Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 301 mínútum meðferðar og er plasmínógenþéttnin komin niður í 46±8% eftir 10 mínútur (p<0,001 rniðað við upphafsþéttni) og 24±5% eftir 20 mínútur (p<0,001). Eftir það hægir á niðurbrotinu og er þéttnin komin í um 10% eftir 80 mínútur. Niðurbrot fíbrínógens (mynd 3) gerist einnig hratt, en er þó heldur seinna en niðurbrot plasmínógens. Fíbrínógen er 72±8% af upphaflegu eftir 10 mínútur (p<0,01), 19±9% eftir 20 mínútur (p<0,001) og 6±1% eftir 40 og 80 mínútur. Eyðing andplasmíns (mynd 4) er mjög hröð. Eftir fimm mínútur er það 53± 11% (p<0,001), 10 mínútur 19±5% (p<0,001) og verður lægst 4-6% frá 20 til 80 mínútum SK-gjafar, en hverfur þó aldrei alveg. Greinilegt samband er á milli niðurbrots plasmínógens og niðurbrots fíbrínógens. A Fibrinogen (g/l) Fig. 3. Intensity and speed of fibrinogen degradation during thrombolytic therapy with streptokinase for myocardial infarction. Each poinl reflects the mean±S.E. of the fibrinogen concentration assayed in blood obtained from six palients at consecutive timepoints during infusion of 1.500.000 units streptokinase over 60 minutes for suspected acute myocardial infarction. Statistically significant differences from the mean pretreatment value are shown in the graph. rnynd 5 sýnir hver punktur prósentuhlutföll af upphaflegu plasmínógeni og upphaflegu fíbrínógeni á sama tíma hjá sama sjúklingi meðan á gjöf streptókínasa stendur. Með margliða aðhvarfi (polynomial regression) fæst fram boglínuferill; Y = 13,7 + 0,1X + 0,006 X2 þar sem X = prósent upphaflegt fíbrínógen og Y = prósent upphaflegt plasmínógen (R2=0,94, p = 0,0001). Því er hægt að áætla þéttni plasmínógens í sjúklingum út frá mælingu á fíbrínógenþéttni meðan á gjöf streptókínasa við kransæðastíflu stendur. UMRÆÐA Samkvæmt kenningu Alkjaersig, Fletcher og Sherry (Sherry’s Theory), sem birt var 1959, er storkuleysing háð því magni plasmínógens, sem binst við fíbrín við myndun storku, en frítt plasmínógen í blóði er ekki talið hafa markverða þýðingu, þar sem andplasmín í blóði er talið hindra áhrif óbundins plasmínógens/plasmíns (7). Með Antiplasmin (% normal plasma) Fig. 4. Decay of antiplasmin aclivity during thrombolytic therapy with streptokinase for myocardial infarction. Eaclt point reflects the meanéiS.E. of the antiplasmin concentration assayed in blood obtained from six palients at consecutive timepoints during infusion of 1.500.000 units streptokinase over 60 minutes for suspected acute myocardial infarction. Statistically significanl differences from the mean pretreatment value are shown in tlie graph.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.