Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 8
300 LÆKNABLAÐIÐ Plasminogen (% normal plasma) Fig. 2. Intensity and speed of plasminogen degradation during thrombolytic therapy with streptokinase for myocardial infarction. Eacli point refiects the meanázS.E. of the plasminogen concentration assayed in blood obtained from six patients at conseculive timepoints during infusion of 1.500.000 units streplokinase over 60 minules for suspected acute myocardial infarction. Statistically significant differences from the mean pretreatment value are sltown in tlte graph. í æð á 60 mínútum. Safnað var klínískum upplýsingum um sjúklinga (tími frá upphafi einkenna og klínískt mat á svörun við meðferðinni, allar alinennar blóðrannsóknir, hjartaensím og EKG). Blóðsýni: Dregið var bláæðablóð úr sjúklingunum í gegnum stóra Venflonnál sem komið var fyrir í miðbláæð olnbogabótar í andstæðum handlegg við lyfjadreypi. Fyrir gjöf streptókínasa var dregið blóð í 5 ml sítrat glas (1/10 hluti 4% sítrat). Síðan var dregið, auk sítrat-blóðs, 5 ml sítrat-aprótinín-blóð með 1/10 hluta sítrat og 100 einingum/ml lokaþéttni aprótiníns (Trasylol, Bayer AG, Levercusen, Þýskalandi) 5, 10, 20, 40 og 80 mínútum eftir upphaf meðferðar; 80 mínútna sýnið var því dregið 10 mínútum eftir að SK-dreypi var stöðvað. Blóðsýnin voru kæld strax við rúmgafl í 4°C, síðan skilin í kældri skilvindu við 3000 snúninga á mínútu (2000 g) í 10 mínútur og plasma loks fryst við -70°C þar til mælingar voru gerðar. Plasmamœlingar: Plasmínógen og andplasmín var mælt með litarmyndandi aðferð þar sem hvarfefnið H-D-val-leu-lys-pNAHCl (S-2251, KABI Diagnostica, Stokichólmi, Svíþjóð) gaf litarbreytingu eftir magni plasmínógens eða ómettaðs andplasmíns (10). Með mælingum á blönduðu plasma úr meira en 100 heilbrigðum einstaklingum (Verify pooled normal plasma, Organon Teknika, Durham, North Carolina, Bandaríkjunum) var fundin staðalkúrfa og út frá henni ákvarðað magn plasmínógens og andplasmíns í sýnunum. Fíbrínógen var mælt með starfrænu ljósgleypniprófi (11), þar sem yfirmagni af botroxibíni er bætt í plasma og magn fíbrínógens metið út frá staðalkúrfu. Tölfrœðiaðferðir: Niðurstöðutölur eru sýndar sem meðaltal og meðalskekkja meðaltals (standard error of the mean, S.E.). Tölfræðileg marktækni var prófuð með tveggja hala t-prófi. NIÐURSTÖÐUR Af níu sjúklingum sem náðist til og samþykktu þátttöku tókst að ljúka rannsókninni í sex tilfellum. Allir sex voru karlar og var meðalaldur þeirra 66 ár (tafla I). Fimm sjúklingar reyndust hafa hjartadrep. Einn fékk enga hækkun á kreatín kínasa og hafði óstöðuga hjartaöng (nr.2), en einkenni hurfu þó við meðferðina. Gjöf streptókínasa hófst innan fjögurra klukkustunda frá upphafi einkenna hjá öllum sjúklingunum (meðaltal 2,1 ±0,3 klst.). Einn sjúklingur (nr. 1) lést nokkrum klukkustundum eftir gjöf streptókínasa, en hann hafði ekki sýnt merki svörunar við meðferðinni. Hjá að minnsta kosti tveimur sjúklingum (nr. 3 og 4) er líklegt að kransæð hafi opnast þar sem brjóstverkur hvarf, ST-breytingar á hjartariti gengu verulega til baka fljótlega eftir streptókínasagjöf og hámarks CK þéttni sást snemma. Á töflu II eru skráðar allar mælingar á plasmínógeni, andplasmíni og fíbrínógeni. Áhrif lyfjagjafarinnar voru greinilega mjög lík í öllum sjúklingunum hvað varðar hraða niðurbrots plasmínógens, andplasmíns og fíbrínógens. Á mynd 2 er sýnt niðurbrot plasmínógens sem fall af tíma. Niðurbrotið verður hratt á fyrstu

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.