Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 411 hinu ígrædda líffæri þótt lítið miði enn í þá átt. Kann þá að skipta litlu úr hvaða dýri líffærið kemur, einkum ef ræktuð verða dýr með vefjagerð líka því sem er í mönnum. ígræðsla lifrar samtímis nýra virðist einnig kalla fram eins konar þol því að þeim nýrum virðist greinilega minni hætta af höfnun. Cýklósporín hefur verið aðalhöfnunarlyfið um allangt skeið. Gengur erfiðlega að þróa áhrifameiri lyf, einkum vegna eiturverkana, en cýklósporín er sem kunnugt er einnig nýmaeitur. Einstofna mótefni gegn ákveðnum eitilfrumum, til dæmis OKT3 gefa allgóðan árangur, ekki síst ef tekst að hreinsa úr þeim sterk cýtókín-losandi áhrif sem valda kröftugum ónæmisviðbrögðum. Stöðluð andhöfnunarmeðferð felst nú gjarnan í þriggja-lyfja meðferð, cýklósporíni, azaþíópríni og prednisóloni eða fjögurra-lyfja meðferð þar sem bætt er við andeitlafrumu- glóbúlíni í upphafi. Meðferð við höfnun er sem fyrr meþýlprednisólon sem gefið er til dæmis 0,5 gr í æð þrjá daga í röð og stundum er bætt við lyfjum eins og OKT3. Vaxandi árvekni gagnvart sýkingum í ónæmisbældum sjúklingum og betra vopnabúr gegn þeim hefur einnig stuðlað að bættum árangri ígræðslna. Sumar sýkingar, til dæmis cýtómegalóveira, virðast beinlínis stuðla að höfnun. Þrátt fyrir framfarir þessar hefur langtíma- lifun ígrædds nýra, sem þegar hefur starfað eðlilega, til dæmis eitt ár, ekki batnað sem skyldi. Af skýrslu frá EDTA má ráða að helmingslifun ígræddra nánýrna árin 1980- 1982 sé nálægt 11 ár. Einnig má sjá að árleg afföll frá og með fimmta ári séu svipuð 1980-1982 og 1984-1986 þrátt fyrir tilkomu cýklósporíns. Barry Brenner, sem hefur haft uppi ýmsar kenningar um þróun nýrnabilunar sem byggja á vinnuálagi á nefrón (nephron), hefur sýnt fram á greinilegt samband milli fæðingarþunga og þar með fjölda nefróna við fæðingu, (en eftir það hættir nýmyndun nefróna), og blóðþrýstings seinna á ævinni og þar með tíðni nýmaherslis (nephrosclerosis). Hann heldur því fram að nefrónutap af blóðþurrðarskemmdum og öðrum ástæðum við ígræðslu valdi auknu álagi á nefróna hins ígrædda nýra og þar með takmarkaðri lifun. Hann stingur upp á nýstárlegri lausn, sem er að græða tvö nýru í einu þannig að nægilegur fjöldi nefróna sé fyrir hendi. AUKNING MERGFLUTNINGA A sviði blóðsjúkdóma er ein mesta nýlundan aukning beinmergsflutninga og notkun vaxtarþátta í því sambandi. Við gjöf krabbameinslyfja hafa hamlandi áhrif lyfjanna á beinmerg og blóðframleiðslu takmarkað skammtastærð flestra þeirra. A síðari áram hafa komið fram aðferðir til að gefa hærri skammta lyfjanna, en viðhalda jafnframt mergstarfsemi annað hvort með mergflutningi, eða nú hin allra síðustu ár með gjöf vaxtarþátta. Meðal þeirra má nefna G-CSF og GM-CSF sem beinast ýmist að niftsæknum (neutrophil) frumum eða einkjörnungum (monocyte). Ahrif þess fyrrnefnda á niftsæknar blóðfrumur eru margvísleg og koma fram í mergi með aukinni framleiðslu, í blóði með auknum fjölda og í vefjum með aukinni virkni. Abendingar fyrir mergflutningi eru margvíslegar. Auk ýmissa forma hvítblæðis má nefna mergæxli (myeloma), sjúkdóm Hodgkins, eitlaæxli (lymphoma), annars konar æxli og meðfædda galla. Við mergflutninga við krabbameinum er gefin háskammta krabbameinslyfjameðferð og/eða geislun með það fyrir augum að uppræta krabbamein, en afleiðingin er fullkomin ördeyða í beinmerg sem ekki myndast aftur. Þess vegna er beinmergur úr sjúklingnum eða vefjaflokkalíkum systkinum tekinn fyrir meðferðina og mergurinn síðan gefinn sjúklingnum þegar eituráhrif lyfjanna hafa fjarað út. A þann hátt tekur mergurinn við sér að nýju eftir 14-28 daga, en þangað til þurfa sjúklingar á gjörgæslumeðferð að halda vegna hvítkornafæðar. Oft er þannig unnt að uppræta sjúkdóm sem annars hefði ekki verið læknanlegur, en á móti koma fram aukin áhrif til dæmis á lifur og lungu í sumum sjúklingum. Þannig eru, þrátt fyrir mergflutninginn, takmörk fyrir því hversu stóra lyfjaskammta er unnt að gefa. Þegar gerður er sjálfsmergflutningur er ýmist gefinn mergur úr sjúklingnum sjálfum eða mergstofnsfrumur eru hreinsaðar úr blóði sjúklings sem áður hefur verið meðhöndlaður með krabbameinslyfjum til að útrýma helst öllum sjúkdómsmerkjum. Slíkri meðferð

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.