Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 403-408 403 Svava Þórðardóttir, Þorkell Jóhannesson BLÝ í BLÓÐI MANNA í REYKJAVÍK INNGANGUR Árið 1978 lét eiturefnanefnd ákvarða blý í blóði stúdenta, lögreglumanna í götulögreglu og strætisvagnastjóra í Reykjavík (10 einstaklingar voru í hverjum hópi). Árið 1972 lét eiturefnanefnd einnig mæla blý í blóði manna í nokkrum öðrum starfsstéttum. Auk þess var reynt að meta blýmengun í götulofti í Reykjavík (á árunum 1975-1976). Ritgerð um niðurstöður þessara athugana var birt árið 1979 (1). Athygli vakti, hversu misjafnlega mikið blý var í loftsýnum frá sama athugunarstað og hve geysilega mikið blý var í einstökum loftsýnum. Einnig var athyglisvert, að þéttni blýs í blóði stúdenta var ekki marktækt önnur en í blóði lögreglumanna eða strætisvagnastjóra og var jafnframt talsvert meiri en búast mætti við samkvæmt dönskum athugunum. I ritgerðinni var því sú ályktun sett fram, að rannsaka þyrfti miklu ítarlegar, hver grunnmengun blýs væri hér á landi. Vaxandi áhyggjur eru einnig af því, að lítið magn blýs geti skaðað miðtaugakerfi í fóstrum og ungum börnum. Skoðanir hafa ætíð verið talsvert skiptar á því að hve miklu leyti blý í andrúmslofti utandyra, en það er yfirleitt nær eingöngu að rekja til útblásturs bifreiða, væri ákvarðandi fyrir þéttni þess í blóði (1). Nú er talið að gróft samhengi að minnsta kosti sé á milli magns blýs í andrúmslofti og blóði (2). Jafnframt er vitað, að truflun á myndun hemkjarna í blóðmerg er ein næmasta vísbending um eiturhrif blýs í líkamanum og allgott samhengi er milli þessa og þéttni blýs í blóði (1,2). Samstaða er nú um að magn blýs í blóði undir 100 ng/ml valdi mönnum ekki skaða (2-4,5). Notkun á blýlausu bensíni hefur farið ört vaxandi hér á landi á undanfömum árum og nam árið 1991 alls 60% af heildarnotkun Frá Rannsóknastofu í lyfjafræði. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Þorkell Jóhannesson, Rannsóknastofu í lyfjafræði, Ármúla 30, pósthólf 8216, 128 Reykjavík. bensíns. Magn blýs í öðru bensíni hefur einnig verið minnkað. Jafnframt hefur blýmagn í götulofti í Reykjavík farið jafnt og þétt minnkandi (6). Af þessum sökum þótti rétt að endurtaka ákvarðanir á blýi í blóði stúdenta, lögreglumanna í götulögreglu og strætisvagnastjóra og kanna, hvort magn blýs í blóði þeirra hefði minnkað í samræmi við minna magn þess í lofti. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Blóð var tekið úr bláæð í framhandlegg í Sarstedt blóðglös með ammoníumheparíni. Sýnin voru fryst og ge^/md þannig, uns blý var ákvarðað í þeim. Áður en mæling hófst voru sýnin látin þiðna og standa við stofuhita í eina til tvær klukkustundir. Blý var ákvarðað með anóðustrípun með tækjabúnaði, sem áður er lýst (7). Aðferðin, sem var notuð, er í meginatriðum eins og aðferð Jagners og fleiri frá 1981 (8), nema hvað húðun vinnuskauts var miðuð við fyrri reynslu af notkun tækjabúnaðarins í rannsóknastofunni (7). Notaður var 1 ml af heilblóði í hverja mælingu og þynnt í hlutföllunum 1:15 með þynningarlausn. Blýi var safnað úr sýnalausn í 90-180 sek. og magnið ákvarðað með staðalviðbót (50 eða 100 ng P62+). Framkvæmdar voru ein til þrjár mælingar í sömu lausn. Síðan var ákvörðunin endurtekin óháð þeirri fyrri. Það var gert til að draga úr vægi breytinga á næmi og svörun tækjabúnaðarins. Magn blýs í blóði hvers einstaklings var reiknað sem meðaltal allra mælinga (þriggja til sex einstakra mælinga). Til að meta aðferðina voru gerðar nokkrar prófanir á henni. Fyrst var skoðuð breyting á svörun tækjabúnaðarins við mismunandi magni staðalviðbótar. Mælingin byggist í grúndvallaratriðum á spennubreytingum, sem verða við oxunarhvörf málma í kvikasilfurshúð á vinnuskauti út í lausn. Þrep, sem koma fram á spennubreytingarferlinum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.