Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 413 sjúkdómsgang. Á slíku stigunarkerfi er til dæmis stuðst við sjúkdómseinkenni þar sem verstar horfur tengjast meðal annars megrun, slappleika og gigtarhnútum undir húð, einnig við rannsóknamiðurstöður, til dæmis hækkað sökk, blóðleysi, gigtarþátt og vefjaflokka auk röntgeneinkenna. Hvert stig gefur síðan tilefni til sérhæfðrar meðferðar strax í upphafi, frá bólgueyðandi lyfjum til sjúkdómshemjandi lyfja og loks frumuhemjandi lyfja, ef iktsýkin er í svæsnustu formi. Því er nú fyrr, og hjá stærri hluta sjúklinga með iktsýki, gripið til síðastnefndu lyfjanna og hefur til dæmis meþótrexat komið mjög til sögunnar á síðustu árum. Nýmæli er einnig að beita fjöllyfjameðferð, það er fleiri en einu sjúkdómshemjandi lyfi. Hugmyndin er sú að reyna að hafa áhrif á bólguferilinn sem allra fyrst og á sem kröftugastan hátt. Síðan er miðað við að draga úr lyfjameðferðinni ef bólgan lætur undan síga. Háskammtasterar í byrjun, svokölluð púlsmeðferð, kemur hér einnig til greina. Með aukinni þekkingu og líffræðitækni hafa komið fram nýir meðferðarmöguleikar. Vitað er að CT4 T eitilfrumur geta átt þátt í framvindu iktsýki. Unnt er búa til einstofna mótefni gegn T frumum og á sértækan hátt gegn yfirborðsþáttum sýnifrumna og viðtökum þeirra. Dæmi eru til að slík mótefni hafi jákvæð áhrif á liðverki, morgunstirðleika og liðstuðul Ritchies. Cýklósporín er þó mun algengara dæmi um beinskeitta meðferð nútímans, en það lyf hefur afmörkuð áhrif á viðtæki á T eitilfrumum. Þegar liggja fyrir allvíðtækar rannsóknir sem sýna fram á að cýklósporín er virkt lyf í meðferð á iktsýki, en helsta vandamálið er hætta á nýrnaskemmdum. Unnið er að nýrri cýklósporín afleiðum sem hafi minni áhrif á nýrun. T frumu bólusetning og lyf sem draga úr æðamyndun sem er áberandi þáttur í meingerð iktsýki eru einnig til athugunar. Islenskir gigtlæknar hafa fylgst vel með þessari nýju þróun og verið þátttakendur í rannsóknum á nýjum meðferðarformum. SYKURSÝKI Hér á landi er áætlað að 2000-2500 manns hafi sykursýki og er það hlutfallslega mun færra en í nágrannalöndum okkar. Samkvæmt athugunum Þóris Helgasonar og samstarfsmanna hans þurfa um 400 manns insúlínsprautumeðferð, þar af 50 börn. Segja má að eitt stærsta framfaraskrefið í meðferð þessara sjúklinga á síðustu árum sé að geta nú fylgst með blóðsykri sínum heima með hjálp striinla og tölvumæla. Notkun svokallaðra insúlínpenna hefur einnig gert lífið auðveldara fyrir sykursjúka, sérstaklega þá sem þurfa að sprauta sig oft á dag. Dæmigerðar dagsveiflur verða á insúlínframleiðslu, nokkrir toppar sem tengjast máltíðum. Unnt er að líkja eftir insúlín dagsveiflunni með gjöf lang- og skammvirkra insúlína saman. Litlar tölvustýrðar insúlíndælur hafa sums staðar gefist vel en þeim fylgja enn vandamál. Beðið er eftir því að þær geti einnig inælt blóðsykur og verkað þannig líkt og betafrumur brissins. Líffæraflutningar á brisi eru víða framkvæmdir og gefast æ betur. Þó er ekki talið rétt að flytja bris nema sjúklingur þurfi jafnframt nýru vegna nýrnabilunar. Flutningur á betafrumum er á tilraunastigi. Á síðasta áratug var farið að framleiða mannainsúlín með erfðatækni, meðal annars með hjálp Escherichia coli og gersveppa og hefur það að verulegu leyti leyst af hólmi insúlín unnið úr sláturdýrum. Þannig minnkar hættan á mótefnamyndun. Horfur insúlínþurfandi sykursýkissjúklinga hafa batnað á síðustu áratugum meðal ungra sykursjúkra og telja má víst að nýjungar í sykursýkismeðferðinni muni á næstu árum hraða mjög þessari jákvæðu þróun. HJARTASJÚKDÓMAR Að lokum langar mig að víkja að hj art asj úkdóm u m. í því sambandi vil ég draga fram tvenns konar nýjungar í meðferð takttruflana, rafsegulbylgjur og ígrædd rafstuðtæki. Síðastliðin 20 ár hefur skurðaðgerðum verið beitt til að lækna takthrinur sem eiga upptök sín í gáttum, sérstaklega svonefnt Wolff-Parkinson-White heilkenni sem felst í aukaleiðslubandi milli gátta og slegla með viðeigandi breytingum á hjartariti. Síðan tók við notkun rafmagns, rakstraums, sem leiddur var að þessum aukaleiðslubrautum hjartans og þær brenndar. Þetta var gert með hjartaþræðingu. Meðal aukaverkana af slíku

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.