Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1993, Side 6

Læknablaðið - 15.10.1993, Side 6
298 LÆKNABLAÐIÐ Fig. 1. Overview of phvsiological and pharmacological fibrinolysis. Panel A shows the pliysiological release of plasminogen activator from endothelial cells in response to the presence of fibrin on tlieir surface. Tlie activator binds to fibrin bound plasminogen which through proteolytic degradation becomes a fibrin degrading enzyme: plasmin. Plasminogen activator inhibitor neutralizes tlte plasminogen activator in the blood and small amounts of plasmin released into the blood are neutralized by antiplasmin. In panel B pharmacological administration of a plasminogen activator leads to activation of plasminogen in the clot and in tlie blood. Consequently a systemic proteolytic state may be formed if plasmin in tlie blood is in excess of the neutralizing capacity of tlie blood (mainly a2-antiplasmin). (Modified with permission from Francis CW. Marder VJ: Plivsiologic regulation and pathologic disorders of fibrinolysis. In: Colman RW, Hirsh J, Marder VJ, Salzsman EW. Hemostasis and Thrombosis. Basic Principles and Clinical Practice. 2iul ed. New York: J. B. Lippincott Company, 1987.) kosti jafnvirk og valda sömu eða jafnvel meiri blæðingarhættu, en þau sem valda miklu niðurbroti prótína (streptókínasi, anístreplasi/APSAC og úrókínasi) (1,6). Áður var talið að þéttni plasmínógens í blóði væri ekki takmarkandi þáttur við segaleysingu því nægilegt plasmínógen tengdisl fíbríni við myndun fíbrínsins úr fíbrínógeni (7). Nýlegar glasarannsóknir benda hins vegar til sterkra tengsla á milli minnkandi styrks plasmínógens í plasma og minnkandi storkuleysingar með t-PA (8,9), úrókínasa (tcu-PA) og APSAC (9). Slfkt samband kann að hafa verulega takmarkandi þýðingu við gjöf þessara lyfja. Enn hafa þó ekki verið gerðar rannsóknir á mönnum til þess að meta á markvissan hátt áhrif vaxandi leysiástands og minnkandi þéttni plasmínógens á árangur segaleysandi meðferðar, en til þess þyrfti að rnæla það magn sega, sem leysist upp á hverjum tíma meðan á lyfjagjöf stendur. í ljósi þess að hröð eyðing óbundins plasmínógens í plasma kunni að takmarka magn segaleysingar var myndunarhraði leysiástands við gjöf streptókínasa kannaður í rannsókn þeirri er hér birtist. EFNI OG AÐFERÐIR Sjúklingar: Rannsóknaráætlun var metin og samþykkt af siðanefnd læknaráðs Landspítalans og öllum sjúklingum var kynnt rannsóknin áður en vilyrði þeirra var fengið. Sérstaklega var þess gætt að rannsóknin ylli alls engum töfum á upphafi og gangi meðferðar. Rannsóknin var gerð á sex sjúklingum sem komu inn á bráðavaktir Landspítalans og Borgarspítalans á tímabilinu 15. mars til 20. maí 1992 grunaðir um bráða kransæðastíflu. Þrír aðrir sjúklingar féllu út úr rannsókninni vegna þess að ástand þeirra leyfði ekki sýnatökur eða fullkomin sýni náðust ekki á öllum tilskildum tímapunktum. Allir sjúklingarnir fengu streptókínasa (Streptase, Hoechst AG, Frankfurt-(M)- Hoechst, Þýskalandi), 1,5 milljón einingar

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.