Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 32
404
LÆKNABLAÐIÐ
eru í samræmi við magn málmjóna í lausn
og oxunarspennu þeirra. Lenging blýþreps
fyrir staðalviðbót á bilinu 10-200 ng var mæld
nteð tvöfaldri mælingu og fékkst staðallína,
sem var mjög vel viðunandi (Y=321,5X+0,6;
r=0,997). Þetta benti til þess, að óhætt væri
að nota mismikla staðalviðbót í einstökum
mælingum. Á grundvelli þessara athugana
voru greiningarmörk aðferðarinnar sett 10
ng/ml. Því næst voru gerðar mælingar á staðli
(BCR-194, keyptur frá Community Bureau
of Reference, Brussell, Belgíu), sem staðfest
er að innihaldi 126±4 ng/ml af blýi í blóði.
Niðurstöður tveggja óháðra ákvarðana urðu
þær að í staðlinum reyndust vera 120±6
ng/ml af blýi. Að lokum var gerð prófun
á blóðglösum með því að fylla eitt glas af
eimuðu vatni og meðhöndla það síðan sem
blóðsýni. Það reyndist ekki innihalda blý í
mælanlegu magni.
Tölfræðilegar prófanir voru gerðar með Exel
4.0. Annars vegar var samanburður á aldri og
blýgildum milli hópanna gerður með t-prófi
með jöfnum breytileika (t-Test: Two Sample
Assuming Equal Variances). Hins vegar var
samband aldurs eða starfsaldurs og blýþéttni
prófað með línulegri aðhvarfsgreiningu (linear
regression analysis).
NIÐURSTÖÐUR
Blý var ákvarðað í blóði samtals 37
einstaklinga, úr þremur mismunandi
starfsstéttum, á árunum 1991-1992. í
meðfylgjandi töflu er samantekt á aldri,
starfsaldri, reykingum og blýi í blóði
allra einstaklinga. Þar kemur einnig fram
meðalaldur einstaklinga í hópunum sem og
meðaltal og staðalfrávik blýs í blóði. í fyrsta
hópnum voru 12 stúdentar á aldrinum 22-37
ára, í öðrum hópnum voru 13 lögreglumenn
úr götulögreglu á aldrinum 24-55 ára og loks
voru í þriðja hópnunt 12 strætisvagnastjórar
á aldrinum 24-68 ára. í hópi lögreglumanna
voru sex reykingamenn og fjórir meðal
vagnstjóra. Um reykingar stúdentanna eru
engar upplýsingar.
Meðalþéttni blýs í blóði stúdenta var 37±11
(SD) ng/ml, í blóði lögreglumanna 56± 14
(SD) ng/ml og í blóði strætisvagnastjóra
57± 16 (SD) ng/ml. Hæsta gildi einstakra
mælinga var 88 ng/ml. Það var sýni úr elsta
einstaklingi í öllu safninu (68 ára; vagnstjóri)
sem jafnframt reykti.
Tölfræðilegar prófanir sýndu að marktækur
munur var á meðalaldri einstaklinga í öllum
hópum (stúdentar og lögregiumenn: p<0,01,
df=23; stúdentar og vagnstjórar: p<0,001,
df=22; lögreglumenn og vagnstjórar: p<0,05,
df=23). Á sama hátt kom fram marktækur
munur á meðalþéttni blýs í blóði stúdenta og
lögreglumanna (p<0,01, df=23) og stúdenta
og vagnstjóra (p<0,01, df=22).
Mynd 1 sýnir dreifingu niðurstöðutalna eftir
Tafla Samantekt upplýsinga og niðurstöðutalna. I úrtakinu voru 12 stúdentar, 13 lögreglumenn í götulögreglu og 12
stœtisvagnastjórar. Marktœkur munur var á meðalaldri einstaklinga i öllum hópum innbyrðis og meðalþéttni blýs i
blóði stúdenta var minni en í hinum hópunum (sbr. texta).
Stúdentar Lögreglumenn Strætisvagnastjórar
Nr. Aldur Ár Blý ng/ml Aldur Ár Starfsaldur Ár Reykingar Blý ng/ml Aldur Ár Starfsaldur Ár Reykingar Blý ng/ml
1 . 22 28 24 4 _ 65 24 3 _ 32
2 . 22 40 27 4 + 35 29 3 - 28
3 . 24 25 29 2 + 64 37 13 + 56
4 . 24 32 29 5 - 31 38 1,5 - 62
5 . 24 48 30 5 - 64 40 19 + 69
6 . 24 57 30 5 - 77 48 27 - 56
7 . 25 30 32 6 - 50 56 19 + 55
8 . 25 53 36 10 + 63 57 18 - 59
9 . 26 27 36 14 + 61 59 25 - 63
10 . 28 34 37 10 + 46 60 16 - 72
11 . 31 29 50 26 + 44 67 38 - 46
12 . 37 43 53 25 - 75 68 43,5 + 88
13 55 24 - 57
Meðalaldur . 26 36 49
Blý meðalþéttni .. 37 56 57
S.D ±11 ±14 ±16