNÞRÓ (ILEOANAL RESERVOIR AÐGERÐ), SJÚKRATILFELLI OG STUTT SAMANTEKT Höfundar: Guðjón Birgisson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Rún Halldórsdóttir, Sigurgeir Kjartansson, Landakoti. Ileostomia með samfelldu rennsli eftir algjört brottnám ristils hefur þokað fyrir seinni tíma aðgerðum við sáraristilbólgu (colitis ulcerosa) og ættgengum sepaæxlum (familial adenomatous polyposis). Kock pokinn (1969) með heldri (continent) stómíu var mikill ávinningur en fylgikvillar vom algengir. Dausgamarpoki tengdur við bakrauf (Ileal pouch-anal anastomosis, Parks 1978) sameinar kosti Kock pokans sem safnþró og eðlilega losun hægða þar sem bæði innri og ytri bakraufarþrengir er nýttur. Aðgerðin felst í brottnámi ristils, myndun safnþróar (ileal reservoir) úr smágirni, ýmist J, S eða W laga, sem síðan er tengt við bakrauf og slímhúð neðsta hluta endaþarms skræld burtu að tannlínu (linea dentata). Samkvæmt stómm uppgjömm erlendis er árangur aðgerðarinnar góður og hún tekst í 94% tilfella. Dánartíðni er mjög lág « 1%) en fylgikvillar em tiltölulega algengir en tíðni þeirra fer minnkandi með bættri skurðtækni. Helstir em smágimisstífla (13%), sýking í grindarholi (5%), sárasýking (3%), þvagteppa (7%) og þrengsli í gamatengingu (5%). Algengasti fylgikvillinn er svo kölluð pokabólga (pouchitis) (31%) sem getur verið þrálát. Ti'ðni hægða er 5-7 sinnum á sólarhring, þar af einu sinni á nóttu og vanheldni (incontinence) er sjaldgjæf.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.