Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 22
314 LÆKNABLAÐIÐ er. Áreiðanleikinn hefur reynst vera meiri fyrir dauðsföll af völdum krabbameina en fyrir dauðsföll af völdum hjarta- og æðasjúkdóma (2). Einnig hafa krabbamein komið misjafnlega vel út innbyrðis (6). Hér er greint frá athugun á áreiðanleika upplýsinga um undirrót dánarmeins á dánarvottorðum íslenskra krabbameinssjúklinga. Tilgangurinn var að athuga hvort áreiðanleikinn væri ólíkur eftir dánarorsökum og að skoða sérstaklega hina ýmsu fiokka krabbameina. Þetta var gert með samanburði á krufningarskýrslum og dánarvottorðum. Rannsóknarhóparnir voru tveir. I öðrum, hópi A, voru allir krabbameinssjúklingar sem greindust á árunum 1971-1973. í hinum, hópi B, voru konur sem greinst höfðu með brjóstakrabbamein á árunum 1974-1983. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR I hópi A voru allir einstaklingar sem greindust með krabbamein á árunum 1971-1973 eða 1449 manns. I rannsóknarhópi B voru konur sem greindust með brjóstakrabbamein á árunum 1974-1983, alls 752 tilfelli. Upplýsingar um þá sem greinst höfðu með krabbamein fengust hjá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands. Upplýsingar um það hvort og hvar þeir látnu höfðu verið krufnir voru fengnar hjá Krabbameinsskránni og Hagstofu Islands. Ljósrit voru tekin af viðeigandi krufningarniðurstöðum ásamt sjúkrasögu, sjúkdómsgreiningu og vefjarannsóknum á krufningarskýrslu. Krufningarskýrsla var einungis tekin gild þegar bæði kviðarhols- og brjóstholslíffæri voru rannsökuð. Var því ekki hægt að notast við skýrslur þar sem krufning var takmörkuð við hluta líkamans. Meinafræðingur fór yfir krufningarskýrslurnar og skráði samkvæmt þeim undirrót dánarmeins án þess að hafa séð dánarvottorðin fyrir hóp A en með dánarvottorð til hliðsjónar fyrir hóp B. Undirrót dánarmeins af krufningarskýrslum var gefið viðeigandi ICD númer (International Classification of Diseases) (1). Var notast við ICD-8 fyrir þá sem létust á tímabilinu 1971- 1980, en ICD-9 fyrir þá sem létust eftir 1980. Var það gert til samræmis við notkun Table I. Distribution by site of all 1449 cancer patients diagnosed in lceland 1971-1973. No. Disease Category ICD9 All Neoplasm 140-208 Buccal Cavity artd Pharyrtx 140-149 20 Lip 140 4 Tongue 141 7 Salivary glands 142 2 Unspecif part of mouth 145 1 Oropharynx 146 4 Nasopharynx 147 1 Hypopharynx 148 1 Unspecif part of pharynx 149 Digestive Orgarts and Peritoneum 150-159 23 Oesophagus 150 199 Stomach 151 6 Small intest, duodenum 152 104 Colon 153 40 Rectum 154 23 Liver 155 49 Pancreas 157 5 Peritoneum 158 Respiratory System 160-165 6 Nasal cavities 160 11 Larynx 161 89 Lung 162 1 Mediastinum 164 Bone, Connective Tissue, Skin and Breast 170-175 5 Bone 170 28 Connective tissue 171 10 Skin, malignant melanoma 172 16 Skin, other neoplasm 173 161 Breast 174 Genitourinary Organs 180-189 3 Unsp part of uterus 179 48 Cervix 180 43 Uterus 182 39 Ovary 183 6 Unsp site female genit 184 99 Prostate 185 8 Testis 186 2 Unsp site male genit 187 55 Bladder 188 54 Kidney 189 Other and Unspecified Sites 190-199 4 Eye 190 58 Brain 191 68 Thyroid 193 6 Unsp endocrine gland 194 37 Unsp malignant neoplasm 199 Lymphatic and Haematopoietic Tissue 200-209 15 Lymphosarcoma 200 21 Hodgkin’s disease 201 1 Other neopl of lymph tissue 202 15 Multiple myeloma 203 51 Other unspecif leukemia 208

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.