Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 32
322 LÆKNABLAÐIÐ Table I. Child psychiatríc counselling at the University Hospital, Reykjavik, Iceland. Survey from 01.01.1977- 01.12.1985. ' N Average age Girls 91 9.0 Boys 115 8.5 Ratio girls/boys 0.8 Age 2-21 years NIÐURSTÖÐUR Tafla I sýnir að kynskipting er nokkuð jöfn. Hlutfallið milli stúlkna og drengja er 0,8. Meðalaldur hjá stúlkum er níu ár og hjá drengjum átta og hálft ár. Heildarfjöldi beiðna var 219. Þar sem þessi þjónusta hafði verið í burðarliðnum í alllangan tíma var ekki alltaf skráð hvaða stofnun hefði beðið um geðlæknisfræðilega ráðgjöf. Þar sem ekki tókst að staðsetja 13 beiðnir á deildir stofnana féllu þær niður. Fjöldi athugaðra sjúkraskýrslna var 187 (einstaklingar) en ekki tókst að finna 19 sjúkraskýrslur eins og sjá má af töflu II. Sálfræðilegar athuganir voru gerðar á 40 einstaklingum af þessum 187 og var þá oftast um greindarpróf að ræða. Tafla II sýnir frá hvaða stofnunum sjúklingum var vísað og jafnframt að algengustu ráðgjafarbeiðnir voru frá Barnaspítala Hringsins eða 41,7% og barnadeild Landakotsspítala eða 32,5%. Sálfræðideild skóla og Öskjuhlíðarskóli biðja hlutfallslega sjaldan um ráðgjöf frá bama- og unglingageðdeild. Níu beiðnir voru frá Borgarspítala eða 4,3%. Tafla III sýnir fjölda ráðgjafarbeiðna ár hvert og má segja að litlar breytingar hafi átt sér stað á beiðnum eftir árum, en marktæka heildaraukningu má þó sjá á árunum 1983- 1985. í töflu IV má sjá þær geðlæknisfræðilegu sjúkdómsgreiningar samkvæmt ICD 9 (8) sem komu fram í rannsókninni. Sérstök einkenni (307) (16%), þroskafrávik (315) (10,7%), hegðunarvandamál (312) (8,7%) og tilfinningaerfiðleikar (313) eru algengustu sjúkdómsgreiningar sem leitað er ráðgjafar við. Tilraunir til sjálfsvígs voru flokkaðar sérstaklega og reyndust vera 4,8% þegar allar sjúkdómsgreiningar voru meðtaldar. Einnig var kynferðisleg misnotkun (incest) (0,9%) flokkuð sérstaklega, en á þessum ámm var aðeins leitað ráðgjafar vegna tveggja stúlkna sem höfðu orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. Leitað var ráðgjafar vegna ofvirkni Table II. Number of referred patients and missing reports listed by institutions. Missing Total (%) Pediatric Department, University Hospital............................................ 6 86 (41.7) Pediatric Department, Landakot....................................................... 2 67 (32.5) Psychiatric Department, University Hospital ......................................... 4 14 (6.7) Reykjavík Municipal Hospital ........................................................ 1 9 (4.3) School psychological counselling..................................................... 1 4 (1.9) Center for mentally retarded and handicapped children ........................... 11 (5.3) School for the retarded ......................................................... 2 (0.9) Other institutions................................................................... 5 13 (6.2) Total 19 206 (100.0) Total reports studied: 187 Table III. Total referred patients, listed by years. Pediatric department Pediatric department Other Total National Hospital Landakot institutions 1977-1979 ................................ 45 14 16 15 1980-1982 ................................ 63 27 28 8 1983-1985 ............................... 111 45 23 43 Total 219 86 67 66 Chi-squere: 18.099, DF: 4, P: 0.0012.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.