Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 40
330 LÆKNABLAÐIÐ réttinn til aðgangs að sjúkraskrám og trúnaðar- og þagnarskylduna. Upplýsingaskylda: Samkvæmt gildandi læknalögum (nr. 53/1988 sbr. breytingu nr. 50/1990) ber læknum að gefa sjúklingi upplýsingar um ástand, meðferð og horfur. Ef sjúklingur er yngri en 16 ára eða andlegri heilsu hans svo varið að líklegt er að hann skilji ekki upplýsingar af þessu tagi, skal gefa þær foreldri, forráðamanni eða nánasta aðstandanda. Upplýsingaskyldan er náskyld samþykkinu því til að samþykki sjúklings geti talist gilt verður það að byggjast á réttum upplýsingum læknis um sjúkdóminn, eðli hans, möguleika á lækningu og hættur samfara þeim aðgerðum sem fyrirhugaðar eru. Jafnframt geta slíkar upplýsingar verið nauðsynlegar traustu trúnaðarsambandi sjúklings við lækni. Læknir verður að gefa sjúklingi upplýsingar um allar meiri háttar aðgerðir sem hann hefur 1 hyggju að framkvæma á honum. Undir upplýsingaskylduna heyra einnig upplýsingar um aðrar afleiðingar sem óhjákvæmilega fylgja meðferð eða aðgerð. Sjúklingur gerir sér að sjálfsögðu oft grein fyrir slíkum afleiðingum en læknir verður að ganga úr skugga um að svo sé. í sérhverri aðgerð felst viss áhætta. Um slrka áhættu þarf læknir ekki að veita sjúklingi neinar upplýsingar að því leyti sem hann veit í hverju áhættan er fólgin. Hann ætti því ekki að þurfa að gera grein fyrir augljósum og eðlilegum áhættum samfara læknisaðgerð, þegar sjúklingur er andlega og líkamlega hæfur til að gera sér grein fyrir þeim af fullri skynsemi. Þá verður einnig að telja eðlilegt og réttmætt að takmarka upplýsingaskyldu læknis á þann veg að hann þurfi ekki að gera sjúklingi grein fyrir ýmsum læknisfræðilega hugsanlegum hættum sem í raun ráðast einungis af sjálfstæðum og ófyrisjáanlegum tilviljunum eða varðandi hættur eða tjón sem ætla má með töluverðri vissu, að fenginni reynslu, að læknir geti með beitingu læknisþekkingar sinnar spornað gegn. Það er talin grundvallarregla að umfang upplýsingaskyldunnar standi í öfugu hlutfalli við nauðsyn þeirrar aðgerðar sem framkvæma skal. Af því leiðir að upplýsingaskyldan getur orðið afar víðtæk ef aðgerð er ekki beinlínis framkvæmd í læknisfræðilega nauðsynlegum tilgangi heldur miðar til dæmis eingöngu að því að fegra útlit þess sem gengst undir aðgerðina. Aðgangur að sjúkraskrám er hluti af upplýsingaskyldunni. Læknir skal veita sjúklingi eða forsjármanni hans aðgang að sjúkraskrá sinni. Samkvæmt læknalögunum frá 1988 var lækni skylt að afhenda sjúkraskrá, alla eða að hluta, sjúklingi eða forráðamanni ef það þjónaði ótvíræðum hagsmunum sjúklings. Léki vafi á nauðsyn afhendingar sjúkragagnanna eða ef ástæða þótti vegna ákvæða laga þessara um þagnarskyldu, var lækni heimilt að afhenda landlækni einum sjúkragögn sem trúnaðarmál til frekari fyrirgreiðslu. Akvæði þessi voru nýmæli og voru þau vart gengin í gildi áður en ágreiningur reis um túlkun þeirra, enda var ákvæðið óljóst. Það svaraði því til dæmis ekki hvort afhendingin ætti að ná til eldri skráa og tók ekki af tvímæli um það hvort afhenda ætti sjúkraskrána sjálfa eða afrit hennar. Þá var ekkert um það sagt hvað landlækni bæri að gera þegar beiðni um afhendingu væri send honum til frekari fyrirgreiðslu. Vorið 1990 undirbjó heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið því frumvarp sem lagt var fyrir Alþingi um breytingu á læknalögum sem meðal annars hafði að geyma breytingu á þessu ákvæði. Breytingamar áttu að tryggja að aðgangur að sjúkraskrám næði einnig til skráa sem færðar voru fyrir gildistöku laganna frá 1988. Þá áttu breytingarnar og að tryggja rétt þriðja aðila annars en starfsliðs heilbrigðisþjónustu, sem gefið hafði upplýsingar um sjúkling, ef til vill í trausti þess að sjúklingur fengi ekki að vita hvaðan upplýsingarnar kæmu. Þá hafði breytingin að geyma reglur um tímafrest landlæknis til að taka til afgreiðslu beiðni um afhendingu. Við meðferð fmmvarpsins á Alþingi var veigamikil breyting gerð í þá veru að takmarka afhendinguna við sjúkraskrár sem færðar voru fyrir gildistöku laganna. Nú er til meðferðar hjá dómstólum mál vegna afhendingar eldri sjúkraskráa og túlkun ákvæðisins frá 1988. Áður hafði umboðsmaður Alþingis fjallað um málið og var niðurstaða hans sú að afhendingarskyldan næði til allra sjúkraskráa, einnig þeirra sem færðar voru fyrir gildistöku laganna frá 1988.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.