Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 387 en þau veiktust af þarmadrepsbólgunni. Sjö (30%) höfðu eingöngu fengið brjóstamjólk, sex (26%) eingöngu þurrmjólk, en sjö (30%) höfðu fengið bæði brjóstamjólk og þurrmjólk (mynd 5). Sautján sjúklinganna (74%) höfðu að minnsta kosti þrjá af ofangreindum sex orsakaþáttum og 22 (96%) höfðu tvo eða fleiri þætti. Sjúkdómsteikn: Algengustu teikn sjúkdómsins voru blóð í hægðum (70%), Fjöldi sjúklinc Mynd 5. Tegundir nœringar sem börnin höfðu fengið áður en þau veiktust. % Hlutfall sjúklinga Mynd 6. Klínísk teikn þarmadrepsbólgu. Myndin sýnir hundraðshlutfall sjúklinga sem höfðu hvert teikn. Merki um þykkveggja garnir Loft í garnavegg Víkkaðar garnir Vökvi í kviðarholi Loft í kviðarholi % Hlutfall sjúklinga Mynd 7. Röntgenteikn þarmadrepsbólgu hjá tuttugu og einu barni. Myndin sýnir hundraðshlutfall sjúklinga með hvert teikn. ælur (52%), þaninn kviður (43%) og bjúgur í kviðvegg (22%) (mynd 6). Við skoðun voru börnin yfirleitt veikindaleg og hjá þrettán (57%) heyrðust ekki garnahljóð, en það ásamt þöndum kviði var talið vera merki um garnastífiu. Ekki var marktækur munur á einkennum þeirra sjúklinga, sem veiktust meðan á faraldrinum stóð, og þeirra sem veiktust fyrir faraldurinn. Röntgengreining: Yfirlitsmyndir af kviðarholi, voru teknar hjá 21 barni. Við endurskoðun okkar á röntgenmyndunum fundust í öllum tilvikuin einhver sjúkdómsteikn (ntynd 7). Algengast var að sjá merki um þykkveggja garnir (86%), loftbólur í garnavegg (76%) og útvíkkaðar garnalykkjur (71%) (myndir 8-9). Vökva í kviðarholi mátti greina hjá 11 Mynd 8. Röntgenmynd af kviðarholi barns með þarmadrepsbólgu. A myndirmi sést loft í portœðarkerfi. Mynd 9. Röntgenmynd af kviðarholi barns með þarmadrepsbólgu. Myndin sýnir loftbólur í gamarvegg.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.