Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 385 Sjúklingur taldist vera með þarmadrepsbólgu ef fyrir lágu eitt eða fleiri af eftirtöldum atriðum: 1. Óyggjandi geislagreining með loftbólum í garnavegg eða í portœðargreinum. 2. Líkleg geislagreining með þykkum garnavegg og löngum, teygðum eða þöndum garnalykkjum, auk fyrrgreindra sjúkdómseinkenna. 3. Vefjagreining á sýnum úr skurðaðgerð eða krufningu. Greining taldist óyggjandi ef í sýnum fundust drepsvœði, sár eða garnarof með tilheyrandi bólgufrumuíferð. Á þennan máta fengust til endanlegrar úrvinnslu sjúkraskrár 23 barna með þarmadrepsbólgu. Við athugun á sjúkraskránum voru skráð einkenni sjúkdómsins og niðurstöður rannsókna, svo sem blóðrannsókna, sýklaræktana, röntgenrannsókna og vefjarannsókna. Athugað var hvaða næringu börnin höfðu fengið, bæði um munn og í æð, áður en sjúkdómseinkenni komu fram. Aðrar sjúkdómsgreiningar hjá börnunum voru einnig skráðar, sérstaklega þær er máli gætu skipt fyrir þarmablóðrás. Merki um súrefnisskort við burðarmál voru skráð, en súrefnisskortur taldist hafa verið til staðar ef fyrir lágu eitt eða fleiri eftirtalinna atriða: a) Óeðlilegt fósturrit. b) Fóstursaur í legvökva. c) Apgar-stig <5 við eina minútu og <7 við fimm mínútur. d) Þörf á endurlífgunaraðgerðum við burðarmál eða síðar. Skráð var meðgöngulengd, einnig sjúkdómar hjá móður á meðgöngutíma, tegund fæðingar, fæðingarstaður og fæðingarþyngd. Nokkrir faraldsfræðilegir þættir voru athugaðir, svo sem aldur við greiningu, greiningarmánuður og það hvort sjúklingur hafði verið vistaður á legudeild með öðrum sjúklingi, sem fengið hafði þarmadrepsbólgu. Þá var og skráð hvaða meðferð börnin fengu, lyfjameðferð eða skurðaðgerð, árangur meðferðar og afdrif barnanna. NIÐURSTÖÐUR Tíðnitölur: Á fyrstu tíu árunum, frá 1976 til 1985, greindust fimm tilfelli af þarmadrepsbólgu (mynd 1), og var nýgengið þá 0,2% af innlögnum á vökudeild, en 0,12% af fæðingafjölda á íslandi. Á síðustu sex árununt, frá 1986 til 1991, fundust hins vegar 18 tilfelli. sem birtust sem faraldur á árunum fjórum 1987-1990 (mynd 1). Meðan á faraldrinum stóð var nýgengi 1,5% hjá þeim börnum sem lögð voru inn á vökudeild, eða um 1,0 % af fæðingafjölda í landinu. Kyndreifing í hópnum var þannig að drengir voru níu og stúlkur 14. Meðgöngulengd var á bilinu 24-42 vikur (mynd 2), með 35 vikur sem miðgildi, Fjöldi sjúklinga Ár Mynd 1. Greind tilfelli af þarmadrepsbólgu nýbura á Islandi árin 1976-1991. Fyrstu tíu árin var einungis um stök tilfelli að rœða, en á árunum 1987-1990 kom í ljós faraldur. A árinu 1991 greindist sjúkdómurinn ekki. Fjöldi sjúklinga Meðgöngulengd í vikum Mynd 2. Meðgöngulengd íslenskra nýbura sem greindust með þarmadrepsbólgu árin 1976-1991. Flest voru fyrirburar (70%).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.