Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79; 321-6 321 Helga Hannesdóttir RÁÐGJÖF BARNAGEÐLÆKNA INNGANGUR Samkvæmt breskum rannsóknum þjást um 10-20% barna af sállíkamlegum sjúkdómum. Með sállíkamlegum sjúkdómum er átt við sjúkdóma sem rekja má til margvíslegra áfalla, líkamlegra og sálfrœðilegra, á þroskaferli barns. Jafnframt gœtir áhrifa frá fjölskyldu og félagslegum aðstæðum (1). 1 læknisfræði hefur til allmargra ára verið lögð vaxandi áhersla á tengsl líkamlegra og geðrænna kvilla (2,3). Rannsóknir hafa gefið til kynna að samfara auknum líkamlegum sjúkdómseinkennum vaxi kvíði og þunglyndi (4). Algengt er að hjá börnum og unglingum ineð áberandi geðræn vandamál sé einnig líkamleg sjúkdómseinkenni að finna (1). Nýlegar rannsóknir frá Bretlandi og Noregi á tíðni geðrænna vandamála hjá sjúklingum sem liggja á barnadeildum hafa sýnt, að allt að 45% bama á barnadeildum hafi sállíkamlega sjúkdóma (1,5). A barnadeildum háskólasjúkrahúsa í nágrannalöndum okkar er reynt að taka tillit til þess samspils líkama og sálar, sem ekki verður séð með augum, og litið er á það sem fyrirbyggjandi aðgerð að kalla á barnageðlækni til samstarfs, jafnvel þótt sjúklingar á barnadeildum liggi í stuttan tíma (5-7). Við mat á sjúkdómsgreiningu og í meðferð er gætt að hvoru tveggja og barninu veitt alhliða læknisþjónusta. Hugað er að barninu sjálfu og sjúkdómi þess, en auk þess að fjölskyldu og fjölskyldusamskiptum, heimili og félagsaðstæðum og upplýsingum er safnað frá skóla barnsins. Þverfagleg teymisvinna margra sérfræðinga, þar á meðal lækna, sálfræðinga, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðinga, er nauðsynleg til að veita bömum þá bestu læknisfræðilegu þjónustu sem völ er á (6,7). Við tvær stærstu barnadeildir Oslóborgar (Ulleval og Rikshospitalet) eru barnageðlæknar Frá barna- og unglingageðdeild Landspítalans, Dalbraut 12, 105 Reykjavík. í fullu starfi. Á flestum bamadeildum háskólasjúkrahúsa í nágrannalöndum okkar eru barnageðlæknar starfandi í fullu eða hlutastarfi. I Japan er óheimilt samkvæmt heilbrigðislögum í landinu að reka barnaspítala án þess að hafa barnageðlækni í fullu starfi ásamt bamalæknum og öðru sérhæfðu starfsfólki barnadeilda. Hér á landi skortir þverfaglega teymisvinnu innan barnadeilda, en hvorki barnageðlæknar né sálfræðingar hafa unnið í hlutastarfi eða fullu starfi á þeim þremur barnadeildum sem reknar eru í landinu. Barnageðlæknar hafa einungis verið kallaðir til af barnalæknum eftir þörfum í ráðgefandi skyni en greint verður frá þeim samskiptum nánar í eftirfarandi könnun. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR 1 könnun þessari var farið yfir sjúkraskrár þeirra barna og unglinga sem barnageðlæknar, starfandi á barna- og unglingageðdeild Landspítalans, höfðu verið kvaddir til samráðs um á árunum 1977-1985. Formleg skráning ráðgjafarbeiðna hófst árið 1977, eða sjö árum eftir að deildarstarf hófst. Auk almennra upplýsinga um kyn, aldur og á hvaða stofnun viðkomandi barn dvaldist, var gerð sjúkdómsgreining samkvæmt álitsgerð barnageðlækna og eftir öðrum upplýsingum sem skráðar voru í sjúkraskrár. Sjúkdómar voru flokkaðir eftir sjúkdómsgreiningarkerfi ICD-9 (8). I nokkrum tilvikum höfðu sjúkdómsgreiningar ekki verið skráðar en þar var fyllsta tillit tekið til allra upplýsinga og greinarhöfundur gerði þá sjúkdómsgreiningu til frekara samræmis við niðurstöður könnunar. Jafnframt var reynt að flokka ráðleggingar varðandi meðferð og kannað var hversu margir sjúklingar hefðu leitað meðferðar á barna- og unglingageðdeild Landspítalans í framhaldi af ráðgjöf og hversu margir einstaklingar hefðu verið í meðferð á barna- og unglingageðdeild Landspítalans áður en til ráðgjafar kom.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.