Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1993, Síða 38

Læknablaðið - 15.03.1993, Síða 38
126 LÆKNABLAÐIÐ Sjúkratilfelli: Rúmlega þrítug kona með sáraristilbólgu frá 1984. Einkennalítil á lyfjameðferð fram á sumar 1990. Lögð þá inn vegna blóðugs niðurgangs og speglun sýnir svæsna bólgu. Versnandi ástand þrátt fyrir fulla lyfjameðferð í níu mánuði. Mikill niðurgangur og einkenni um garnastíílu leiddu til aðgerðar. Komið var inn á eðlilegt smágimi en ristillinn samfelld bólguhella frá ris- að fallristli. Gert brottnám ristils og ileostomia. Um sjö mánuðum síðar dausgarnarpoki tengdur við bakrauf með J poka og heftri tengingu og ileostomiu sökkt tveim mánuðum síðar. Er nær alveg heldin á hægðir en vandamálið verið endurteknar bólgur í smágirnispokanum (pouchitis) sem þó hefur látið undan lyfjameðferð. ENDURAÐGERÐIR VEGNA SKRIÐS í BRINGUBEINI OG SÝKINGA í MIÐMÆTI EFTIR HJARTAAÐGERÐIR Höfundar: Kristinn Jóhannsson, Hörður Alfreðsson, Þórarinn Arnórsson, Bjarni Torfason, Grétar Olafsson, Landspítala. Hjartaaðgerðir hófust hér 14. júní 1986 og við árslok 1991 höfðu verið framkvæmdar 616 hjartaaðgerðir þar sem hjarta- og lungnavél var notuð. Tegundir aðgerða voru kransæðaaðgerðir, sem voru 556, lokuaðgerðir og aðrar aðgerðir 47, lokun á opi milli framhólfa 11, aðgerðir vegna gúla á meginslagæð í brjóstholi tvær, alls 616. Tíðni minni háttar sýkinga var lítil og tíðni meiri háttar sýkinga, þar sem endurvíra þurfti bringubein, var 1,46%, sem einnig er lítið. GÚLL Á MEGINSLAGÆÐ BRJÓST- OG KVIÐARHOLS (THORACOABDOMINALT ANEURYSMA). SJÚKRATILFELLI AF LANDAKOTI Höfundar: Þórarinn Arnórsson, Sigurgeir Kjartansson, Landakoti. Sjúklingur er 66 ára kona, sem hefur reykt allnokkuð síðustu 13 árin. Hefur að mestu verið hraust, en frekar þunglynd og þurft læknishjálsp vegna þess. Frá descmber 1990 haft slæma bakverki undir vinstra herðablaði, sem hafa svarað illa gigtarmeðferð. Hættir að vinna í byrjun maí 1991 vegna verkjanna og leggst bráðainnlögn á Landakotsspítala 15.5.1991 vegna mjög hratt vaxandi verkja. Það greinist einkum með CT-skoðun gúll á meginslagæð brjóst- og kviðarhols með víkkun frá vinstri viðbeinsslagæð og niður fyrir nýrnaæðar, en mest frá því rétt ofan þindar og niður úr. Mesta vídd er um það bil 6 cm. Þann 18.5.1991 er gerð aðgerð vegna gúls á meginslagæð brjóst- og kviðarhols með endurtengingu á millirifjaslagæðum, hægri og vinstri nýrnaslagæðum, efri hengisslagæð og iðraholsstofnæð í 25 mm forþétta Dacron gerviæð frá fallmeginæð við vinstri viðbeinsslagæð til kviðarmeginæðar neðan nýrnaæða. Auk þess var vinstri nýmabláæð, sem var óeðlilega aftan við meginæð flutt fram fyrir með 6 mm Goretex gerviæð. Ekki var notað meginæðarframhjáhlaup (aorta-aorta shunt) né heldur hjarta- og lungnavél, og heparingjöf þannig haldið lágri. Gangur eftir aðgerð langdreginn og vegur þar þungt depurð og hreyfingarleysi sjúklings auk blóðþrýstingsfalls við að standa