Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 331 Trúnaðar- og þagnarskylda: Sjúklingur á rétt á því að með persónulegar upplýsingar sé farið sem trúnaðarmál. I læknalögunt segir að lækni beri að gæta fyllstu þagmælsku og hindra það að óviðkomandi fái upplýsingar um sjúkdóma og önnur einkamál sem hann kann að komast að sem læknir. Þagnarskyldan fellur ekki niður við lát sjúklings, en mæli ríkar ástæður með því getur læknir látið í té upplýsingar með hliðsjón af vilja hins látna og hagsmunum viðkomandi. Þrátt fyrir ákvæði læknalaga um þagnarskyldu getur læknir veitt öðrum heilbrigðisstéttum upplýsingar sé um að ræða rannsóknir og meðferð sjúklinga. Samþykki sjúklings, sem orðinn er 16 ára eða forráðamanns, getur þó leyst lækni undan þagnarskyldu. Einnig er gert ráð fyrir því að heimilt sé að rjúfa þagnarskyldu vegna brýnnar nauðsynjar eða ef önnur lög bjóða svo. Hvað telst brýn nauðsyn í þessu sambandi er túlkunaratriði og verður væntanlega að túlkast rnjög þröngt. Læknir verður ekki leiddur fram sem vitni í einkamálum, gegn vilja sjúklings, nema ætla megi að úrslit máls velti á vitnisburði hans eða málið sé mikilvægt fyrir málsaðila eða þjóðfélagið og skal dómari meta hvort svo sé. Verði þetta niðurstaða dómara skal vitnisburðurinn fara fram fyrir luktum dyrum. Lækni ber í vitnisburði sínum að skýra frá öllu sem hann veit og telur að hugsanlega geti haft áhrif á málið. F. Réttur til að kvarta. Það þarf enginn sjúklingur að sætta sig við hvað sem er varðandi samskipti sín og heilbrigðisþjónustunnar. I lögum um heilbrigðisþjónustu er að finna ákvæði um það hvemig sinna skuli kvörtunum sjúklinga. Sjúklingur, eða umboðsmaður hans, sem vill kvarta yfir samskiptum sínum við heilbrigðisþjónustuna, getur leitað til ýmissa aðila. Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu er landlækni skylt að sinna kvörtunum eða kærum er varða samskipti almennings og heilbrigðisþjónustunnar. Ágreiningsmálum er einnig heimilt að vísa til sérstakrar þriggja manna nefndar sem heilbrigðisráðherra skipar eftir tilnefningu Hæstaréttar. Þá er héraðslæknum, sem em átta talsins, skylt að sinna kvörtunum og kærum er varða samskipti almennings og heilbrigðisstétta og telji hann nauðsynlegt skal hann framsenda slík mál til landlæknis eða nefndarinnar sem áður var minnst á. ER TRYGGT AÐ SJÚKLINGAR VITI UM RÉTT SINN OG ÞÁ HVERNIG? Eins og hér hefur komið fram eiga réttindi sjúklinga sér víða stoð. Flestum er sennilega kunnugt um, að minnsta kosti í stórum dráttum, hver réttur þeirra er samkvæmt lögum um almannatryggingar. Öflugt upplýsingastarf er rekið á vegum Tryggingastofnunarinnar til að tryggja með sem bestum hætti að sjúklingum sé ætíð ljós réttur sinn. Sömuleiðis þekkja flestir rétt sinn samkvæmt kjarasamningum, þó vafalaust megi halda rétti sjúklinga samkvæmt þeim betur á lofti. Önnur réttindi sjúklinga eru líklega ekki eins kunn enda er þetta málefni sem fæstir velta fyrir sér fyrr en þeir sjálfir eða einhver þeim nákominn verður veikur. Með hvaða hætti er unnt að tryggja betur en nú er að sjúklingar þekki rétt sinn? Meiri og opnari umræða um þessi mál er sennilega besta aðferðin. LOKAORÐ Eitt af einkennum nútímaþjóðfélagsins eru hin miklu áhrif fjölmiðla í daglegu lífi okkar. Af rannsóknablaðamennsku leiddu þau jákvæðu áhrif til að umræða um ýmis málefni, sem áður voru látin kyrr liggja, hefur orðið opnari og opinskárri. Þetta hefur og haft í för með sér að almenningur er meðvitaðri urn rétt sinn á öllum sviðum. Oft virðist þó kapp fjölmiðla til að finna uppsláttarfréttir villa þeint sýn við að afla sem nákvæmastra upplýsinga um ntál og tryggja þannig almenningi réttar upplýsingar. Sjálfsagt eru enn margir, sennilega of margir, sjúklingar sent gera sér ekki nægilega grein fyrir því að þeir eiga kröfu á nákvæmum upplýsingum um ástand sitt, læknismeðferð og horfur og að þeir eigi kost á því að neita læknismeðferð. Það kann og að vera að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk geri sér ekki nægilega grein fyrir skyldum sínum í þessu sambandi. Samband heilbrigðisstétta, ekki síst lækna, og sjúklinga hefur um langan tíma mótast af yfirburðum læknisins í krafti sérþekkingar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.