Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 309 og hafði skert öndunarpróf. Hjá þessum sjúklingi sýndi hjartaþræðing einnig sjúklegt ástand. (Sjá nánar í kaflanum Sjúkratilfelli.) Aðgerðardauði var enginn. Aukakvillar voru nokkrir en engir þeirra verulega alvarlegir, þó urðu sex sýkingar í skurðsári (mynd 9). Legutími kemur fram á mynd 10, en hann var langur hjá mörgum sjúklinganna enda eru þetta yfirleitt stórar aðgerðir. Hann var yfir 14 dagar hjá 22 sjúklingum, en frá sjö til 14 dagar hjá 39. UMRÆÐA Við trektarbringu hafa verið reyndar margar aðferðir, en flestar hafa þær í grundvallaratriðum verið svipaðar þeirri, sem við höfum gert og lýst er í kaflanum um skurðtækni. Aðrar skurðaðferðir hafa verið gjörólíkar eins og til dæmis þegar bringubeinið er tekið í sundur í öðru rifjabili, geislungar og millirifjavöðvar teknir sundur lóðrétt þar fyrir neðan og bringubeininu snúið við og það síðan fest í þeirri legu. Næringin í þetta svæði kemur með slagæðum að neðan (art. mammaria intema). Arið 1984 birtist grein um 26 aðgerðir, sem þannig voru gerðar, og var árangur talinn góður í 81% tilfella. Nokkuð hefur verið gert af rannsóknum á sjúklingum fyrir og eftir aðgerð til að skera úr um hvort starfsemi lungna og hjarta hafi breyst við aðgerð. Rannsókn á lungnastarfsemi 14 sjúklinga með trektarbringu og fimm sjúklinga með fuglsbringu fyrir og eftir aðgerð virtist leiða í ljós lítilsháttar bætta lungnastarfsemi í tveimur tilvikum hjá þeim fyrrnefndu en enga hjá þeim síðamefndu (9) . Önnur rannsókn leiddi í ljós svipaða niðurstöðu (8). Ekki sást cjndunarskerðing, sem gaf tilefni til frekari rannsókna í þeim 29 tilfellum, sem við rannsökuðum með öndunarmælingum fyrir aðgerð að einum sjúklingi undanskildum. Beiser og félagar (10) töldu sig sýna fram á að trektarbringa minnki í vissum tilfellum útfall hjartans, sem batni eftir skurðaðgerð. Hjartalínurit, sem við gerðum í 53 tilfellum, sýndu einungis lítilsháttar frávik frá eðlilegu riti hjá 14 en var sjúklegt hjá einum sjúklingi. Hjá tveimur sjúklingum þótti ástæða til að gera hjartaþræðingu fyrir aðgerð, og hjá öðrum þeirra var hún eðlileg en sjúkleg hjá hinum. Huglæg einkenni, sem skráð vom í sjúkraskrár vom oft óljós og þokukennd. Oftast var kvartað yfir verkjum í bringu, þreytu og mæði, og höfðu sjúklingar gjarnan á orði að þetta væri meira áberandi hjá þeim en öðrum sem þeir umgengust. I tuttugu og tveimur tilfellum vom engar líkamlegar kvartanir. I þeim hópi virtust geðræn vandamál stundum vera fyrir hendi, einkum hjá eldri einstaklingum, og oftast í sambandi við samskipti kynjanna. Þetta var ekki skráð í sjúkraskrár en viðkomandi skurðlækni trúað fyrir og tekið fram að ekki væri óskað frekari hjálpar en frá honum, og þar af leiðandi varð ekki af samstarfi við geðlækna.Við höfum ekki fundið í heimildum að geðræn vandamál, sem talin vom vera fyrir hendi hjá sjúklingum fyrir aðgerð, hafi verið könnuð nánar eftir aðgerð. Geðræn vandamál, sem við töldum stundum vera til staðar í okkar efniviði voru ekki könnuð nánar á okkar vegum, hvorki fyrir né eftir aðgerð. Aukakvillar voru nokkrir en yfirleitt minniháttar. Sex sjúklingar fengu þó sýkingu í skurðsár, sem leiddi til langrar dvalar á deildinni og fjarlægja þurfti spöng fyrr en ráðgert var, en það voru þeir sjúklingar þar sem árangur var verstur. Það sem flokkað er undir annað á mynd 9 em minniháttar aukakvillar, svo sem lítilsháttar vanþensla á lunga eða að spöng losnaði, sem hægt var að endurfesta á auðveldan hátt. Árangur fá fegmnasjónarmiði höfum við metið sem góðan hjá 45 sjúklingum, viðunandi hjá níu en lélegan hjá sex. I einu tilfelli vantar upplýsingar um þetta atriði í sjúkraskrá. Aðgerðir við trektarbringu eru oftast stórar aðgerðir, sem hafa í för með sér langa sjúkrahúslegu, og í þessum efniviði voru 22 sjúklingur yfir 14 daga á sjúkrahúsi. Allir sjúklinganna komust til fullrar heilsu en bati er yfirleitt hægfara, einkum hjá þeim eldri. Dánartíðni er engin en nokkuð er um aukakvilla þó enginn þeirra hafi verið mjög alvarlegur. SJÚKRATILFELLI Árið 1976 var vísað til deildarinnar sjúklingi á fertugsaldri vegna geysimikillar trektarbringu. í sjúkrasögu kom fram að fyrir utan síðasta ár fyrir komu á deildina hafði sjúklingur verið heilsugóður, farið í eina minniháttar skurðaðgerð tveimur árum áður, sem gekk vel og var án aukakvilla. Ekkert annað var athugavert í fyrri sjúkrasögu. Ári fyrir komu á deildina fór sjúklingur að verða var við

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.