Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 34
406 LÆKNABLAÐIÐ vegna þess, að blý var ekki mælanlegt í loftsýnum sem tekin voru utan umferðargatna (Kjarvalsstaðir). í sýnum sem tekin voru við miklar umferðargötur og torg (Miklatorg, Miklabraut og Hlemmtorg) var hins vegar mjög mikið af blýi (1). Hollustuvernd ríkisins lét mæla blý í loftsýnum, sem safnað var á Miklatorgi á árunum 1986-1991, og við það var beitt miklu fullkomnari aðferðum en áður var gert. Niðurstöður þessara mælinga sýna að blý í lofti fór greinilega minnkandi á þessu árabili og var orðið mjög lítið í lok tímabilsins (sjá viðauka (6). Eins og áður segir voru þessar athuganir hvati til þess að endurtaka fyrri rannsóknir á blýi í blóði manna í Reykjavík. Magn blýs í blóði stúdenta var nú einungis um 1/5 af því sem mældist hjá sambærilegum stúdentahópi fyrir 13-14 árum. I blóði lögreglumanna og strætisvagnastjóra var þéttni blýs um það bil 1/3 til 1/4 af því sem áður hafði mælst, og blý í blóði manna í þessum hópum var nú meira en í blóði stúdenta (sjá niðurstöður og mynd 1). Á árunum 1980, 1983 og 1984 var blý ákvarðað í blóði um 100 einstaklinga, sem bjuggu í miðborg Stokkhólms, og voru sömu einstaklingar að verulegu leyti með í öll skiptin. Niðurstöður urðu þær að meðalþéttni blýs í blóði minnkaði á tímabilinu um sem næst þriðjung, eða úr 76,6 ng/ml í 50,9 ng/ml. Á árunum 1979-1982 lækkaði meðaltalsgildi blýs í lofti í Stokkhólmi úr 1,2 míkróg/m3 í 0,5 míkróg/m3 eða um meira en 50% (9). Segja má að blý í blóði manna í Reykjavík sé nú mjög svipað því sem var í Stokkhólmi 1984. Einnig er minnkandi þéttni blýs í blóði manna í Stokkhólmi hliðstæð þeim breytingum, sem orðið hafa á þéttni blýs í blóði manna í Reykjavík. I báðum borgum hefur blý í lofti líka minnkað mikið. í Egyptalandi er blýbensín mikið notað. Magn blýs í andrúmslofti í Kairó hefur mælst á bilinu 4,1 til 20 mfkróg/m3 og er það margfalt meira en í Reykjavík eða Stokkhólmi. Blý í blóði manna í götulögreglunni í Kairó var árið 1990 mjög mikið, eða að meðaltali 292 ng/ml. Til samanburðar var blý ákvarðað í blóði lögreglumanna sem unnu skrifstofustörf í úthverfi Kairó. Reyndist það mun minna eða að meðaltali 182 ng/ml. Athyglisvert var, að aldur manna eða lengd starfs í götulögreglunni í Kairó hafði ekki marktæk áhrif á þéttni blýs í blóði þeirra (10). Þetta er eina erlenda rannsóknin á blýi í blóði lögreglumanna sem okkur er kunnugt um. Af þessum niðurstöðum má einnig ráða, að magn blýs í blóði manna í götulögreglu sé í nokkru samhengi við magn þess í andrúmslofti á götum úti. Bandarísk rannsókn á sambandi blýs í andrúmslofti og blýs í blóði starfsmanna í rafgeymaverksmiðju sýndi, að samhengi virtist vera þar á milli hjá mönnum með lágan starfsaldur. Hins vegar voru þeir sem unnið höfðu lengur en 20 ár með mun meira blý í blóði en búist var við. Líkum var leitt að því að sú mikla blýmengun, sem áður var í verksmiðjunni, hefði enn haft áhrif á þéttni í blóði. Helmingunartími blýs í beinum er talinn vera sjö til átta ár (11). Eins og áður segir var aldursmunur marktækur á milli hópanna þriggja. Marktækur munur reyndist einnig á magni blýs í blóði stúdenta annars vegar og lögreglumanna eða strætisvagnastjóra hins vegar, en ekki á milli lögreglumanna og strætisvagnastjóra innbyrðis. Þetta bendir til þess, að stúdentahópurinn sé raunverulega frábrugðinn hinum hópunum bæði varðandi aldur og blýþéttni. Hugsanleg skýring á þessum muni gæti því legið annaðhvort í starfi eða aldri einstaklinga. Ef mynd 2 er skoðuð, er ljóst að meðalþéttni blýs virðist vaxa lítið eitt með aldri. Þetta var þó ekki tölfræðilega marktæk hækkun nema fyrir hóp stætisvagnastjóra. Hugsanleg skýring á þessu kann að vera að aldursdreifing er mest í þeim hópi. Hópurinn var hins vegar fámennur og því erfitt að sýna fram á, að þetta sé raunverulega rétt. Einnig er augljóst að aldursdreifingin er ekki jöfn. Áður er nefnt, að í egypsku rannsókninni kom ekki fram fylgni milli aldurs og þéttni blýs í blóði. I öðrum rannsóknum er þessi fylgni ýmist til staðar eða ekki (1,4,12). Þótt gróft samhengi sé talið vera milli þéttni blýs í blóði manna og magns þess í andrúmslofti (2), er einnig víst að aðrir þættir í umhverfinu (svo sem blý í fæðu, leifar blýmálningar í híbýlum og blýryk á vinnustöðum) hafa veruleg áhrif (4). Þessu til staðfestingar má nefna að blý í blóði Grænlendinga í Angmaksalik, sem er þorp norðan heimskautsbaugs, var talsvert meira en í blóði Dana í Árósum (meðaltal 148 ng/ml

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.