Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 377-381 377 Þóröur Harðarson TÍÐKANLEG MEÐFERÐ HJARTAKVEISU ÁGRIP Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig meðferð hjartakveisu er háttað á Islandi um þessar mundir. Rannsóknarþýði var 150 sjúklingar sem komu til kransæðaþræðingar árin 1983, 1988 og 1992, 50 sjúklingar hvert ár. Notkun betablokka minnkaði úr 83% í 60% á þessu árabili. Engin breyting varð á notkun langvirkra nítrata, en notkun kalsíumblokka jókst úr 14% í 52%. Einungis 2% sjúklinga tóku aspirín árið 1983, en 78% árið 1992. Árið 1983 tóku 36% sjúklinga betablokka og langverkandi nítröt saman og fáir sjúklingar tóku samtímis betablokka og kalsíumblokka. Árið 1992 var hið síðarnefnda algengt. Meðaldagskammtur atenólóls minnkaði úr 128 mg á dag 1983 í 47 mg á dag árið 1992, en á sama tíma jókst meðaldagskammtur diltíazems úr 118 mg í 178 mg. Af betablokkum er atenólól langmest notað og diltíazem af kalsíumblokkum. Lyfjasölutölur sýna vaxandi sölu kalsíumblokka og hægt minnkandi sölu betablokka. íslendingar eru í fararbroddi í Evrópu hvað snertir tíðni kransæðarannsókna, kransæðaaðgerða og útvíkkunaraðgerða. INNGANGUR Áður hafa verið leidd að því rök að breytt og aukin læknismeðferð eigi talsverðan þátt í minnkandi dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóms hér á landi (1). Sitt hvað ber til, bætt lyíjameðferð við háþrýstingi og mikilli blóðfitu, segaleysandi meðferð við hjartadrepi, aukinn árangur við endurlífgun, skurðaðgerðir og útvíkkunaraðgerðir á kransæðunr, bætt lyfjameðferð hjartakveisu og fleira. Upplýsingar um fjölda kransæðaaðgerða eru auðfengnar og nú liggur fyrir samanburður flestra Evrópulanda sem gerður hefur verið Frá lyflækningadeild Landspítalans, Háskóla íslands, 101 Reykjavík. á þessu sviði og gefinn út (2) á vegum vísindasamtaka Evrópuríkja (European Academy of Sciences and Arts). Vitneskja um lyfjameðferð hjartakveisu er ekki jafn handbær. Nokkrum lyfjum, sérstaklega nítrötum, er að vísu nær eingöngu beitt gegn hjartakveisu, en önnur helstu hjartakveisulyf, einkum betablokkar og kalsíumblokkar, eiga sér margar aðrar ábendingai', einkanlega háþrýsting. Sölutölur einar segja því ekki alla sögu. Tilgangurinn með þessari rannsókn var að kanna læknismeðferð sjúklinga með hjartaöng um þessar mundir og undanfarin ár og fá þannig vitneskju um venjur nútímans á þessu sviði og þróun síðustu ára. Jafnframt var kostur að bera niðurstöðurnar saman við söluþróun helstu hjartakveisulyfja síðustu árin. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Tekið var úrtak 150 sjúklinga sem komu til kransæðaþræðingar fyrstu mánuði áranna 1983, 1988 og 1992, 50 hvert ár, samtals 20 kvenna og 130 karla. Meðalaldur þeirra var 57 ár og var ekki marktækur munur milli ára. Allir voru þeir taldir hafa hjartaöng og voru heimildir fyrir hendi um lyQatöku allra þeirra við henni. í öðru lagi fengust upplýsingar innflytjenda og lyfjaframleiðanda hjartakveisulyfja um sölu þeirra á íslandi árin 1990 og 1992. Þá var leitað upplýsinga hjá vísindasamtökum Evrópu (European Academy of Sciences and Arts) varðandi tíðni hjartaþræðinga, græðlingsaðgerða og útvíkkunaraðgerða á Islandi í samanburði við nágrannalöndin í Evrópu. NIÐURSTÖÐUR Mynd 1 sýnir notkun úrtökuhópanna á helstu lyfjafiokkunum fjórum sem notaðir eru við hjartaöng. Dregið hefur úr notkun betablokka frá 1983, er 83% sjúklinga tóku þá, til ársins 1992 er 60% notuðu betablokka. Árið 1983 tóku 16 sjúklingar metóprólol,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.