Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 325 geðtruflanir. Þetta kemur að suinu leyti á óvart þar sem áfengisvandamál meðal unglinga hér á landi er allalgengt en unglingar með áfengisvandamál koma sjaldnar inn á sjúkrahús en fullorðnir með áfengissýki (17). Athyglisvert er að í þessum hópi, sem beðið er um ráðgjöf fyrir. er stór hluti barna sem fær enga geðlæknisfræðilega sjúkdómsgreiningu eða um 13,5%. Að vísu hafa aðrir komist að svipuðum niðurstöðum (12,15). Oft er búið að vinna mikið með sjúklinginn sem á viðamikla sjúkraskrá og hugsanlegt er að barnageðlæknir vanmeti geðræn einkenni sjúklings meðan á skoðun stendur eða bíði með að gera sjúkdómsgreiningu þar til síðar. 1 sjúkraskýrslum barnadeilda má oft sjá nákvæmar útlitslýsingar í skrifum barnageðlækna en minna er skrifað um geðskoðun á börnum og rökstudda sjúkdómsgreiningu, álit og meðferðaráætlun. Ahersla er oft lögð á að hafa samband við skólayfirvöld, sálfræðideild skóla og félagsmálastofnun og sumum börnum er vísað á iðjuþjálfun, sérstaklega ef einhver grunur leikur á að um minni háttar heilasköddun eða misþroska sé að ræða. Vegna skorts á þverfaglegri teymisvinnu innan barnadeilda má telja þetta eðlilegt. Eftirmeðferð virðist vera allt frá einu viðtali og upp í margra mánaða meðferð. Fjöldi viðtala er ekki alltaf nógu vel skráður eftir hvert skipti og því erfitt að meta þann þátt nákvæmlega. Ráðgjöf var oftast í formi almennra ráða og leiðbeininga eða í 79 tilfellum. Sjötíu og átta einstaklingum var vísað til áframhaldandi meðferðar á barna- og unglingageðdeild en 16 höfðu áður verið í meðferð á barna- og unglingageðdeild (tafla V). Aberandi er hversu lítil áhersla hefur verið lögð á lytjagjafir við meðferð á þessum árum, en erlendar kannanir hafa sýnt fram á að því meiri áhersla hefur verið lögð á lyfjagjöf í meðferð eldri barna (18). Meðferð heldur áfram á barna- og unglingageðdeild í um það bil 42% tilfella eftir ráðgjöf, en þau börn og unglingar hafa þegið aðstoð og komið til eftirmeðferðar að útskrift lokinni. Þessi athugun sýnir, að þeir sjúklingar, sem barnageðlæknar sjá á öðrum deildum, hafa svipaðar sjúkdómsgreiningar og aðrir hafa sýnt fram á í hliðstæðum athugunum (5- 7). Að öllum líkindum er þó mun færri einstaklingum vísað til barnageðlækna hér á landi en í nágrannalöndum. A barna- og unglingageðdeild Landspítalans hafa lengst af starfað fjórir barnageðlæknar og hafa þeir haft þessa ráðgjöf með höndum á vöktum. Skipulag samvinnu og handleiðslu með þessari vinnu hefur hins vegar vantað, og getur það verið skýring á færri tilvísunum og vöntun á sjúkdómsgreiningum. Æskilegt væri að leggja vaxandi áherslu á þessa ráðgjöf og auka þverfaglega teymisvinnu sérfræðinga til að koma betur til móts við þarfir varðandi þjónustu, meðferð og greiningu sjúklinga á barnadeildum (1,7,9). Ef sérfræðingar vinna saman geta þeir skapað gagnkvæma virðingu fyrir störfum hvers annars og einungis þannig verður unnt að veita hágæðaþjónustu fyrir börn og unglinga á sjúkrahúsum. Bamageðlækningar og þjónusta barnageðlækna við almenning er mikilvæg og getur aukið á kunnáttu og þekkingu í öðrum greinum læknisfræðinnar. Þar ber sérstaklega að nefna heimilislækningar, barnataugalækningar og þjónustu við þroskahefta. Þess vegna ber að efla barna- og unglingageðlækningar í víðu samhengi á öllu landinu. Mikilvægt er að stuðla að jákvæðu hugarfari gagnvart barnageðlækningum til að auðvelda fyrirbyggjandi aðgerðir, meðferð og uppbyggingu á þjónustu. Einkum og sér í lagi á þetta við um unglinga, en hjá þeim hafa geðrænir kvillar, þunglyndi og hegðunarvandamál komið í stað smitsjúkdóma sem aðalorsök sjúkleika og dauða á síðustu 10-15 árum (19,20). Heilbrigðisyfirvöld þurfa að hafa frumkvæði að því að skipuleggja þjónustu og standa að uppbyggingu hennar ásamt greiningu og meðferð með barnalæknum, barnageðlæknum, heilsugæslulæknum og öðru fagfólki sem hefur sérmenntað sig í heilbrigðismálum barna og unglinga. Heildarskipulag á heilbrigðisþjónustu hér á landi fyrir börn er brýnt verkefni sem heilbrigðisyfirvöld landsins ættu að setja efst í forgangsröð þegar í stað. Velferð og framtíð þjóðarinnar byggist á heilbrigðu lífi og óskaddaðri bernsku og æsku.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.