Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 18
390 LÆKNABLAÐIÐ meðan þau lágu á deild með öðrum nýburum, sem þegar höfðu fengið þarmadrepsbólgu. Vissulega gefur þetta grun um einhvers konar smitun, þótt ekki tækist að tengja ákveðnar bakteríutegundir við þarmadrepsbólguna, hvorki fyrir faraldurinn né meðan á honum stóð. Veirurannsókriir voru hins vegar ekki gerðar hjá sjúklingum okkar á sínum tíma, en komið hefur í ljós að rótaveirusýking finnst hjá sumum sjúklingum með þarmadrepsbólgu (17). Orsakir þarmadrepsbólgu hjá nýburum eru enn óljósar. Almennt er álitið að næring um munn sé einn af orsakaþáttum sjúkdómsins (14). Það er því athygli vert að í sjúklingahópnum skyldu vera þrjú börn (13%) með þennan sjúkdóm, sem aldrei höfðu fengið næringu um munn. I rannsókn okkar virtist ekki skipta máli hvaða næring börnunum hafði verið gefin, þar eð sjö (30%) höfðu eingöngu fengið brjóstamjólk, sjö (30%) bæði brjóstamjólk og þurrmjólk og sex (26%) eingöngu þurrmjólk, áður en sjúkdómurinn fannst. Fyrirfram höfðum við látið okkur detta í hug að sérstök fyrirburablanda (premature formula), sem inniheldur meira af hitaeiningum og hefur hærri osmósuþrýsting en venjuleg mjólk, gæti hafa verið orsakaþáttur í faraldrinum, sem hófst hjá okkur árið 1987. Það kom hins vegar í ljós að einungis eitt barn í sjúklingahópnum hafði fengið þessa blöndu og að það veiktist ekki fyrr en eftir níu daga gjöf. Sumir hafa talið að brjóstamjólk verji meltingarveginn fyrir þarmadrepsbólgu og hafa þá litið til þess að osmósuþrýstingur brjóstamjólkur sé minni en þurrmjólkur og að brjóstamjólk innihaldi að auki IgA-mótefni (18). Það er því athygli vert að 14 böm skyldu hafa fengið sjúkdóminn þrátt fyrir brjóstamjólkurgjöf, þar af sjö sem fengu enga næringu aðra en brjóstamjólkina. I nýlegri grein er greint frá því að nýburar sem veiktust af þarmadrepsbólgu hafi fengið fyrstu næringu um munn fyrr og að fæðumagn í hverri gjöf hafi verið aukið hraðar en hjá sambærilegum viðmiðunarhópi (19). Þetta var ekki kannað í rannsókn okkar nú, en áætlun er um að gera það síðar. 1 rannsókn okkar kom þó fram að þau börn, sem fengið höfðu þurrmjólkurblöndu, veiktust fyrr, eða að meðaltali eftir þrjá daga frá upphafi næringar um munn, samanborið við hin, sem fengið höfðu brjóstamjólk eingöngu og veiktust eftir fimm og hálfan dag að meðaltali frá upphafi gjafar. Þegar litið er til annarra orsakaþátta sést að sjúkdómurinn er fyrst og fremst sjúkdómur fyrirbura, í okkar hópi voru þeir 70% sjúklinganna, enda þótt fullburða börn hafi einnig veikst, einkum í faraldrinum. Það vakti athygli okkar hversu sterkt súrefnisskortur við burðarmál tengdist sjúkdómnum, en 61% barnanna höfðu merki um slíkt. Skilgreining okkar á hættumörkum fyrir súrefnisskort í meltingarvegi er lítilsháttar frábrugðin þeirri sem notuð er við umfjöllun um tengsl súrefnisskorts og vefjaskemmda í miðtaugakerfi. Á það hefur verið bent að vegna vel þekktra lífeðlisfræðilegra breytinga á blóðflæði við lága súrefnismettun geti tiltölulega lítilfjörlegur súrefnisskortur í blóði orsakað blóðþurrð og skemmdir í slímhúð meltingarvegarins, enda þótt ekki leiði til skemmda annars staðar (20). Flestir eru núorðið sammála um að merki um rof á görn sé eina tilefni skurðaðgerðar í þessum bráða sjúkdómi og að sjúka garnahluta eigi ekki að fjarlægja fyrr en sýnt sé að garnarveggur hafi rofnað (14). Árangur meðferðar í sjúklingahópi okkar styður vissulega þetta álit, því að sex (86%) af þeim sjö börnum, sem voru tekin til skurðaðgerðar, læknuðust. Þegar dánartíðni í sjúklingahópi okkar er borin saman við dánartíðnitölur úr öðrum rannsóknum, kemur í ljós að hún er lág (10,11). Það bendir til þess að meðferðin, sem hér er gefin, sé í heild viðunandi. Þrír úr sjúklingahópi okkar greindust fyrst við krufningu og fengu því enga meðferð við þarmadrepsbólgu. Sé dánartíðnin skoðuð f ljósi þessa verður árangur meðferðarinnar jafnvel enn betri, vegna þess að af 20 sjúklingum, sem meðferð fengu, lifðu 16 (80%). LOKAORÐ Þarmadrepsbólga í nýburum hagar sér svipað á Islandi og meðal annarra þjóða. Flér á landi virðist sjúkdómurinn fyrst og fremst koma fram hjá fyrirburum sem verða fyrir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.