Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 6
378 LÆKNABLAÐIÐ 14 atenólol og níu própranólol, árið 1988 tóku 27 atenólol og tveir metróprólol, en árið 1992 tók 21 atenólol, sex tóku sótalol og tveir metóprólol. Engin breyting hefur orðið á notkun langvinnra nítrata, en þar hefur ísósorbíð dínítrat verið ríkjandi allt til 1992, er átta sjúklingar tóku langvirkt ísósorbíð mónónítrat. Notkun kalsíumblokka hefur aukist verulega (úr 14% í 52%). Árið 1983 tóku sjö úr úrtakshópnum nífedípin, en enginn aðra kalsíumblokka, 1988 tóku 14 sjúklingar diltíazem en 15 nífedípin. Árið 1992 var diltíazem orðið ríkjandi (16 sjúklingar) en átta tóku nífedípin. Notkun aspiríns hefur aukist mjög, úr 2% 1983 í 78% 1992. Ýmsir sjúklingar tóku fleiri en eitt lyf við hjartaöng (mynd 2). Árið 1983 var algengast að sjúklingar tækju betablokka og nítröt saman (36%), en sjaldgæft að þeir tækju betablokka og kalsíumblokka samtímis. Drug treatment of angina pectoris ■ 1983 □ 1988 □ 1992 Fig. 1. The drug lreatmenl of angina pecloris in 150 patienls admitled for coronary angiography in the years 1983, 1988 and 1992. Meðferð með öllum þremur lyfjaflokkunum var orðin algeng árið 1992. Erfitt er að bera saman lyfjaskammta tímabilin þrjú vegna þess að notkun einstakra lytjategunda hefur verið breytileg. Þó er unnt að bera saman skammta algengustu lyfjanna (mynd 3). I Ijós kemur að meðaldagskammtur atenólols hefur minnkað úr 128 mg (1983) í 61 mg (1988) og 47 mg (1992), en meðaldagskammtur diltíazems hefur aukist úr 118 mg (1988) í 178 mg (1992). Meðaldagskammtur nifedípins hefur lítið breyst (34 mg, 43 mg og 37 mg). Til að kanna breytingar á lyfjanotkun allra síðustu árin fengust sölutölur lyfjaframleiðenda og innflytjenda árin 1990 og 1992, en þess ber að geta að notkun ýmissa hjartakveisulyfja er alls ekki bundin við þann sjúkdóm. Einkum á þetta við betablokka og kalsíumblokka. Samkvæmt þessum gögnum er sala atenólols langmest af betablokkum, en hún er ekki vaxandi (149 kg 1990, en 143 kg 1992, -4%). Sala sótalols vex hins vegar hratt úr 27,8 í 59,5 kg, en talsvert dregur úr sölu metóprólols úr 93,7 kg í 79,0 kg (-16%) og própranólols úr 56,0 kg í 53,1 kg (-5%). Sala allra helstu kalsíumblokka eykst: nífedípins úr 11,4 kg í 11,8 kg (+4%), verapamíls úr 28,4 kg í 32,2 kg (+13%) og diltíazems úr 107,8 í 138,4 kg.,(+28%), en meira selst af því síðastnefnda en öðrum kalsíumblokkum samtals, hvort sem mælt er í þyngdareiningum eða sjúklingaskömmtum. Sala Imdurs (langvirks mónónítrats) nærri tvöfaldaðist á umræddu tímabili, úr 7,2 kg í 13,8 kg (+92%), sömuleiðis jókst sala nítratplásturs, en notkun annarra nítrata minnkaði. Athygli vekur að Combination treatment of angina pectoris Beta blockers Beta blockers Calciumblockers All three Any combination None and long-acting and Ca and long-acting nitrates antagonists nitrates ■ 1983 □ 1988 □ 1992 Fig. 2. The drug combinations used for angina pectoris in the years 1983, 1988 and 1992.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.