upp, trúlega vegna semju (sympaticus) taugaáverka í aðgerð. Fer að Reykjalundi í þjálfun tvo mánuði eftir aðgerð og heilsast vel í dag. ÁRANGUR SÝKLARÆKTANA ÚR SKURÐSÁRUM SJÚKLINGA, SEM FÓRU í GERVILIÐAAÐGERÐIR Höfundar: Björn Zoega, Asta Atladóttir, Haraldur Briem, Sigurður Guðmundsson, I. Hjaltadóttir, G. Jóhannesdótir, Brynjólfur Mogensen, S. Stefánsdóttir, Borgarspítala. Inngangur: Sýkingar gerviliða eru oftast taldar stafa af sýklun aðgerðarsárs. Tilgangur þessarar rannsóknar er að athuga hvort slík sýklun sé ákveðinn áhættuþáttur fyrir sýkingar í gerviliðum eftir aðgerð. Aðferðir: Frá 1. okt. 1990 til 30. sept. 1991 var ræktað frá öllum sjúklingum, sem fóm í gerviliðaaðgerðir á mjöðm, hné eða öxl á Borgarspítala og ekki höfðu gervilið fyrir. Ræktað var frá beini fyrir og eftir ísetningu gerviliðs, frá felli (fasciu) við lokun og skolbala um leið og fellisræktunin var gerð. Skipt var á sári á L. 5. og 12. degi eftir aðgerð og ræktað ef þótti nauðsynlegt. Hefðbundin skurðstofa, yfirþrýstingur. 12 loftskipti á klst. Fyrir aðgerð voru sjúklingar baðaðir í tvígang með klórhexidíni. Skurðsvæði þvegið með Bethadinlausn og allir sjúklingar fengu cefazolin, cloxacillin eða clindamycin lýrir aðgerð. Gentamycinsteypa notuð í öllum aðgerðum og skurðstofan var læst meðan á aðgerð stóð. Sjúklingum hefur verið fylgt eftir 5-17 mánuði. Niðurstöður: Ræktað frá 112 sjúklingum alls. Frá 61 aðgerð ræktaðist ekkert og enn hefur ekki fundist sýktur gerviliður í þeim hópi (95%, CI 0-5,9%). Jákvæðar ræktanir frá 51 aðgerð og af þeim hefur fundist einn sýktur gerviliður (2%, 95% CI 0,1-11,0%). Fimmtán sinnum ræktaðist frá sári fyrir ísetningu gerviliðs, 10 sinnum eftir ísetningu, 18 sinnum frá felli og 23 sinnum frá skolbala. Roði (minni en 0,5cm) sást hjá fimm sjúklingum en ekkert ræktaðist. Vilsa hjá tveimur sjúklingum, ræktaðist frá einum. Graftarlituð vilsa sást hjá þremur, ræktaðist frá einum. Öll sárin greru eðlilega. Algengustu bakteríumar vom Staph. epididermidis x 41 sjúklingur, 57 staðir, Staph. aureus x 9 sjúklingar, 12 staðir, Strep alpha hemol. x 2, Bacillus sp. x 2, Enterococc. x 1. Umrœða: Allir sýklamir tilheyra venjulegri húðflóru, hvort sem þær koma frá sjúklingi eða starfsfólki á skurðstofu. Þrátt fyrir frekar fáa sjúklinga bendir rannsóknin til þess, að ræktanir í aðgerð séu ónothæfar til að spá því á fyrstu mánuðum hvort gerviliður sýkist eður ei. Áhyggjuefni eru sjúkdómsvaldandi sýklar í skurðsárum en þýðing óviss til lengri tíma litið. Fylgst verður áfram með sjúklingunum. »HOFFMANN-STREKK« VIÐ TOG í BEINI Höfundur: Halldór Baldursson, Landspítala. Þegar togi (strekki) er beitt við beinbrotameðferð, er hætt við fylgikvillum vegna hreyfinga málmteina í húð og beini. Hér er því lýst, hvemig nota má algenga hluti úr áhöldum til ytri stuðnings beinbrota (extemal fixation) til að forðast sumar hættur við tog í beini.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.