Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 10
302 LÆKNABLAÐIÐ Plasminogen (% of initial) 100-, y=13,7+0,1 x+0,006)g 80- 60- 40- 20- 0 1 I I I I I I I I I I 0 20 40 60 80 100 Fibrinogen (% of initial) Fig. 5. Tlte relationship between fibrinogen and plasminogen during thrombolytic therapy with streptokinase for myocardial infarction. Fibrinogen and plasminogen concentration was assayed in blood obtained from six patients at six consecutive timepoints during and afler infusion of 1.500.000 units streptokinase over 60 minutes for suspected acute myocardial infarction. Each assay is shown as a percentage of the initial concentration in each patient. Witli polynomial regression a curvilinear relationship is found in which Y= 13.7 + 0.1X + 0.006X1 (X = percent initial fibrinogen and Y = percent initial plasminogen (R2 = 0.94, p = 0.0001). lífefnafræðilegum aðferðum hefur síðar verið staðfest, að sérstök samgild tengi (covalent) myndast á milli plasmínógens og fíbríns (12). Með fáum undantekningum má segja, að tilraunir með segaleysandi lyf í glösum og í mönnum byggi ennþá á kenningu Sherry og því hafi rannsóknir einblínt á hvernig gefa skuli plasmínógen hvatana, en ekki hvort breytingar í blóði kynnu að takmarka magn storkuleysingar. Tilgátur byggðar á óbeinum athugunum á sjöunda áratugnum um, að plasmínógen ferðist inn í blóðstorku og umbreytist í plasmín á yfirborði fíbríns meðan á storkuleysingu stendur, hafa ekki notið almennrar viðurkenningar (13). Með öðrum orðum hafa menn ekki almennt talið að minnkandi þéttni plasmínógens í blóði meðan á meðferð stendur kynni að takmarka segaleysingu svo nokkru næmi. Aðeins fáar rannsóknir hafi verið gerðar þar sem plasmínógengjöf var beitt (14-16) og í þeim tilvikum með það fyrir augum að auka plasmínógenþéttni í storku/segum umfram eðlilegt magn. Þessar rannsóknir hafa ekki gefið óyggjandi niðurstöður sökum þess að eðlilegir samanburðarhópar voru ekki fyrir hendi. Mikilvægi þéttni óbundins plasmínógens í plasma fyrir segaleysingu með lyfjuin er studd bæði óbeinum og beinuin athugunum. Obeinar tilraunir sýna að aukin storkuleysing verður þegar blóðstorkur eru baðaðar í eðlilegu plasma áður en þær eru leystar upp í búfferlausn með segaleysandi lyfi (8). Gottlob og Bliimel sýndu með glasatilraun að storkuleysing jókst í réttu hlutfalli við þéttni plasmínógens í búfferlausn, sem innihélt streptókínasa (15), en streptókínasi hefur þá sérstöðu meðal segaleysilyfja, að hann er ekki virkur fyrr en hann hefur myndað ”komplex” við plasmínógen (SK*Plg), sem aftur virkar á aðrar plasmínógensameindir og breytir þeim í plasmín (2). Of háir skammtar af streptókínasa miðað við plasmínógenþéttni geta valdið því að mestur hluti plasmínógens fer í að mynda slíka "komplexa” og plasmínmyndun verður minni en ella (2). Nýlegar glasatilraunir sýna þó að lækkuð plasmínógenþéttni í plasma leiðir einnig til minnkaðrar storkuleysingar með öðrum segaleysandi lyfjum, það er með úrókínasa, rt-PA og APSAC (8,9). Þegar blóðstorkur eru til dæmis baðaðar í plasma úr sjúklingum, sem fengið hafa segaleysandi meðferð (APSAC) og svæsið leysiástand í kjölfarið, verður hverfandi lítil storkuleysing, en hún eykst margfalt þegar plasmínógenþéttnin er aukin í 100% (9). Af niðurstöðum rannsóknar þeirrar, sem hér er birt, má sjá að nær hámarksleysiástand er komið fram strax á fyrstu 20 mínútum streptókínasagjafar við kransæðastíflu, en þá er plasmínógen, andplasmín og fíbrínógen um og undir 20% 'af upphaflegri þéttni (myndir 2-4). Samkvæmt glasarannsóknum með

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.