Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 38
328 LÆKNABLAÐIÐ heilsugæslu í landinu og hluta kostnaðar við sjúkrahús. Hins vegar greiða sjúkratryggingar almannatrygginga fyrir kostnaðinn. Lög um almannatryggingar :(nr. 67/1971 með síðari breytingum) sjúkratryggja alla þá sem lögheimili hafa hér á landi. Aðgangur að sjúkratryggingu almannatrygginga hér á landi er því opnari en víða annars staðar þar sem krafist er iðgjaldagreiðslna eða lögheimilis með biðtíma. Sjúkratryggingin greiðir hvers kyns kostnað vegna læknisþjónustu, bæði innanlands og utan. I sumum tilvikum er gert ráð fyrir ákveðinni greiðsluhlutdeild sjúklings og ýmis takmörk eru sett fyrir greiðslu læknisþjónustu erlendis. Þá tryggja lög um almannatryggingar greiðslu sjúkradagpeninga til þeirra sem eru frá vinnu í ákveðinn tíma vegna veikinda og missa launatekjur. C. Lagaákvœði um veikindarétt. Engin heildarlög eru til um veikindarétt starfsmanna á sama hátt og til eru lög um orlofsrétt. I einstökum lögum eru hins vegar ákvæði um veikindarétt ákveðinna hópa starfsmanna. Þannig er í iögitm um rétt verkafólks til launa í sjúkdóms- og slysaforföllum (nr. 19/1979) ákvæði um rétt þessa hóps til launa í sjúkdóms- og slysaforföllum og fer lengd veikindaréttarins eftir starfstíma hjá sama atvinnurekanda. I sjómannalögum (nr. 35/1985) er og að finna ákvæði um veikindarétt sjómanna. Þá hefur fjármálaráðuneytið sett reglugerð um veikindarétt opinberra starfsmanna í samræmi við ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (nr. 38/1954). D. Samþykki. Samkvæmt lögræðislögunum (nr. 68/1984) er meginreglan sú að meðferð á sjúkrahúsi má ekki veita án samþykkis sjúklings. Engar reglur eru til um það í hvaða formi samþykki fyrir sjúkrahúsvist eða læknismeðferð skuli vera. Sjálfráða einstakling. það er einstakling eldri en 16 ára má því ekki leggja á sjúkrahús til meðferðar án samþykkis hans. Þótt dvöl á sjúkrahúsi teljist nauðsynleg frá læknisfræðilegu sjónarmiði er hverjum og einum í sjálfsvald sett hvort hann vilji leggjast inn á sjúkrahús til læknismeðferðar. Gefi sjúklingur ótvírætt í skyn að hann æski ekki eftir að læknisaðgerð/-meðferð sé framkvæmd verður læknir að hlíta slíkri ósk. Gegn slíkum ótvíræðum yfirlýsingum er talið að ekki sé unnt að framkvæma aðgerð jafnvel þótt hún sé nauðsynleg lífi sjúklings ef sjúklingur hefur vitsmuni, þroska og andlegt hæfi til að taka ákvarðanir af fullri skynsemi. Þessi niðurstaða byggist á þeim frumréttindum sérhvers einstaklings að ráða yfir eigin líkama og fara með hann að eigin vild, jafnvel þótt það sé andstætt því sem telst læknisfræðilega skynsamlegt eða forsvaranlegt. En livað um þau tilvik þar sem ekki er unnt að afla samþykkis sjúklings fyrir læknisaðgerð? Hér korna einkum til álita þau tilvik að sjúklingur sökum meðvitundarleysis eða þess að hann er svo rænulítill, áttar sig ekki á líkamsástandi sínu og getur því ekki gert sér grein fyrir þýðingu og skaðvæni aðgerðar. Samkvæmt sjónarmiðum um neyðarhjálp er álitið að undir þessum kringumstæðum beri lækni að framkvæma hverja þá læknisaðgerð sem eftir læknisfræðilegu mati hans telst nauðsynleg til að bjarga lífi og heilsu sjúklings. Hér er fróðlegt að skýra frá nýjum héraðsdómi úr bæjarþingi Reykjavíkur frá 31. desember 1991. Málavextir voru þeir að stefnandi, sem býr í afskekktu sveitarfélagi úti á landi, kenndi sér lasleika að loknum störfum. Stefnandi fann höfuðverk, fékk sjóntruflanir og svima, varð órólegur og máttlaus og talaði drafandi. Ráðskonan á heimilinu hafði samband við húsfreyju á næsta bæ og bað um aðstoð. í framhaldi þess var hringt í hjúkrunarfræðing á næstu heilsugæslustöð sem var H-stöð. Hjúkrunarfræðingurinn ræddi við vakthafandi lækni í næsta fjölbýliskjarna. í framhaldi þess hafði vakthafandi læknir samband við húsfreyjuna á næsta bæ, fékk lýsingu á einkennum stefnanda og var beðinn um aðstoð. Var þá nærri miðnætti. Sjúkrabfil var sendur eftir stefnanda og var hann konfinn að heimili hans tveimur tímum seinna. Neitaði stefnandi þá algerlega að fara með sjúkrabflnum. Að nýju var hringt í lækninn. Akvað hann þá að fara ásamt lögreglumönnum til að fylgja stefnanda á sjúkrahús ef með þyrfti. Læknir ásamt lögreglufylgd var kominn árla morguns að heimili stefnanda og var hann þá sofandi. Hann var vakinn og neitaði enn að fara. Eftir þriggja klukkustunda fortölur ákvað læknirinn að hann skyldi tekinn með valdi. Stefnandi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.